Er barnið þitt með fælni? Íris Stefánsdóttir skrifar 5. júní 2012 06:00 Nú þegar sumarið er komið halda börnin út í sumarævintýrin með sól í hjarta og bros á vör. Við gerum sennilega flest ráð fyrir því að svona gangi þetta fyrir sig, að börn leiki glaðleg og frjálsleg úti á sumrin. Þannig er því sjálfsagt farið með flest börn en ekki öll. Meðal þeirra barna sem fá ekki fyllilega notið sín til jafns við önnur börn á sumrin eru þau sem sýna yfirþyrmandi hræðsluviðbrögð við skordýrum sem fara á kreik á þessum árstíma. Það er nóg fyrir sum börn að heyra suð í býflugu, þá hljóða þau upp yfir sig, fara jafnvel að gráta og flýja í öruggt skjól. Stundum þvertaka þessi börn fyrir að fara á þá staði sem þau vita að býflugur eða önnur skordýr halda sig. Í alvarlegustu tilvikunum treysta börn sér vart út að leika á sumrin af ótta við þessi smádýr. Þau fara því á mis við margt af því sem sumarævintýrin hafa upp á að bjóða. Þetta vandamál nefnist á sálfræðimáli fælni. Í daglegu tali er oft talað um fóbíur. Fælni er algengasta kvíðavandamálið meðal barna og er talið að um það bil 2-4% barna glími við fælni. En hvað er fælni og hvernig lýsir hún sér hjá börnum? Fælni er yfirþyrmandi, óraunhæfur og þrálátur ótti sem beinist að tilteknum hlutum og aðstæðum. Barn sem glímir við fælni forðast yfirleitt að mæta þessum hlutum og aðstæðum eða upplifir mikla vanlíðan þegar það er í návist þeirra. Algengt er að fælni barna beinist að dýrum (aðallega býflugum, hundum), myrkri (geta ekki sofið ein á nóttunni), blóði og sprautum, lækna- og tannlæknastofum, lyftum, vatni, háum stöðum. Einnig eru dæmi um að fælni beinist að því að kafna, kasta upp, smitast af sjúkdómum, að fuglum, músum, óveðri, jarðgöngum, brúm, fólki í búningum, ferðast með farartækjum eins og flugvélum, skipum og bílum. Engin einhlít skýring liggur að baki fælni eða öðrum kvíðavanda hjá börnum. Oftast er um samspil erfða og umhverfis að ræða. Þannig er talið að tilhneiging til kvíða geti erfst en að ýmsir þættir í umhverfi barna, eins og hegðunarmynstur og uppeldisaðferðir foreldra eða annarra í kringum þau geti styrkt þessa eðlislægu tilhneigingu. Þar sem foreldrar eru mikilvægustu fyrirmyndir barna sinna má búast við að þau takist á líkan hátt við heiminn og þeir. Ef foreldri er með fælni og forðast aðstæður, getur barnið lært að höndla hræðslu og kvíða á þennan hátt. Uppeldisaðferðir og hvernig foreldrar bregðast við óöryggi og hræðslu barna sinna getur átt þátt í að viðhalda fælni og kvíða. Þar sem foreldrar leitast við að vernda börn sín fyrir óþægilegum hlutum er hætt við að sumir bregðist við fælni barns með ofverndun og hlífi því við aðstæðum sem það sýnir kvíða gagnvart, þótt þær séu hættulausar. Það sem hins vegar gerist er að barnið fær ekki tækifæri til að koma sér í aðstæðurnar sem kennir því að ekkert slæmt kemur fyrir það. Einnig geta áföll í sumum tilvikum ýtt undir að fælni þróast (t.d. að verða bitinn af hundi). Atferlismeðferð hefur reynst afar áhrifarík við fælni hjá börnum. Í mörgum tilvikum er fælnin meðhöndluð í einni tveggja til þriggja klukkustunda lotu, eftir að matsviðtal hefur átt sér stað. Mikilvægasti þáttur meðferðar er að láta barnið takast á við það sem það óttast í nógu litlum skrefum, þannig að kvíðinn verði aldrei of mikill. Þannig væri barn með kóngulóafælni látið horfa á kónguló í glerbúri úr fjarlægð þar til það hefur vanist því. Þar á eftir myndi barnið vera látið færa sig örlítið nær, þar til að það hefði vanist því að halda utan um glerbúrið. Að lokum ætti það að vera tilbúið að setja höndina ofan í búrið o.s.frv. Þessi aðferð er ótrúlega skjótvirk og árangursrík og mikilvægt að grípa snemma inn í þar sem fælni getur varað svo áratugum skiptir ef ekkert er að gert. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar sumarið er komið halda börnin út í sumarævintýrin með sól í hjarta og bros á vör. Við gerum sennilega flest ráð fyrir því að svona gangi þetta fyrir sig, að börn leiki glaðleg og frjálsleg úti á sumrin. Þannig er því sjálfsagt farið með flest börn en ekki öll. Meðal þeirra barna sem fá ekki fyllilega notið sín til jafns við önnur börn á sumrin eru þau sem sýna yfirþyrmandi hræðsluviðbrögð við skordýrum sem fara á kreik á þessum árstíma. Það er nóg fyrir sum börn að heyra suð í býflugu, þá hljóða þau upp yfir sig, fara jafnvel að gráta og flýja í öruggt skjól. Stundum þvertaka þessi börn fyrir að fara á þá staði sem þau vita að býflugur eða önnur skordýr halda sig. Í alvarlegustu tilvikunum treysta börn sér vart út að leika á sumrin af ótta við þessi smádýr. Þau fara því á mis við margt af því sem sumarævintýrin hafa upp á að bjóða. Þetta vandamál nefnist á sálfræðimáli fælni. Í daglegu tali er oft talað um fóbíur. Fælni er algengasta kvíðavandamálið meðal barna og er talið að um það bil 2-4% barna glími við fælni. En hvað er fælni og hvernig lýsir hún sér hjá börnum? Fælni er yfirþyrmandi, óraunhæfur og þrálátur ótti sem beinist að tilteknum hlutum og aðstæðum. Barn sem glímir við fælni forðast yfirleitt að mæta þessum hlutum og aðstæðum eða upplifir mikla vanlíðan þegar það er í návist þeirra. Algengt er að fælni barna beinist að dýrum (aðallega býflugum, hundum), myrkri (geta ekki sofið ein á nóttunni), blóði og sprautum, lækna- og tannlæknastofum, lyftum, vatni, háum stöðum. Einnig eru dæmi um að fælni beinist að því að kafna, kasta upp, smitast af sjúkdómum, að fuglum, músum, óveðri, jarðgöngum, brúm, fólki í búningum, ferðast með farartækjum eins og flugvélum, skipum og bílum. Engin einhlít skýring liggur að baki fælni eða öðrum kvíðavanda hjá börnum. Oftast er um samspil erfða og umhverfis að ræða. Þannig er talið að tilhneiging til kvíða geti erfst en að ýmsir þættir í umhverfi barna, eins og hegðunarmynstur og uppeldisaðferðir foreldra eða annarra í kringum þau geti styrkt þessa eðlislægu tilhneigingu. Þar sem foreldrar eru mikilvægustu fyrirmyndir barna sinna má búast við að þau takist á líkan hátt við heiminn og þeir. Ef foreldri er með fælni og forðast aðstæður, getur barnið lært að höndla hræðslu og kvíða á þennan hátt. Uppeldisaðferðir og hvernig foreldrar bregðast við óöryggi og hræðslu barna sinna getur átt þátt í að viðhalda fælni og kvíða. Þar sem foreldrar leitast við að vernda börn sín fyrir óþægilegum hlutum er hætt við að sumir bregðist við fælni barns með ofverndun og hlífi því við aðstæðum sem það sýnir kvíða gagnvart, þótt þær séu hættulausar. Það sem hins vegar gerist er að barnið fær ekki tækifæri til að koma sér í aðstæðurnar sem kennir því að ekkert slæmt kemur fyrir það. Einnig geta áföll í sumum tilvikum ýtt undir að fælni þróast (t.d. að verða bitinn af hundi). Atferlismeðferð hefur reynst afar áhrifarík við fælni hjá börnum. Í mörgum tilvikum er fælnin meðhöndluð í einni tveggja til þriggja klukkustunda lotu, eftir að matsviðtal hefur átt sér stað. Mikilvægasti þáttur meðferðar er að láta barnið takast á við það sem það óttast í nógu litlum skrefum, þannig að kvíðinn verði aldrei of mikill. Þannig væri barn með kóngulóafælni látið horfa á kónguló í glerbúri úr fjarlægð þar til það hefur vanist því. Þar á eftir myndi barnið vera látið færa sig örlítið nær, þar til að það hefði vanist því að halda utan um glerbúrið. Að lokum ætti það að vera tilbúið að setja höndina ofan í búrið o.s.frv. Þessi aðferð er ótrúlega skjótvirk og árangursrík og mikilvægt að grípa snemma inn í þar sem fælni getur varað svo áratugum skiptir ef ekkert er að gert.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar