Lífið

Óvíst hvaða borg fær Eurovision

Eins og fór líklegast fram hjá fæstum fór hin sænska Loreen með sigur af hólmi í Eurovision söngvakeppninni þetta árið. Úrslitin komu fáum á óvart og trónir hún á toppi fjölda vinsældalista víðs vegar um Evrópu.

Eins og venja er mun sigurlandið halda keppnina að ári og kemur það því í hlut nágranna okkar Svía. Þeir eru engir grænjaxlar þegar kemur að Eurovision því þetta er í fimmta skiptið sem keppnin verður haldin þar. Enn er ekki búið að ákveða hvaða borg mun hýsa hana en valið virðist standa á milli Stokkhólms og Gautaborgar.

Dagsetning keppninnar hefur þó verið staðfest og verður aðalkeppnin haldin þann 13. maí 2013.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.