Lífið

Hamingjusöm og glöð

Victoria Beckham er hamingjusöm þó hún brosi ekki á myndum.nordicphotos/getty
Victoria Beckham er hamingjusöm þó hún brosi ekki á myndum.nordicphotos/getty
Fatahönnuðurinn Victoria Beckham segist skilja vel að fólk haldi að hún sé fúllynd, enda brosi hún örsjaldan á myndum.

„Ég skapaði þessa persónu þegar ég var meðlimur í Spice Girls, en ég er ekkert eins og hún. Ég er hamingjusöm og glaðvær manneskja en mér finnst ég ekki þurfa að auglýsa það fyrir umheiminum.

Ég verð alls ekki miður mín þegar fólk segir að ég virðist óhamingjusöm því ég hugsa það sama stundum þegar ég skoða myndir af mér,“ sagði Beckham í viðtali við sjónvarpsstöðina CNN.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.