Af hverju látum við ekki útgerðarmennina sjálfa ákveða hæfilegt veiðigjald? Jónas Guðmundsson skrifar 10. maí 2012 06:00 Útvegsmannafélagið beinir því í auglýsingum til sveitarstjórna að leggjast gegn kvótafrumvörpum ríkisstjórnarinnar. Áskorunin snýst um að verja óbreytt fiskveiðistjórnunarkerfi. Útvegsmannafélagið ætti fremur að beina þeirri spurningu til sveitarfélaga víða um land, sérstaklega þorpa og bæja á Vestfjörðum, hvort kvótakerfið hafi reynst þéttbýlistöðunum vel eða illa. Ein vísbending um gott gengi eru flutningar fólks til og frá stöðunum. Gefa þeir tilefni til að halda í óbreytt kerfi um fiskveiðar, grunnatvinnuveginn í þessum dreifðum byggðum landsins? „Þorpið er að þurrkast út“ syngja poppararnir. Nýjasta slagorðið í kvótaumræðunni hljóðar eitthvað á þá leið að með breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu eigi að „aumingja¬væða landsbyggðina“. Í hvaða skilningi ætli það sé? Er verið að bjóða óverðugu fólki til leiks í veiðum og vinnslu? Eða er átt við að aðstaða fólks verði jöfnuð um of — að arðurinn af fiskveiðunum muni ekki lengur safnast upp hjá fámennum og lokuðum hópi útgerðarmanna, sem hingað til hafi þó altént getað haldið stöðunum uppi, látið hlutina gerast? En ætli það sé reyndin? Kom það ekki fram að kvótinn á Flateyri hafi farið til húsnæðisbrasks í Berlín? Ætli íbúar þorpsins hafi fyllst vellíðan að vita af því? Ætli það væri ekki affarasælla að arðurinn af fiskveiðunum gengi til almannaheilla, til fjárfestinga í innviðum samfélaganna um landið, til uppbyggingar samgönguleiða og þjónustu, eða til nýsköpunarstarfs? Til fjárfestingar í fólki og samfélagi þess? Skilaboð LÍÚ og undirfélaga virðast hins vegar ganga út á að hræða endanlega líftóruna úr fólkinu: þótt gengið hafi misjafnlega þá muni bara ganga enn verr ef hróflað verður við sérhagsmunasniðnu fiskveiðistjórnarkerfi undanfarins aldarfjórðungs. Hitt er svo annað mál að þeim röddum fjölgar sem finnst ekki nógu langt gengið til breytinga með þeim frumvörpum sem fyrir liggja. Að með þeim séu forréttindi fárra í raun tryggð í marga áratugi, ef ekki til eilífðar. Að þar sé ekki gert ráð fyrir hlutlausum mælikvarða til að meta þau gæði sem einstaklingum er úthlutað. Með markaðsviðskiptum innan hvers svæðis myndu þeir sem stunda eða vilja stunda útgerðina sjálfir ákveða hvað þeir treysta sér til að greiða mikið til samfélagsins fyrir kvótann. Hvers vegna ekki? Kannski er best að fresta breytingum þar til hægt er að gera þær almennilega, með fullu endurgjaldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Skoðun Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Útvegsmannafélagið beinir því í auglýsingum til sveitarstjórna að leggjast gegn kvótafrumvörpum ríkisstjórnarinnar. Áskorunin snýst um að verja óbreytt fiskveiðistjórnunarkerfi. Útvegsmannafélagið ætti fremur að beina þeirri spurningu til sveitarfélaga víða um land, sérstaklega þorpa og bæja á Vestfjörðum, hvort kvótakerfið hafi reynst þéttbýlistöðunum vel eða illa. Ein vísbending um gott gengi eru flutningar fólks til og frá stöðunum. Gefa þeir tilefni til að halda í óbreytt kerfi um fiskveiðar, grunnatvinnuveginn í þessum dreifðum byggðum landsins? „Þorpið er að þurrkast út“ syngja poppararnir. Nýjasta slagorðið í kvótaumræðunni hljóðar eitthvað á þá leið að með breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu eigi að „aumingja¬væða landsbyggðina“. Í hvaða skilningi ætli það sé? Er verið að bjóða óverðugu fólki til leiks í veiðum og vinnslu? Eða er átt við að aðstaða fólks verði jöfnuð um of — að arðurinn af fiskveiðunum muni ekki lengur safnast upp hjá fámennum og lokuðum hópi útgerðarmanna, sem hingað til hafi þó altént getað haldið stöðunum uppi, látið hlutina gerast? En ætli það sé reyndin? Kom það ekki fram að kvótinn á Flateyri hafi farið til húsnæðisbrasks í Berlín? Ætli íbúar þorpsins hafi fyllst vellíðan að vita af því? Ætli það væri ekki affarasælla að arðurinn af fiskveiðunum gengi til almannaheilla, til fjárfestinga í innviðum samfélaganna um landið, til uppbyggingar samgönguleiða og þjónustu, eða til nýsköpunarstarfs? Til fjárfestingar í fólki og samfélagi þess? Skilaboð LÍÚ og undirfélaga virðast hins vegar ganga út á að hræða endanlega líftóruna úr fólkinu: þótt gengið hafi misjafnlega þá muni bara ganga enn verr ef hróflað verður við sérhagsmunasniðnu fiskveiðistjórnarkerfi undanfarins aldarfjórðungs. Hitt er svo annað mál að þeim röddum fjölgar sem finnst ekki nógu langt gengið til breytinga með þeim frumvörpum sem fyrir liggja. Að með þeim séu forréttindi fárra í raun tryggð í marga áratugi, ef ekki til eilífðar. Að þar sé ekki gert ráð fyrir hlutlausum mælikvarða til að meta þau gæði sem einstaklingum er úthlutað. Með markaðsviðskiptum innan hvers svæðis myndu þeir sem stunda eða vilja stunda útgerðina sjálfir ákveða hvað þeir treysta sér til að greiða mikið til samfélagsins fyrir kvótann. Hvers vegna ekki? Kannski er best að fresta breytingum þar til hægt er að gera þær almennilega, með fullu endurgjaldi.
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar