Lífið

Vill ekki vera stjarna

Tom Hardy hefur engan áhuga á stjörnuhlutverkinu.
Tom Hardy hefur engan áhuga á stjörnuhlutverkinu.
Leikarinn Tom Hardy hefur engan áhuga á að vera kvikmyndastjarna sem er sífellt í sviðsljósinu.

„Ég komst að því hvernig er að vera stjarna í smá stund og hafði dálítið gaman af því. Síðan hugsaði ég með mér: „Nei, ég vil fara aftur að vinna,“ sagði Hardy við AP-fréttastofuna. Hann er staddur á kvikmyndahátíðinni í Cannes til að kynna myndina Lawless. „Ég tek alveg nógu mikla áhættu í lífinu. Ég er alveg nógu klikkaður fyrir,“ bætti hann við.

Hardy leikur einnig í The Dark Knight Rises sem kemur í bíó í sumar. „Þegar ég er í vinnunni er ég mjög agaður. Það gefur lífinu gildi,“ sagði hann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.