Skoðun

Ekki meira málþóf

Hanna G. Kristinsdóttir skrifar
Á næstu dögum kemur í ljós hvort Alþingi leggur nýja stjórnarskrá stjórnlagaráðs í þjóðaratkvæðagreiðslu í haust.

Málið varð málþófi að bráð fyrir páska og því síðustu forvöð að þjóðin fái að segja sína skoðun. Sem kjósandi og áhugamaður um bætta stjórnarhætti tel ég ólíðandi að nokkrar þingmannshræður geti haldið þessu hlaðborði frá þjóðinni með málæði einu saman.

Álit landsmanna skiptir hér sköpum og andspyrna þingmanna er forkastanleg, sérstaklega í ljósi þess að þinginu hefur ekki tekist áratugum saman að semja nýja stjórnarskrá.

Þjóðaratkvæðagreiðsla um nýja stjórnarskrá klárar þann lýðræðislega feril sem hófst með þjóðfundi 2010, vinnu stjórnlaganefndar og loks stjórnlagaráðs.

Hún knýr fram þjóðarvilja sem ber að virða. Alþingi ber að hefja sig upp úr farvegi flokkadrátta og lenda þessu máli eins og virðingu þess sæmir. Annað er okkur kjósendum ekki boðlegt.




Skoðun

Sjá meira


×