Lífið

Til heiðurs goðsögnum Hattar

Eysteinn Hauksson (til vinstri) ásamt Hafþóri Mána Valssyni sem annaðist endurútgáfuna á Hattarlaginu.
Eysteinn Hauksson (til vinstri) ásamt Hafþóri Mána Valssyni sem annaðist endurútgáfuna á Hattarlaginu.
„Þetta lag er til heiðurs þeim sem hafa byggt upp þetta félag í gegnum árin,“ segir Eysteinn Hauksson, þjálfari 1. deildarliðs Hattar frá Egilsstöðum, um nýtt stuðningsmannalag liðsins.

Það kallast Hött upp á topp og er íslensk útgáfa af Man on the Moon með R.E.M., uppáhaldslagi Eysteins, sem íslenskaði einmitt textann. „Ætli ég sé ekki búinn að heyra það mörg þúsund sinnum. Mér finnst það betra og betra í hvert skipti sem ég heyri það.“

Sjálfur Bjarni Fel var Hattarmönnum til halds og trausts í laginu með mörg af sínum frægu orðatiltækjum. „Bjarni er í rauninni partur af þessari nostalgíu. Lagið væri ekki helmingurinn af því sem það er ef hann væri ekki þarna,“ segir Eysteinn.

Hött upp á topp er þriðja stuðningsmannalag Hattar á skömmum tíma. Áður hafa komið út lögin Höttur, sem er íslensk útgáfa af Love Hurts með Nazareth og einnig endurgerð útgáfa af Hattarlaginu, sem er aðalstuðningsmannalag liðsins. Annar íþróttafréttamaður, Guðmundur Benediktsson, las einmitt inn á það lag. „Hann er Bjarni Fel kynslóðarinnar í dag,“ fullyrðir Eysteinn.

Hægt er að hlusta á öll þrjú lögin á vegg Facebook-síðunnar Höttur Rekstrarfélag. - fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.