Beðið eftir kæru frá foreldrum 30. apríl 2012 08:00 Eftir rúmlega þriggja áratuga bið er nú hafinn undirbúningur að byggingu íþróttahúss og sundlaugar við Klettaskóla (áður Öskjuhlíðarskóla). Þetta er mikið gleðiefni fyrir nemendur, foreldra og starfsfólk skólans, svo og alla þá sem láta sig skólagöngu barna með þroskahömlun varða. Góð aðstaða til þjálfunar og íþrótta gerir góðan skóla enn betri. Því miður hafa ekki öll börn með þroskaröskun aðgang að skólanum en samkvæmt inntökureglum sem tóku gildi árið 2008 fá börn með greindarvísitölu á bilinu 50 til 70 (meðalgreindarvísitala er 100) ekki inngöngu í skólann nema þau hafi alvarlegar viðbótarfatlanir. Þrátt fyrir ötula baráttu aðstandenda þroskaskertra barna og velunnara skólans hefur ekki tekist að fá þessari mismunun aflétt. Menntamálaráðuneytið vill ekki taka opinbera afstöðu til lögmætis (eða lögleysu) þessara inntökuskilyrða fyrr en kæra berst frá forráðamanni barns sem hefur verið neitað um skólavist í skólanum. Engin sérúrræði eru nú til fyrir þessi börn þótt grunnskólalög kveði á um annað. Barn sem er „bara“ með þroskahömlun eins og að ofan greinir, verður að ganga í almennan skóla. Ef gera á vel við barn með þroskahömlun þarf að bjóða upp á þjónustu sérhæfðs fagfólks eins og þroskaþjálfa, sérkennara, talþjálfa, iðjuþjálfa og sjúkraþjálfara. Öll börn með þroskahömlun (ekki bara sum) ættu að hafa aðgang að þjónustu þessa fagfólks hvort sem það er í sérskóla eða almennum skóla. En vinna fagfólks kostar peninga. Sú fjárupphæð sem Reykjavíkurborg greiðir fyrir þjónustu við þroskahamlað barn í almennum skóla nægir (í besta falli) tæplega til að greiða ófaglærðum stuðningsfulltrúa laun fyrir að sinna barninu. Ef skólastjórnendur velja að veita barninu meiri þjónustu er það á kostnað þjónustu við aðra nemendur sem þurfa á aðstoð að halda. Í Klettaskóla starfar fjöldi fagfólks auk annarra afbragðs starfsmanna og nemendur njóta þar þjálfunar og kennslu hjá fólki sem hefur sérhæft sig í umönnun og kennslu barna með þroskaraskanir. Þá eru ótaldir kostir skólans sem lúta að félagslegum þörfum og mótun sjálfsmyndar. Klettaskóli er eini sérskóli landsins fyrir börn með þroskahömlun og hann ætti að standa öllum þroskaskertum börnum opinn, ekki bara sumum. Fyrir hönd starfshóps um sérskóla hvet ég foreldra sem kjósa sérskóla fyrir barn sitt en umsókn þeirra um skólavist er synjað, að kæra synjunina til menntamálaráðuneytis. Þá verður þessari mismunun vonandi aflétt og öll börn með þroskahömlun aftur boðin velkomin í skólann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Eftir rúmlega þriggja áratuga bið er nú hafinn undirbúningur að byggingu íþróttahúss og sundlaugar við Klettaskóla (áður Öskjuhlíðarskóla). Þetta er mikið gleðiefni fyrir nemendur, foreldra og starfsfólk skólans, svo og alla þá sem láta sig skólagöngu barna með þroskahömlun varða. Góð aðstaða til þjálfunar og íþrótta gerir góðan skóla enn betri. Því miður hafa ekki öll börn með þroskaröskun aðgang að skólanum en samkvæmt inntökureglum sem tóku gildi árið 2008 fá börn með greindarvísitölu á bilinu 50 til 70 (meðalgreindarvísitala er 100) ekki inngöngu í skólann nema þau hafi alvarlegar viðbótarfatlanir. Þrátt fyrir ötula baráttu aðstandenda þroskaskertra barna og velunnara skólans hefur ekki tekist að fá þessari mismunun aflétt. Menntamálaráðuneytið vill ekki taka opinbera afstöðu til lögmætis (eða lögleysu) þessara inntökuskilyrða fyrr en kæra berst frá forráðamanni barns sem hefur verið neitað um skólavist í skólanum. Engin sérúrræði eru nú til fyrir þessi börn þótt grunnskólalög kveði á um annað. Barn sem er „bara“ með þroskahömlun eins og að ofan greinir, verður að ganga í almennan skóla. Ef gera á vel við barn með þroskahömlun þarf að bjóða upp á þjónustu sérhæfðs fagfólks eins og þroskaþjálfa, sérkennara, talþjálfa, iðjuþjálfa og sjúkraþjálfara. Öll börn með þroskahömlun (ekki bara sum) ættu að hafa aðgang að þjónustu þessa fagfólks hvort sem það er í sérskóla eða almennum skóla. En vinna fagfólks kostar peninga. Sú fjárupphæð sem Reykjavíkurborg greiðir fyrir þjónustu við þroskahamlað barn í almennum skóla nægir (í besta falli) tæplega til að greiða ófaglærðum stuðningsfulltrúa laun fyrir að sinna barninu. Ef skólastjórnendur velja að veita barninu meiri þjónustu er það á kostnað þjónustu við aðra nemendur sem þurfa á aðstoð að halda. Í Klettaskóla starfar fjöldi fagfólks auk annarra afbragðs starfsmanna og nemendur njóta þar þjálfunar og kennslu hjá fólki sem hefur sérhæft sig í umönnun og kennslu barna með þroskaraskanir. Þá eru ótaldir kostir skólans sem lúta að félagslegum þörfum og mótun sjálfsmyndar. Klettaskóli er eini sérskóli landsins fyrir börn með þroskahömlun og hann ætti að standa öllum þroskaskertum börnum opinn, ekki bara sumum. Fyrir hönd starfshóps um sérskóla hvet ég foreldra sem kjósa sérskóla fyrir barn sitt en umsókn þeirra um skólavist er synjað, að kæra synjunina til menntamálaráðuneytis. Þá verður þessari mismunun vonandi aflétt og öll börn með þroskahömlun aftur boðin velkomin í skólann.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar