Að draga börn fyrir dómstóla Baldur Kristjánsson og Teitur Atlason skrifar 26. maí 2012 06:00 Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar, hvetur til umræðu um hælisleitendur í Fréttablaðinu nýverið. Telur hún umræður litlar og umbygging um málaflokkinn samkvæmt því lélegan. Hún spyr hvað við gerum ef holskeflu hælisleitenda ber á land hér líkt og gerst hefur hjá öðrum norrænum ríkjum. Á síðustu áratugum hafa afskaplega fáir leitað hér hælis og mjög fáir þeirra hafa fengið hæli hér sem flóttamenn. Svo rammt hefur kveðið að því síðarnefnda að haft hefur verið í flimtingum. Má segja að Íslendingar hafi hlíft sér við því að taka sinn skerf af þeim milljónum flóttamanna sem hafa flosnað upp frá heimilum sínum í leit að betra lífi eða á flótta undan morðóðum yfirvöldum heimalands síns. Við höfum óspart nýtt okkur heimild sem orðið hefur til í samstarfi Evrópuþjóða og sent flóttamenn til baka til þess lands sem þeir hafa komið fyrst til í Evrópu. Flestir flóttamanna koma frá Asíu og Afríku og við höfum nýtt okkur það úr öllu hófi reyndar að frá þessum heimsálfum er lítið um bein flug hingað. Við höfum samt bjargað mannorði okkar svolítið með því að taka við skipulögðum hópum flóttamanna sem íslensk yfirvöld velja sjálf með aðstoð Rauða krossins. Fátt nema gott er um það framtak að segja og okkur til sóma. Þó má gagnrýna það að velja sér flóttamenn. Við myndum svara ótta Kristínar Völundardóttur um offramboð á flóttamönnum þannig að lega landsins gerir það að verkum að á slíku er lítil hætta og ástæðulaust að ala á einhverjum slíkum ótta. Við eigum hins vegar að vanda okkur miklu betur við möttöku flóttamanna. Sýna þeim fulla virðingu og tillitssemi. Búa vel um þá, veita þeim lögfræðiþjónustu, flýta afgreiðslutíma og afgreiða mál þeirra eins jákvætt og rétt er að bestu manna yfirsýn. Þar eigum við að taka málin úr því andrúmslofti sem lætur sig hafa það að draga börn fyrir dómstóla og dæma þau til fangelsisvistar. Nú er það rétt hjá Kristínu að umræða er lítil og stjórnmálaflokkar hafa lítt sinnt þessum málaflokki. Ekki vantar hráefnið í stefnu. Fyrir utan mannréttindasáttmála þá hafa eftirlitsstofnanir á borð við ECRI verið örlátar á ráðleggingar til Íslendinga um hvernig taka skuli af fullri reisn og virðingu á móti flóttamönnum án þess nota bene að látið sé af fullum yfirráðum yfir landamærum. Ráðamenn ættu að fara eftir þessum ráðleggingum, hækka sig þannig í sessi meðal þjóðanna og í eigin áliti. Til að byrja með gætum við hætt að draga börn fyrir dómstóla en látið félagsmnálayfirvöld alfarið um þeirra mál. Í annan stað eiga hvorki embættimenn eða blaðamenn að tala um þessi börn eða unglinga eins og hross þegar kemur að umræðu um að greina aldur skilríkjalauss fólks. Í þriðja lagi ættum við að velja flóttamönnum vistlegri stað, reyna að sjá til þess að þeim bjóðist vinna, börnum þeirra skóli og að meðferð mála sé flýtt og þau afgreidd með eins mikilli jákvæðni og hægt er að bestu manna yfirsýn. Höfum það að leiðarljósi að enginn velur sér hlutskipti flóttamanns. Sorglegar aðstæður búa að baki hverjum einasta flóttamanni sem leitar hælis. Fólk hefur flúið heimaland sitt af ótta um líf sitt, flosnað upp frá fjölskyldu og vinum. Þeir eiga það sameiginlegt að vera að leita að betra lífi. Þeir eru auðvitað mislagnir í því og fara misgáfulegar leiðir og á því ber okkur að hafa skilning. Og Íslendingar hafa yfirhöfuð á því skilning. Við viljum gjarnan rétta öðrum hjálparhönd. Það þarf að endurspeglast í lögum, verklagi og viðmóti þeirra sem sjá um þessi mál fyrir okkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar, hvetur til umræðu um hælisleitendur í Fréttablaðinu nýverið. Telur hún umræður litlar og umbygging um málaflokkinn samkvæmt því lélegan. Hún spyr hvað við gerum ef holskeflu hælisleitenda ber á land hér líkt og gerst hefur hjá öðrum norrænum ríkjum. Á síðustu áratugum hafa afskaplega fáir leitað hér hælis og mjög fáir þeirra hafa fengið hæli hér sem flóttamenn. Svo rammt hefur kveðið að því síðarnefnda að haft hefur verið í flimtingum. Má segja að Íslendingar hafi hlíft sér við því að taka sinn skerf af þeim milljónum flóttamanna sem hafa flosnað upp frá heimilum sínum í leit að betra lífi eða á flótta undan morðóðum yfirvöldum heimalands síns. Við höfum óspart nýtt okkur heimild sem orðið hefur til í samstarfi Evrópuþjóða og sent flóttamenn til baka til þess lands sem þeir hafa komið fyrst til í Evrópu. Flestir flóttamanna koma frá Asíu og Afríku og við höfum nýtt okkur það úr öllu hófi reyndar að frá þessum heimsálfum er lítið um bein flug hingað. Við höfum samt bjargað mannorði okkar svolítið með því að taka við skipulögðum hópum flóttamanna sem íslensk yfirvöld velja sjálf með aðstoð Rauða krossins. Fátt nema gott er um það framtak að segja og okkur til sóma. Þó má gagnrýna það að velja sér flóttamenn. Við myndum svara ótta Kristínar Völundardóttur um offramboð á flóttamönnum þannig að lega landsins gerir það að verkum að á slíku er lítil hætta og ástæðulaust að ala á einhverjum slíkum ótta. Við eigum hins vegar að vanda okkur miklu betur við möttöku flóttamanna. Sýna þeim fulla virðingu og tillitssemi. Búa vel um þá, veita þeim lögfræðiþjónustu, flýta afgreiðslutíma og afgreiða mál þeirra eins jákvætt og rétt er að bestu manna yfirsýn. Þar eigum við að taka málin úr því andrúmslofti sem lætur sig hafa það að draga börn fyrir dómstóla og dæma þau til fangelsisvistar. Nú er það rétt hjá Kristínu að umræða er lítil og stjórnmálaflokkar hafa lítt sinnt þessum málaflokki. Ekki vantar hráefnið í stefnu. Fyrir utan mannréttindasáttmála þá hafa eftirlitsstofnanir á borð við ECRI verið örlátar á ráðleggingar til Íslendinga um hvernig taka skuli af fullri reisn og virðingu á móti flóttamönnum án þess nota bene að látið sé af fullum yfirráðum yfir landamærum. Ráðamenn ættu að fara eftir þessum ráðleggingum, hækka sig þannig í sessi meðal þjóðanna og í eigin áliti. Til að byrja með gætum við hætt að draga börn fyrir dómstóla en látið félagsmnálayfirvöld alfarið um þeirra mál. Í annan stað eiga hvorki embættimenn eða blaðamenn að tala um þessi börn eða unglinga eins og hross þegar kemur að umræðu um að greina aldur skilríkjalauss fólks. Í þriðja lagi ættum við að velja flóttamönnum vistlegri stað, reyna að sjá til þess að þeim bjóðist vinna, börnum þeirra skóli og að meðferð mála sé flýtt og þau afgreidd með eins mikilli jákvæðni og hægt er að bestu manna yfirsýn. Höfum það að leiðarljósi að enginn velur sér hlutskipti flóttamanns. Sorglegar aðstæður búa að baki hverjum einasta flóttamanni sem leitar hælis. Fólk hefur flúið heimaland sitt af ótta um líf sitt, flosnað upp frá fjölskyldu og vinum. Þeir eiga það sameiginlegt að vera að leita að betra lífi. Þeir eru auðvitað mislagnir í því og fara misgáfulegar leiðir og á því ber okkur að hafa skilning. Og Íslendingar hafa yfirhöfuð á því skilning. Við viljum gjarnan rétta öðrum hjálparhönd. Það þarf að endurspeglast í lögum, verklagi og viðmóti þeirra sem sjá um þessi mál fyrir okkur.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar