Hófleg og hentug viðbygging við Landspítala Páll Torfi Önundarson skrifar 19. apríl 2012 06:00 Undanfarnar vikur og mánuði hafa með reglulegu bili birst greinar starfsmanna og stjórnenda Landspítala um nauðsyn stækkunar spítalans strax skv. uppdrætti Spital arkitekta. Í greinum þessum eru allir sammála um nauðsyn framkvæmdarinnar. Svo er einnig með höfund þessarar greinar. Það verður byggt við Hringbraut. Sú ákvörðun liggur fyrir. Það verður ekki undan því vikist að endurnýja og bæta við húsnæði Landspítala. Núverandi húsnæði er óviðunandi fyrir inniliggjandi sjúklinga og nútíma lækningar og hjúkrun, sjá t.d. ágæta grein Más Kristjánssonar og Stefaníu Arnardóttur í Fréttablaðinu 28. mars sl. Öll umræða um byggingu sjúkrahússins annars staðar en á Hringbraut á þessum tímapunkti drepur hins vegar umræðunni á dreif og kemur í veg fyrir að leitað sé bestu lausna við Hringbraut. Umræðan nú ætti að vera um stærð, haganleika og ásýnd sjúkrahússins en ekki um „einhvers staðar annars staðar einhvern tíma seinna“. Með fáum undantekningum virðast flestir sem tjá sig á vegum sjúkrahússins telja aðeins eina byggingarlausn koma til greina við Hringbrautina, þ.e. ósamþykkta risavaxna deiliskipulagstillögu Spital arkitekta, sem nú hefur verið auglýst til kynningar á vegum Skipulagsráðs Reykjavíkur. En það eru til aðrar lausnir og núverandi húsnæði er ekki ónýtt til allra nota. Mikilvægt er að fólk geri sér grein fyrir því, að það hefur ENGIN ÁKVÖRÐUN verið tekin enn þá um staðsetningu nýbyggingar innan lóðarinnar eða hönnun hennar! Það er því bókstaflega borgaraleg skylda þeirra sem til þekkja að láta í ljós skoðanir um hugsanlega haganlegri lausnir á spítala og borgarskipulaginu á þessari lóð. Og það er skylda opinberra aðila að kalla á málefnalega umfjöllun. Sá sem þetta ritar telur staðfastlega að önnur og mun minni byggingarlausn á Hringbrautarlóðinni eigi að skoðast alvarlega af óvilhöllum aðilum, sjá mynd. Tillagan hefur verið kynnt í dagblöðum, á fundum og á netinu. Þessi lausn kann að ná nauðsynlegum markmiðum, tryggja miklu betri nýtingu gömlu húsanna og tryggja betri innanhússtengingu á milli þeirra. Stækkun spítalans skv. tillögunni yrði af fullnægjandi stærð næstu 20-30 árin, þ.e. um 60.000 fm auk sjúkrahótels. Tillagan er sýnd sem grunnuppdráttur en engum fjárhæðum hefur verið varið til útfærslu hennar. Spítalinn hefur ekki viljað ræða tillöguna og því síður Spital-hópurinn enda hefur hann beina fjárhagslega hagsmuni af sinni tillögugerð. Tillagan hefur hins vegar að ósk skipulagsráðs Reykjavíkurborgar verið kynnt ráðinu enda er tillagan, ólíkt tillögu Spital-hópsins, Í SAMRÆMI VIÐ FORSÖGN skipulagsráðsins sjálfs m.t.t. byggingarmagns og staðsetningar. Tillagan gengur út á það að byggja sjúkrahúsið norðan gömlu Hringbrautarinnar þar sem gamli hjúkrunarskólinn og Eirberg stendur nú sem og með því að stækka K-byggingu sjúkrahússins nyrst á lóðinni. Læknagarður verði stækkaður a.m.k. sem nemur þörfum námsbrautar í hjúkrun o.fl. og verður „Heilsugarður“. Þá verði byggður tengigangur milli nýja sjúkrahússins og yfir í kvennadeild (og þar með barnaspítalann) en með því styttast öll hlaup um ganga sjúkrahússins. Flest bílastæði verða neðan gömlu Hringbrautar. Þetta er hægt og málefnaleg mótrök hafa ekki verið sýnd undirrituðum. Forsvarsmaður Spital-hópsins segir hugmyndina „galna“, sem er ekki málefnalegt orðbragð og gæti bent til rökþrots eða hagsmunaáreksturs. Ásýndarskaði borgarinnar af vel teiknaðri byggingu á efri lóð verður lítill að mati undirritaðs, öfugt við tillögu Spital-hópsins, sem byrgir sýn að gamla spítalanum og er um þrefalt stærri í fermetrum og nýtir illa gömlu húsin. Með þessu móti næst að stækka spítalann í um 120.000 fermetra úr 90.000 í dag (60.000 á Hringbraut og 30.000 í Fossvogi), sem ætti að vera fullnægjandi næstu 20-30 árin miðað við norska staðla. Nýju húsin, sem hægt er að taka í notkun í áföngum, munu þjóna bráðastarfsemi, skurðstofum, gjörgæslu, röntgendeildum, nýjum mannsæmandi legudeildum og rannsóknastofum en skrifstofur, göngudeildir og ýmis stoðþjónusta færist í gömlu húsin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Undanfarnar vikur og mánuði hafa með reglulegu bili birst greinar starfsmanna og stjórnenda Landspítala um nauðsyn stækkunar spítalans strax skv. uppdrætti Spital arkitekta. Í greinum þessum eru allir sammála um nauðsyn framkvæmdarinnar. Svo er einnig með höfund þessarar greinar. Það verður byggt við Hringbraut. Sú ákvörðun liggur fyrir. Það verður ekki undan því vikist að endurnýja og bæta við húsnæði Landspítala. Núverandi húsnæði er óviðunandi fyrir inniliggjandi sjúklinga og nútíma lækningar og hjúkrun, sjá t.d. ágæta grein Más Kristjánssonar og Stefaníu Arnardóttur í Fréttablaðinu 28. mars sl. Öll umræða um byggingu sjúkrahússins annars staðar en á Hringbraut á þessum tímapunkti drepur hins vegar umræðunni á dreif og kemur í veg fyrir að leitað sé bestu lausna við Hringbraut. Umræðan nú ætti að vera um stærð, haganleika og ásýnd sjúkrahússins en ekki um „einhvers staðar annars staðar einhvern tíma seinna“. Með fáum undantekningum virðast flestir sem tjá sig á vegum sjúkrahússins telja aðeins eina byggingarlausn koma til greina við Hringbrautina, þ.e. ósamþykkta risavaxna deiliskipulagstillögu Spital arkitekta, sem nú hefur verið auglýst til kynningar á vegum Skipulagsráðs Reykjavíkur. En það eru til aðrar lausnir og núverandi húsnæði er ekki ónýtt til allra nota. Mikilvægt er að fólk geri sér grein fyrir því, að það hefur ENGIN ÁKVÖRÐUN verið tekin enn þá um staðsetningu nýbyggingar innan lóðarinnar eða hönnun hennar! Það er því bókstaflega borgaraleg skylda þeirra sem til þekkja að láta í ljós skoðanir um hugsanlega haganlegri lausnir á spítala og borgarskipulaginu á þessari lóð. Og það er skylda opinberra aðila að kalla á málefnalega umfjöllun. Sá sem þetta ritar telur staðfastlega að önnur og mun minni byggingarlausn á Hringbrautarlóðinni eigi að skoðast alvarlega af óvilhöllum aðilum, sjá mynd. Tillagan hefur verið kynnt í dagblöðum, á fundum og á netinu. Þessi lausn kann að ná nauðsynlegum markmiðum, tryggja miklu betri nýtingu gömlu húsanna og tryggja betri innanhússtengingu á milli þeirra. Stækkun spítalans skv. tillögunni yrði af fullnægjandi stærð næstu 20-30 árin, þ.e. um 60.000 fm auk sjúkrahótels. Tillagan er sýnd sem grunnuppdráttur en engum fjárhæðum hefur verið varið til útfærslu hennar. Spítalinn hefur ekki viljað ræða tillöguna og því síður Spital-hópurinn enda hefur hann beina fjárhagslega hagsmuni af sinni tillögugerð. Tillagan hefur hins vegar að ósk skipulagsráðs Reykjavíkurborgar verið kynnt ráðinu enda er tillagan, ólíkt tillögu Spital-hópsins, Í SAMRÆMI VIÐ FORSÖGN skipulagsráðsins sjálfs m.t.t. byggingarmagns og staðsetningar. Tillagan gengur út á það að byggja sjúkrahúsið norðan gömlu Hringbrautarinnar þar sem gamli hjúkrunarskólinn og Eirberg stendur nú sem og með því að stækka K-byggingu sjúkrahússins nyrst á lóðinni. Læknagarður verði stækkaður a.m.k. sem nemur þörfum námsbrautar í hjúkrun o.fl. og verður „Heilsugarður“. Þá verði byggður tengigangur milli nýja sjúkrahússins og yfir í kvennadeild (og þar með barnaspítalann) en með því styttast öll hlaup um ganga sjúkrahússins. Flest bílastæði verða neðan gömlu Hringbrautar. Þetta er hægt og málefnaleg mótrök hafa ekki verið sýnd undirrituðum. Forsvarsmaður Spital-hópsins segir hugmyndina „galna“, sem er ekki málefnalegt orðbragð og gæti bent til rökþrots eða hagsmunaáreksturs. Ásýndarskaði borgarinnar af vel teiknaðri byggingu á efri lóð verður lítill að mati undirritaðs, öfugt við tillögu Spital-hópsins, sem byrgir sýn að gamla spítalanum og er um þrefalt stærri í fermetrum og nýtir illa gömlu húsin. Með þessu móti næst að stækka spítalann í um 120.000 fermetra úr 90.000 í dag (60.000 á Hringbraut og 30.000 í Fossvogi), sem ætti að vera fullnægjandi næstu 20-30 árin miðað við norska staðla. Nýju húsin, sem hægt er að taka í notkun í áföngum, munu þjóna bráðastarfsemi, skurðstofum, gjörgæslu, röntgendeildum, nýjum mannsæmandi legudeildum og rannsóknastofum en skrifstofur, göngudeildir og ýmis stoðþjónusta færist í gömlu húsin.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun