Erlent

Allt starfsfólkið fékk uppsögn

Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni.
Starfsmenn breska fjárfestingafyrirtækisins Aviva Investors fengu allir sent uppsagnarbréf með tölvupósti á föstudaginn.

Ekki stóð þó til að segja þeim öllum upp, heldur var tölvupósturinn sendur fyrir mistök til allra starfsmannanna. Bréfið átti einungis að fara til nokkurra starfsmanna.

Það var ekki fyrr en nærri hálftíma síðar sem starfsmannaskrifstofa fyrirtækisins uppgötvaði mistökin, og sendi þegar í stað afsökunarbréf til allra þeirra, sem ekki áttu að fá uppsagnarbréfið.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×