Erlent

Grikkir tæma bankareikninga

panagiotis pikrammenos
panagiotis pikrammenos
Grikkir hafa undanfarna daga og vikur flykkst í hraðbanka til að taka út peninga, af ótta við að Grikkland yfirgefi evrusvæðið og gamla drakman verði tekin upp í staðinn.

Síðan um síðustu helgi hafa verið teknar út að minnsta kosti 900 milljónir evra af reikningum landsmanna, að því er þýska fréttastofan dpa-AFX hefur eftir heimildarmönnum sínum.

Nýkjörið þing kom saman í fyrsta sinn í gær og var ákveðið að nýjar kosningar verði haldnar 17. júní, þar sem ekki tókst að mynda ríkisstjórn. Samkomulag hefur tekist um að Panagiotis Pikrammenos, forseti gríska ríkisráðsins, verði forsætisráðherra bráðabirgðastjórnar, sem fer með völdin þar til nýtt þing hefur verið kosið. Þá var samþykkt að bráðabirgðastjórnin hafi ekki heimild til að taka skuldbindandi ákvarðanir fyrir hönd gríska ríkisins.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×