Ráðherrann og samræðugenin Óðinn Sigþórsson skrifar 21. maí 2012 06:00 Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra skrifaði einkar athyglisverða grein í Fréttablaðið sl. fimmtudag sem bar yfirskriftina „Leitin að samræðugeninu". Þar setti hún fram þá kenningu, að það vantaði samræðugenin í Íslendinga. Taldi umhverfisráðherra að þetta væri bagalegt fyrir stjórnsýsluna þegar marka þarf stefnu í hinum ýmsu málaflokkum. Ég held að þarna hafi ráðherrann algjörlega hitt naglann á höfuðið. Þetta er nefnilega lýsandi fyrir reynslu okkar landeigenda af samskiptum við umhverfisráðuneytið. Tilfinnanlegur skortur á samræðugenum innan ráðuneytisins hefur gert það að verkum, að við undibúning frumvarpa sem snerta ríka hagsmuni landeigenda, hefur ekki tekist að neinu marki, að eiga samræður við ráðherrann eða starfsmenn hennar. Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp til breytinga á lögum um náttúrvernd, sem lýtur m.a. að ákvæðum um umferðarrétt landeigenda innan eignarlanda á vélknúnum ökutækjum. Í frumvarpinu eru réttindi landeigenda til að fara um eigið land á ökutækjum lögð að jöfnu við rétt almennings til umferðar innan eignarlanda. Við höfum reynt að ná eyrum ráðherrans til að eiga samræður við hana um að ekkert liggur fyrir um að landeigendur séu að skemma eignarlönd sín með torfæruakstri, jafnframt því sem við hvetjum til að löggjafinn setji markviss ákvæði í lög sem geti komið í veg fyrir skemmdir á hálendinu vegna aksturs ökutækja. En skortur á samræðugenunum hefur valdið því, að við undirbúning frumvarpsins fóru engar samræður fram við landeigendur, né samtök þeirra. Þvert á mót virðist allt kapp hafa verið lagt á að ræða þessi mál ekki við okkur. Svo rammt kveður að þessum títtnefnda samræðugenaskorti, að þegar fulltrúar Landssamtaka landeigenda voru kvaddir fyrir umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, var beinlínis tekið fram, að þetta ákvæði frumvarpsins væri ekki til umræðu. Nú er það svo, að hjá umhverfisráðuneytinu og undirstofnunum þess vinna um 500 manns (tölur frá utn. ESB). Ef samræðugenið vantar nú í þetta fólk, þá er ekki nema von að stjórnsýslan sé í þeim vanda sem við blasir. Það er því verðugt verkefni fyrir ráðherrann að fara nú að rækta samræðugenið með sjálfri sér og starfsmönnum sínum áður en hugað er að frekari smíðum frumvarpa sem ganga freklega á réttindi landeigenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Leitin að samræðugeninu Eitt stærsta hlutverk stjórnmálanna er að viðhalda samræðu á milli þriggja mikilvægra þátta samfélagsins; stjórnsýslunnar, sérfræðinga og almennings. Með því að halda þessu jafnvægi má tryggja að opinber stefnumótun byggi á ólíkum sjónarmiðum og þar með tryggja lýðræðislegan framgang samfélagsins. 17. maí 2012 06:00 Mest lesið Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra skrifaði einkar athyglisverða grein í Fréttablaðið sl. fimmtudag sem bar yfirskriftina „Leitin að samræðugeninu". Þar setti hún fram þá kenningu, að það vantaði samræðugenin í Íslendinga. Taldi umhverfisráðherra að þetta væri bagalegt fyrir stjórnsýsluna þegar marka þarf stefnu í hinum ýmsu málaflokkum. Ég held að þarna hafi ráðherrann algjörlega hitt naglann á höfuðið. Þetta er nefnilega lýsandi fyrir reynslu okkar landeigenda af samskiptum við umhverfisráðuneytið. Tilfinnanlegur skortur á samræðugenum innan ráðuneytisins hefur gert það að verkum, að við undibúning frumvarpa sem snerta ríka hagsmuni landeigenda, hefur ekki tekist að neinu marki, að eiga samræður við ráðherrann eða starfsmenn hennar. Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp til breytinga á lögum um náttúrvernd, sem lýtur m.a. að ákvæðum um umferðarrétt landeigenda innan eignarlanda á vélknúnum ökutækjum. Í frumvarpinu eru réttindi landeigenda til að fara um eigið land á ökutækjum lögð að jöfnu við rétt almennings til umferðar innan eignarlanda. Við höfum reynt að ná eyrum ráðherrans til að eiga samræður við hana um að ekkert liggur fyrir um að landeigendur séu að skemma eignarlönd sín með torfæruakstri, jafnframt því sem við hvetjum til að löggjafinn setji markviss ákvæði í lög sem geti komið í veg fyrir skemmdir á hálendinu vegna aksturs ökutækja. En skortur á samræðugenunum hefur valdið því, að við undirbúning frumvarpsins fóru engar samræður fram við landeigendur, né samtök þeirra. Þvert á mót virðist allt kapp hafa verið lagt á að ræða þessi mál ekki við okkur. Svo rammt kveður að þessum títtnefnda samræðugenaskorti, að þegar fulltrúar Landssamtaka landeigenda voru kvaddir fyrir umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, var beinlínis tekið fram, að þetta ákvæði frumvarpsins væri ekki til umræðu. Nú er það svo, að hjá umhverfisráðuneytinu og undirstofnunum þess vinna um 500 manns (tölur frá utn. ESB). Ef samræðugenið vantar nú í þetta fólk, þá er ekki nema von að stjórnsýslan sé í þeim vanda sem við blasir. Það er því verðugt verkefni fyrir ráðherrann að fara nú að rækta samræðugenið með sjálfri sér og starfsmönnum sínum áður en hugað er að frekari smíðum frumvarpa sem ganga freklega á réttindi landeigenda.
Leitin að samræðugeninu Eitt stærsta hlutverk stjórnmálanna er að viðhalda samræðu á milli þriggja mikilvægra þátta samfélagsins; stjórnsýslunnar, sérfræðinga og almennings. Með því að halda þessu jafnvægi má tryggja að opinber stefnumótun byggi á ólíkum sjónarmiðum og þar með tryggja lýðræðislegan framgang samfélagsins. 17. maí 2012 06:00
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun