Lífið

Gelgjumyndin LOL í bíó

Það er margt um fína drætti þegar kemur að leikkonum í kvikmyndinni LOL, sem er frumsýnd í bíóhúsum um helgina.

LOL er alvöru gelgjumynd þar sem líf unglingsstúlkunnar Lolu, alltaf kölluð LOL, hrynur þegar kærastinn hennar hættir með henni. Hún er þó ekki lengi að leita sér huggunar í örmum myndarlegs vinar síns en lendir í erfiðleikum með að blanda rómantík saman við vinasamband þeirra. Sem betur fer hlýtur hún þó hjálp vitra vinkvenna sinna sem benda henni á staðreyndir eins og þá að kyssi strákur hana á munninn sé hann að láta vita að hann sé tilbúinn í ástarsamband.

Netsamskipti nútímans leika stórt hlutverk í myndinni sem gefur áhorfendum innsýn í flókinn, en þó svo einfaldan raunveruleika unglinga dagsins í dag.

Demi Moore leikur móður Lolu, sem er leikin af ungstirninu Miley Cyrus. Helsti keppinautur Lolu er svo leikinn af Twilight-stjörnunni fallegu Ashley Greene. Þetta er sannarlega mynd sem engin alvöru gelgja má láta fram hjá sér fara.  -trs






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.