Lífið

Mikkelsen í fótspor Anthony Hopkins

Hannibal Mads Mikkelsen leikur Hannibal í nýrri bandarískri seríu um mannætuna.
Hannibal Mads Mikkelsen leikur Hannibal í nýrri bandarískri seríu um mannætuna.
Danski leikarinn Mads Mikkelsen hefur tekið að sér að leika mannætuna Hannibal Lecter í nýrri bandarískri sjónvarpsseríu. Mikkelsen fetar þar með í fótspor Anthony Hopkins sem gerði garðinn frægan sem fjöldamorðinginn. Það er bandaríska sjónvarpsstöðin NBC sem ætlar að sýna seríuna á næsta ári en tökur hefjast í næsta mánuði. Breski leikarinn Hugh Dancy leikur FBI-fulltrúann Will Graham en ekki er vitað hvort Clarice Starling, sem Jodie Foster og Julianne Moore hafa leikið, verði með í sjónvarpsþáttunum.

Mikkelsen vann nýlega verðlaun sem besti leikarinn á Cannes-hátíðinni fyrir leik sinn í myndinni The Hunt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.