Að draga börn fyrir dómstóla Baldur Kristjánsson og Teitur Atlason skrifar 26. maí 2012 06:00 Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar, hvetur til umræðu um hælisleitendur í Fréttablaðinu nýverið. Telur hún umræður litlar og umbygging um málaflokkinn samkvæmt því lélegan. Hún spyr hvað við gerum ef holskeflu hælisleitenda ber á land hér líkt og gerst hefur hjá öðrum norrænum ríkjum. Á síðustu áratugum hafa afskaplega fáir leitað hér hælis og mjög fáir þeirra hafa fengið hæli hér sem flóttamenn. Svo rammt hefur kveðið að því síðarnefnda að haft hefur verið í flimtingum. Má segja að Íslendingar hafi hlíft sér við því að taka sinn skerf af þeim milljónum flóttamanna sem hafa flosnað upp frá heimilum sínum í leit að betra lífi eða á flótta undan morðóðum yfirvöldum heimalands síns. Við höfum óspart nýtt okkur heimild sem orðið hefur til í samstarfi Evrópuþjóða og sent flóttamenn til baka til þess lands sem þeir hafa komið fyrst til í Evrópu. Flestir flóttamanna koma frá Asíu og Afríku og við höfum nýtt okkur það úr öllu hófi reyndar að frá þessum heimsálfum er lítið um bein flug hingað. Við höfum samt bjargað mannorði okkar svolítið með því að taka við skipulögðum hópum flóttamanna sem íslensk yfirvöld velja sjálf með aðstoð Rauða krossins. Fátt nema gott er um það framtak að segja og okkur til sóma. Þó má gagnrýna það að velja sér flóttamenn. Við myndum svara ótta Kristínar Völundardóttur um offramboð á flóttamönnum þannig að lega landsins gerir það að verkum að á slíku er lítil hætta og ástæðulaust að ala á einhverjum slíkum ótta. Við eigum hins vegar að vanda okkur miklu betur við möttöku flóttamanna. Sýna þeim fulla virðingu og tillitssemi. Búa vel um þá, veita þeim lögfræðiþjónustu, flýta afgreiðslutíma og afgreiða mál þeirra eins jákvætt og rétt er að bestu manna yfirsýn. Þar eigum við að taka málin úr því andrúmslofti sem lætur sig hafa það að draga börn fyrir dómstóla og dæma þau til fangelsisvistar. Nú er það rétt hjá Kristínu að umræða er lítil og stjórnmálaflokkar hafa lítt sinnt þessum málaflokki. Ekki vantar hráefnið í stefnu. Fyrir utan mannréttindasáttmála þá hafa eftirlitsstofnanir á borð við ECRI verið örlátar á ráðleggingar til Íslendinga um hvernig taka skuli af fullri reisn og virðingu á móti flóttamönnum án þess nota bene að látið sé af fullum yfirráðum yfir landamærum. Ráðamenn ættu að fara eftir þessum ráðleggingum, hækka sig þannig í sessi meðal þjóðanna og í eigin áliti. Til að byrja með gætum við hætt að draga börn fyrir dómstóla en látið félagsmnálayfirvöld alfarið um þeirra mál. Í annan stað eiga hvorki embættimenn eða blaðamenn að tala um þessi börn eða unglinga eins og hross þegar kemur að umræðu um að greina aldur skilríkjalauss fólks. Í þriðja lagi ættum við að velja flóttamönnum vistlegri stað, reyna að sjá til þess að þeim bjóðist vinna, börnum þeirra skóli og að meðferð mála sé flýtt og þau afgreidd með eins mikilli jákvæðni og hægt er að bestu manna yfirsýn. Höfum það að leiðarljósi að enginn velur sér hlutskipti flóttamanns. Sorglegar aðstæður búa að baki hverjum einasta flóttamanni sem leitar hælis. Fólk hefur flúið heimaland sitt af ótta um líf sitt, flosnað upp frá fjölskyldu og vinum. Þeir eiga það sameiginlegt að vera að leita að betra lífi. Þeir eru auðvitað mislagnir í því og fara misgáfulegar leiðir og á því ber okkur að hafa skilning. Og Íslendingar hafa yfirhöfuð á því skilning. Við viljum gjarnan rétta öðrum hjálparhönd. Það þarf að endurspeglast í lögum, verklagi og viðmóti þeirra sem sjá um þessi mál fyrir okkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar, hvetur til umræðu um hælisleitendur í Fréttablaðinu nýverið. Telur hún umræður litlar og umbygging um málaflokkinn samkvæmt því lélegan. Hún spyr hvað við gerum ef holskeflu hælisleitenda ber á land hér líkt og gerst hefur hjá öðrum norrænum ríkjum. Á síðustu áratugum hafa afskaplega fáir leitað hér hælis og mjög fáir þeirra hafa fengið hæli hér sem flóttamenn. Svo rammt hefur kveðið að því síðarnefnda að haft hefur verið í flimtingum. Má segja að Íslendingar hafi hlíft sér við því að taka sinn skerf af þeim milljónum flóttamanna sem hafa flosnað upp frá heimilum sínum í leit að betra lífi eða á flótta undan morðóðum yfirvöldum heimalands síns. Við höfum óspart nýtt okkur heimild sem orðið hefur til í samstarfi Evrópuþjóða og sent flóttamenn til baka til þess lands sem þeir hafa komið fyrst til í Evrópu. Flestir flóttamanna koma frá Asíu og Afríku og við höfum nýtt okkur það úr öllu hófi reyndar að frá þessum heimsálfum er lítið um bein flug hingað. Við höfum samt bjargað mannorði okkar svolítið með því að taka við skipulögðum hópum flóttamanna sem íslensk yfirvöld velja sjálf með aðstoð Rauða krossins. Fátt nema gott er um það framtak að segja og okkur til sóma. Þó má gagnrýna það að velja sér flóttamenn. Við myndum svara ótta Kristínar Völundardóttur um offramboð á flóttamönnum þannig að lega landsins gerir það að verkum að á slíku er lítil hætta og ástæðulaust að ala á einhverjum slíkum ótta. Við eigum hins vegar að vanda okkur miklu betur við möttöku flóttamanna. Sýna þeim fulla virðingu og tillitssemi. Búa vel um þá, veita þeim lögfræðiþjónustu, flýta afgreiðslutíma og afgreiða mál þeirra eins jákvætt og rétt er að bestu manna yfirsýn. Þar eigum við að taka málin úr því andrúmslofti sem lætur sig hafa það að draga börn fyrir dómstóla og dæma þau til fangelsisvistar. Nú er það rétt hjá Kristínu að umræða er lítil og stjórnmálaflokkar hafa lítt sinnt þessum málaflokki. Ekki vantar hráefnið í stefnu. Fyrir utan mannréttindasáttmála þá hafa eftirlitsstofnanir á borð við ECRI verið örlátar á ráðleggingar til Íslendinga um hvernig taka skuli af fullri reisn og virðingu á móti flóttamönnum án þess nota bene að látið sé af fullum yfirráðum yfir landamærum. Ráðamenn ættu að fara eftir þessum ráðleggingum, hækka sig þannig í sessi meðal þjóðanna og í eigin áliti. Til að byrja með gætum við hætt að draga börn fyrir dómstóla en látið félagsmnálayfirvöld alfarið um þeirra mál. Í annan stað eiga hvorki embættimenn eða blaðamenn að tala um þessi börn eða unglinga eins og hross þegar kemur að umræðu um að greina aldur skilríkjalauss fólks. Í þriðja lagi ættum við að velja flóttamönnum vistlegri stað, reyna að sjá til þess að þeim bjóðist vinna, börnum þeirra skóli og að meðferð mála sé flýtt og þau afgreidd með eins mikilli jákvæðni og hægt er að bestu manna yfirsýn. Höfum það að leiðarljósi að enginn velur sér hlutskipti flóttamanns. Sorglegar aðstæður búa að baki hverjum einasta flóttamanni sem leitar hælis. Fólk hefur flúið heimaland sitt af ótta um líf sitt, flosnað upp frá fjölskyldu og vinum. Þeir eiga það sameiginlegt að vera að leita að betra lífi. Þeir eru auðvitað mislagnir í því og fara misgáfulegar leiðir og á því ber okkur að hafa skilning. Og Íslendingar hafa yfirhöfuð á því skilning. Við viljum gjarnan rétta öðrum hjálparhönd. Það þarf að endurspeglast í lögum, verklagi og viðmóti þeirra sem sjá um þessi mál fyrir okkur.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun