Örvænting grískra foreldra Ragnar Schram skrifar 20. apríl 2012 11:00 Hvers vegna leita mörg hundruð foreldrar í ESB-ríki til SOS Barnaþorpanna og biðja í örvæntingu samtökin um að taka að sér börn sín vegna fátæktar? Og það á árunum 2011 og 2012! Nú hefur þetta gerst í Grikklandi. Gríðarleg aukning atvinnuleysis, tekjuskerðingar, skattahækkanir, samdráttur í velferðarkerfinu og fjölgun réttindalítilla innflytjenda veldur því að margir foreldrar sjá sér ekki annað fært en að gefa frá sér börn sín til að tryggja velferð þeirra. Undanfarið hafa yfir þúsund foreldrar í Grikklandi leitað til SOS í ofangreindum erindagjörðum og líklega er það aðeins toppurinn á ísjakanum. Grikkir þekkja ágætlega til SOS Barnaþorpanna. Samtökin hafa sinnt barnahjálp í Grikklandi frá árinu 1975 og eru þar með þrjú barnaþorp fyrir umkomulaus börn. Þá hafa margir innflytjendur frá þriðjaheimsríkjum séð árangur af starfsemi SOS í sínum heimalöndum og liggur því kannski beinast við að þeir leiti til samtakanna. Markmið SOS er að öll börn fái þörfum sínum mætt og búi við ástúð og umhyggju. Áðurnefndir foreldrar bera ást til barna sinna, það vantar ekki. Það eru einmitt þær taugar sem knýja örvæntingarfulla foreldrana til aðgerða. En þar sem samtökin telja best fyrir börn að búa með foreldrum sínum taka þau ekki við þessum börnum, nema í algjörum undantekningartilvikum og þá í samráði við yfirvöld. Þess í stað höfum við ákveðið að stórefla Fjölskyldueflingu SOS í Grikklandi. Hún felur í sér fjölbreyttan stuðning við barnafjölskyldur svo ekki þurfi að koma til aðskilnaðar. Sem dæmi má nefna að fjölskyldur fá helstu nauðsynjar, ráðgjöf varðandi hjónabandið, fjármál, næringu, hreinlæti, uppeldi, réttindi o.fl. Þá fá yngri börn leikskólavist og eldri börn sérsniðna námsaðstoð. Öll aðstoðin miðar að því að fjölskyldan sundrist ekki og að þörfum barnanna verði mætt. Þessi Fjölskylduefling hefur hjálpað barnafjölskyldum um allan heim, sérsniðin að menningu hvers staðar og þörfum hverrar fjölskyldu. SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa ákveðið að lina þjáningar grískra foreldra í neyð með framlagi upp á 3,3 milljónir króna. Upphæðin er áhugaverð í ljósi þess að uppreiknuð framlög Íslendinga til SOS frá upphafi standa nú í 3,3 milljörðum króna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Hvers vegna leita mörg hundruð foreldrar í ESB-ríki til SOS Barnaþorpanna og biðja í örvæntingu samtökin um að taka að sér börn sín vegna fátæktar? Og það á árunum 2011 og 2012! Nú hefur þetta gerst í Grikklandi. Gríðarleg aukning atvinnuleysis, tekjuskerðingar, skattahækkanir, samdráttur í velferðarkerfinu og fjölgun réttindalítilla innflytjenda veldur því að margir foreldrar sjá sér ekki annað fært en að gefa frá sér börn sín til að tryggja velferð þeirra. Undanfarið hafa yfir þúsund foreldrar í Grikklandi leitað til SOS í ofangreindum erindagjörðum og líklega er það aðeins toppurinn á ísjakanum. Grikkir þekkja ágætlega til SOS Barnaþorpanna. Samtökin hafa sinnt barnahjálp í Grikklandi frá árinu 1975 og eru þar með þrjú barnaþorp fyrir umkomulaus börn. Þá hafa margir innflytjendur frá þriðjaheimsríkjum séð árangur af starfsemi SOS í sínum heimalöndum og liggur því kannski beinast við að þeir leiti til samtakanna. Markmið SOS er að öll börn fái þörfum sínum mætt og búi við ástúð og umhyggju. Áðurnefndir foreldrar bera ást til barna sinna, það vantar ekki. Það eru einmitt þær taugar sem knýja örvæntingarfulla foreldrana til aðgerða. En þar sem samtökin telja best fyrir börn að búa með foreldrum sínum taka þau ekki við þessum börnum, nema í algjörum undantekningartilvikum og þá í samráði við yfirvöld. Þess í stað höfum við ákveðið að stórefla Fjölskyldueflingu SOS í Grikklandi. Hún felur í sér fjölbreyttan stuðning við barnafjölskyldur svo ekki þurfi að koma til aðskilnaðar. Sem dæmi má nefna að fjölskyldur fá helstu nauðsynjar, ráðgjöf varðandi hjónabandið, fjármál, næringu, hreinlæti, uppeldi, réttindi o.fl. Þá fá yngri börn leikskólavist og eldri börn sérsniðna námsaðstoð. Öll aðstoðin miðar að því að fjölskyldan sundrist ekki og að þörfum barnanna verði mætt. Þessi Fjölskylduefling hefur hjálpað barnafjölskyldum um allan heim, sérsniðin að menningu hvers staðar og þörfum hverrar fjölskyldu. SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa ákveðið að lina þjáningar grískra foreldra í neyð með framlagi upp á 3,3 milljónir króna. Upphæðin er áhugaverð í ljósi þess að uppreiknuð framlög Íslendinga til SOS frá upphafi standa nú í 3,3 milljörðum króna.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar