Fylgi nýnasista vex hratt 1. maí 2012 04:00 Þrátt fyrir augljós áhrif frá myndmáli þýskra nasista vilja liðsmenn Gylltrar dögunar ekki láta kalla sig nýnasista. Fréttablaðið/AP Samkvæmt skoðanakönnunum gætu þingkosningarnar í Grikklandi, sem haldnar verða um næstu helgi, skilað Gylltri dögun, litlum flokki þjóðernisöfgamanna, um það bil fimm prósentum atkvæða. Það er vel yfir þriggja prósenta markinu, sem þarf til að komast á þing. Flokkurinn var stofnaður fyrir nærri tveimur áratugum en hefur dregið að sér fylgi í efnahagsþrengingunum, sem hafa kostað fjölda fólks atvinnu og eftirlaun. Margir kjósendur virðast ætla að forðast hófsamari flokka sem hafa verið við stjórnvölinn síðustu árin, hvort heldur þeir eru á vinstri eða hægri kantinum. Fólki finnst það svikið og leitar heldur til jaðarflokka sem hafa uppi stóryrði og boða róttækar breytingar. „Gyllt dögun er á móti þessu spillta valdakerfi. Allir þeir sem bera ábyrgð á sóun almannafjár verða að fara í fangelsi. Það er forgangsmál okkar,“ segir Ilias Kasidiaris, rúmlega þrítugur flokksfélagi sem var um skeið í sérsveit gríska hersins. Félagar flokksins klæðast svörtu, bera fána sem minna á þýska nasista frá Hitlerstímanum og merki flokksins er greinilega ættað frá nasistum. Samt neita þeir tengslum við þýska nasista, enda voru feður þeirra margra í andspyrnuhreyfingunni í Grikklandi og börðust gegn hernámi Þjóðverja. „Við erum grískir þjóðernissinnar. Ekkert meira og ekkert minna en það,“ segir Kasidiaris. Þeir hafa farið víða um land í kosningabaráttu sinni og heimsækja kaffihús og verslanir til að ræða við fólk. Þeir hafa safnað bæði matargjöfum og fötum til að afhenda fólki sem á í erfiðleikum. Þeir lofa því að reka útlendinga úr landi og tryggja öryggi fólks gegn glæpamönnum. Meðal annars vilja þeir loka landamærunum með jarðsprengjubelti til að koma í veg fyrir straum ólöglegra innflytjenda til Grikklands frá nágrannaríkjunum. Innflytjendur hafa sumir orðið illa fyrir barðinu á þessum harðskeyttu þjóðernissinnum undanfarnar vikur og mánuði. Afleiðingarnar hefur meðal annars mátt sjá á sjúkrahúsum. Mohammed, ungur maður frá Pakistan, liggur í sjúkrarúmi í Aþenu með brotið nef, umbúðir um höfuðið og hönd í gifsi. Á sunnudagskvöldið réðust 25 manns á Mohammed og félaga hans. „Þeir spurðu bara hvaða landi við kæmum frá og fóru svo að berja okkur – með höndum og spýtum og járnstöng,“ segir Ahmad, félagi Mohammeds. Ahmad er ekki á sjúkrahúsi en meiddist engu að síður á höfði og höndum. Þeir hafa ekki látið lögregluna vita af árásinni og vilja ekki koma fram í fjölmiðlum undir fullu nafni. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Fleiri fréttir „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Sjá meira
Samkvæmt skoðanakönnunum gætu þingkosningarnar í Grikklandi, sem haldnar verða um næstu helgi, skilað Gylltri dögun, litlum flokki þjóðernisöfgamanna, um það bil fimm prósentum atkvæða. Það er vel yfir þriggja prósenta markinu, sem þarf til að komast á þing. Flokkurinn var stofnaður fyrir nærri tveimur áratugum en hefur dregið að sér fylgi í efnahagsþrengingunum, sem hafa kostað fjölda fólks atvinnu og eftirlaun. Margir kjósendur virðast ætla að forðast hófsamari flokka sem hafa verið við stjórnvölinn síðustu árin, hvort heldur þeir eru á vinstri eða hægri kantinum. Fólki finnst það svikið og leitar heldur til jaðarflokka sem hafa uppi stóryrði og boða róttækar breytingar. „Gyllt dögun er á móti þessu spillta valdakerfi. Allir þeir sem bera ábyrgð á sóun almannafjár verða að fara í fangelsi. Það er forgangsmál okkar,“ segir Ilias Kasidiaris, rúmlega þrítugur flokksfélagi sem var um skeið í sérsveit gríska hersins. Félagar flokksins klæðast svörtu, bera fána sem minna á þýska nasista frá Hitlerstímanum og merki flokksins er greinilega ættað frá nasistum. Samt neita þeir tengslum við þýska nasista, enda voru feður þeirra margra í andspyrnuhreyfingunni í Grikklandi og börðust gegn hernámi Þjóðverja. „Við erum grískir þjóðernissinnar. Ekkert meira og ekkert minna en það,“ segir Kasidiaris. Þeir hafa farið víða um land í kosningabaráttu sinni og heimsækja kaffihús og verslanir til að ræða við fólk. Þeir hafa safnað bæði matargjöfum og fötum til að afhenda fólki sem á í erfiðleikum. Þeir lofa því að reka útlendinga úr landi og tryggja öryggi fólks gegn glæpamönnum. Meðal annars vilja þeir loka landamærunum með jarðsprengjubelti til að koma í veg fyrir straum ólöglegra innflytjenda til Grikklands frá nágrannaríkjunum. Innflytjendur hafa sumir orðið illa fyrir barðinu á þessum harðskeyttu þjóðernissinnum undanfarnar vikur og mánuði. Afleiðingarnar hefur meðal annars mátt sjá á sjúkrahúsum. Mohammed, ungur maður frá Pakistan, liggur í sjúkrarúmi í Aþenu með brotið nef, umbúðir um höfuðið og hönd í gifsi. Á sunnudagskvöldið réðust 25 manns á Mohammed og félaga hans. „Þeir spurðu bara hvaða landi við kæmum frá og fóru svo að berja okkur – með höndum og spýtum og járnstöng,“ segir Ahmad, félagi Mohammeds. Ahmad er ekki á sjúkrahúsi en meiddist engu að síður á höfði og höndum. Þeir hafa ekki látið lögregluna vita af árásinni og vilja ekki koma fram í fjölmiðlum undir fullu nafni. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Fleiri fréttir „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Sjá meira