Ráðherrann og samræðugenin Óðinn Sigþórsson skrifar 21. maí 2012 06:00 Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra skrifaði einkar athyglisverða grein í Fréttablaðið sl. fimmtudag sem bar yfirskriftina „Leitin að samræðugeninu". Þar setti hún fram þá kenningu, að það vantaði samræðugenin í Íslendinga. Taldi umhverfisráðherra að þetta væri bagalegt fyrir stjórnsýsluna þegar marka þarf stefnu í hinum ýmsu málaflokkum. Ég held að þarna hafi ráðherrann algjörlega hitt naglann á höfuðið. Þetta er nefnilega lýsandi fyrir reynslu okkar landeigenda af samskiptum við umhverfisráðuneytið. Tilfinnanlegur skortur á samræðugenum innan ráðuneytisins hefur gert það að verkum, að við undibúning frumvarpa sem snerta ríka hagsmuni landeigenda, hefur ekki tekist að neinu marki, að eiga samræður við ráðherrann eða starfsmenn hennar. Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp til breytinga á lögum um náttúrvernd, sem lýtur m.a. að ákvæðum um umferðarrétt landeigenda innan eignarlanda á vélknúnum ökutækjum. Í frumvarpinu eru réttindi landeigenda til að fara um eigið land á ökutækjum lögð að jöfnu við rétt almennings til umferðar innan eignarlanda. Við höfum reynt að ná eyrum ráðherrans til að eiga samræður við hana um að ekkert liggur fyrir um að landeigendur séu að skemma eignarlönd sín með torfæruakstri, jafnframt því sem við hvetjum til að löggjafinn setji markviss ákvæði í lög sem geti komið í veg fyrir skemmdir á hálendinu vegna aksturs ökutækja. En skortur á samræðugenunum hefur valdið því, að við undirbúning frumvarpsins fóru engar samræður fram við landeigendur, né samtök þeirra. Þvert á mót virðist allt kapp hafa verið lagt á að ræða þessi mál ekki við okkur. Svo rammt kveður að þessum títtnefnda samræðugenaskorti, að þegar fulltrúar Landssamtaka landeigenda voru kvaddir fyrir umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, var beinlínis tekið fram, að þetta ákvæði frumvarpsins væri ekki til umræðu. Nú er það svo, að hjá umhverfisráðuneytinu og undirstofnunum þess vinna um 500 manns (tölur frá utn. ESB). Ef samræðugenið vantar nú í þetta fólk, þá er ekki nema von að stjórnsýslan sé í þeim vanda sem við blasir. Það er því verðugt verkefni fyrir ráðherrann að fara nú að rækta samræðugenið með sjálfri sér og starfsmönnum sínum áður en hugað er að frekari smíðum frumvarpa sem ganga freklega á réttindi landeigenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Leitin að samræðugeninu Eitt stærsta hlutverk stjórnmálanna er að viðhalda samræðu á milli þriggja mikilvægra þátta samfélagsins; stjórnsýslunnar, sérfræðinga og almennings. Með því að halda þessu jafnvægi má tryggja að opinber stefnumótun byggi á ólíkum sjónarmiðum og þar með tryggja lýðræðislegan framgang samfélagsins. 17. maí 2012 06:00 Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra skrifaði einkar athyglisverða grein í Fréttablaðið sl. fimmtudag sem bar yfirskriftina „Leitin að samræðugeninu". Þar setti hún fram þá kenningu, að það vantaði samræðugenin í Íslendinga. Taldi umhverfisráðherra að þetta væri bagalegt fyrir stjórnsýsluna þegar marka þarf stefnu í hinum ýmsu málaflokkum. Ég held að þarna hafi ráðherrann algjörlega hitt naglann á höfuðið. Þetta er nefnilega lýsandi fyrir reynslu okkar landeigenda af samskiptum við umhverfisráðuneytið. Tilfinnanlegur skortur á samræðugenum innan ráðuneytisins hefur gert það að verkum, að við undibúning frumvarpa sem snerta ríka hagsmuni landeigenda, hefur ekki tekist að neinu marki, að eiga samræður við ráðherrann eða starfsmenn hennar. Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp til breytinga á lögum um náttúrvernd, sem lýtur m.a. að ákvæðum um umferðarrétt landeigenda innan eignarlanda á vélknúnum ökutækjum. Í frumvarpinu eru réttindi landeigenda til að fara um eigið land á ökutækjum lögð að jöfnu við rétt almennings til umferðar innan eignarlanda. Við höfum reynt að ná eyrum ráðherrans til að eiga samræður við hana um að ekkert liggur fyrir um að landeigendur séu að skemma eignarlönd sín með torfæruakstri, jafnframt því sem við hvetjum til að löggjafinn setji markviss ákvæði í lög sem geti komið í veg fyrir skemmdir á hálendinu vegna aksturs ökutækja. En skortur á samræðugenunum hefur valdið því, að við undirbúning frumvarpsins fóru engar samræður fram við landeigendur, né samtök þeirra. Þvert á mót virðist allt kapp hafa verið lagt á að ræða þessi mál ekki við okkur. Svo rammt kveður að þessum títtnefnda samræðugenaskorti, að þegar fulltrúar Landssamtaka landeigenda voru kvaddir fyrir umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, var beinlínis tekið fram, að þetta ákvæði frumvarpsins væri ekki til umræðu. Nú er það svo, að hjá umhverfisráðuneytinu og undirstofnunum þess vinna um 500 manns (tölur frá utn. ESB). Ef samræðugenið vantar nú í þetta fólk, þá er ekki nema von að stjórnsýslan sé í þeim vanda sem við blasir. Það er því verðugt verkefni fyrir ráðherrann að fara nú að rækta samræðugenið með sjálfri sér og starfsmönnum sínum áður en hugað er að frekari smíðum frumvarpa sem ganga freklega á réttindi landeigenda.
Leitin að samræðugeninu Eitt stærsta hlutverk stjórnmálanna er að viðhalda samræðu á milli þriggja mikilvægra þátta samfélagsins; stjórnsýslunnar, sérfræðinga og almennings. Með því að halda þessu jafnvægi má tryggja að opinber stefnumótun byggi á ólíkum sjónarmiðum og þar með tryggja lýðræðislegan framgang samfélagsins. 17. maí 2012 06:00
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar