Hverjir vilja láta blekkja sig? Magnús S. Magnússon skrifar 16. apríl 2012 07:00 Öðru hverju undanfarna áratugi, en oftar undanfarin ár í tengslum við fyrirlestra mína um trú og trúarbrögð á alþjóðlegum ráðstefnum í Bandaríkjunum og Evrópu á sviði trúarvísinda (www.sssrweb.org) og líffræði mannlegs atferlis (www.ishe.org) hef ég öðru hverju hitt guðfræðinga. Þeir eru sérfræðingar í málum guða, m.a. skapara og einræðisherra himins og jarðar, þ.e. guðs Gyðinga (Jehovah) og síðar einnig guðs kristinna og ríkis- og herguðs Rómverja samkvæmt ákvörðun einræðisherra (um 300) með tilheyrandi ólýsanlegum ofsóknum gegn öllum öðruvísi þenkjandi. Síðan einnig guðs Múhameðstrúarmanna (nærri 700, kallaður Allah). Líklega ættuð frá einræðisríki Egypta barst þessi uppáhaldsspegilfyrirmynd einræðisherra hingað (um 1000) – á sverðsoddi einráðs konungs – um 850 árum fyrir þróunarkenningu Darwins og 900 árum áður en mannkynið vissi hvað stjörnuþoka var hvað þá um 100 milljarða slíkra, hver með um 100 milljarða stjarna. Ofannefndir guðfræðingar trúa ekki á tilveru neinna guða, heldur ekki þess sem gat einkason með konu annars, en lét deyja á rómversku pyntingadrápstæki rétt eins og þau hundrað börn sem nú deyja úr hungri á hverri klukkustund. En þeir eru sammála um mikilvægi þess að halda vitgrönnum og óstýrilátum lýðnum (sumir sögðu skrílnum) í skefjum og til þess væru trú og trúarbrögð þrautreynd tæki. Hafa þeir e.t.v. meiri trú á mátt blekkinga en upplýsingar og lýðræðis? Í bernsku heyrði ég presta ríkiskirkjunnar lýsa – sem heilögum sannleika – tilveru almáttugrar ósýnilegrar ofurveru, sem þeir væru fulltrúar fyrir. Þeir fullyrtu jafnvel að manngæska væri háð trú á ofurveruna, sem sjálfri allt leyfist, en enga ábyrgð ber. Sérhvert barn, sem ekki trúði þeim sögðu þeir hafa hrokafullt hjarta, já, hrokafullt barnshjarta. Slíkt gleymist seint og andlegt ofbeldi gagnvart börnum ásamt óteljandi öðrum voðaverkum þjóna ósýnilegu ofurverunnar, m.a. gagnvart börnum, koma óhjákvæmilega upp í hugann. Ofurþjónarnir hafa flestir fengið menntun sína við Guðfræðideild H.Í. og því áhugavert að kynnast viðhorfum guðfræðinga þar. Stórafmæli eins helsta lærimeistara deildarinnar varð nýlega tilefni opinnar ráðstefnu um guðfræðileg málefni í fundarsal Þjóðminjasafnsins. Ræðumenn voru fræðimenn úr ýmsum greinum s.s. guðfræði, verkfræði og lögfræði. Í lokaumræðunni spurði ég því hvað væri um yfirnáttúrulegar verur við deildina. Svörin komu hiklaus og skýr. Fyrst svaraði kvenprestur, sem mun vera doktor í guðfræði frá Bandaríkjunum, og sagðist hún ekki vilja kannast við neitt annað en náttúruleg fyrirbrigði. Strax á eftir svaraði sá er stórafmælið átti. „Það eru engar yfirnáttúrulegar verur hjá okkur“, sagði hann og leit um leið spyrjandi m.a. til hóps guðfræðinga á sviðinu. Enginn andmælti og hann bætti við: „Við erum bara að túlka gamla texta“. Hann kvað þó tilveru kirkjunnar verjandi en þá mest vegna minningaræðanna. Guðfræðingar H.Í. virtust þannig jafn vantrúaðir og ofannefndir starfsbræður þeirra, sem og nánast allir meðlimir í Vísindaakademíum Bandaríkjanna og Bretlands. (Sjá “Good Without God: What a Billion Nonreligious People Do Believe”, eftir Greg Epstein, 2009. Sjá www.hbl.hi.is/religion.) Hvaðan hafa þá prestarnir þetta sem þeir kalla heilagan sannleika um almáttuga, ósýnilega og einráða ofurveru sem allt viti og allt hafi skapað? Var það aldrei uppáskrifað af guðfræðingum Guðfræðideildar H.Í. þar sem menn bara túlka gamla texta rétt eins og aðrir t.d. Eddu eða Íslendingasögur og ættu e.t.v. að upplýsa almenning um? Það virðist ófært að fullyrðingar um ósýnilegar ofurverur o.s.frv. geti virst á ábyrgð helstu vísinda- og fræðastofnunar þjóðarinnar. Þó hér tíðkist ríkiskostuð ríkiskirkja, ríkistrúarbrögð og ríkistrúboð á 21. öld, virðist óhugsandi að háskóli taki nokkurn þátt í að ginna almenning og fá jafnvel fátæka til að lifa og strita í óraunverulegum heimi með loforðum um borgun síðar – í öðru lífi – sem einnig er lofað. Hverjir sjá í slíku samfélagsstoð og hverjir grundvöll siðferðis? Nýlega sagði skírður og fermdur reykvískur verslunareigandi um fimmtugt mér að hann bæði til Guðs daglega, en hafnaði þróunarkenningu Darwins: „Hún stenst ekki,“ sagði hann. „Tökum t.d. ketti. Svo lengi sem menn muna hafa kettir bara verið kettir… og sama gildir um menn“. (Einnig tungumálakunnátta hans var hverfandi.) Ættu frekar aðrar háskóladeildir að koma að inntöku (fermingu) ungs fólks inn í nútímaheim fullorðinna m.a. með raunverulegri áherslu á heiðarleika, lágmarksþekkingu varðandi uppruna og þróun alls lífs og um aldur, stærð og gerð alheimsins? Að bíða í áratugi eftir betur menntuðum kynslóðum virðist ekki lengur ásættanlegt heldur þarf þjóðarátak – í þágu alls almennings. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Sjá meira
Öðru hverju undanfarna áratugi, en oftar undanfarin ár í tengslum við fyrirlestra mína um trú og trúarbrögð á alþjóðlegum ráðstefnum í Bandaríkjunum og Evrópu á sviði trúarvísinda (www.sssrweb.org) og líffræði mannlegs atferlis (www.ishe.org) hef ég öðru hverju hitt guðfræðinga. Þeir eru sérfræðingar í málum guða, m.a. skapara og einræðisherra himins og jarðar, þ.e. guðs Gyðinga (Jehovah) og síðar einnig guðs kristinna og ríkis- og herguðs Rómverja samkvæmt ákvörðun einræðisherra (um 300) með tilheyrandi ólýsanlegum ofsóknum gegn öllum öðruvísi þenkjandi. Síðan einnig guðs Múhameðstrúarmanna (nærri 700, kallaður Allah). Líklega ættuð frá einræðisríki Egypta barst þessi uppáhaldsspegilfyrirmynd einræðisherra hingað (um 1000) – á sverðsoddi einráðs konungs – um 850 árum fyrir þróunarkenningu Darwins og 900 árum áður en mannkynið vissi hvað stjörnuþoka var hvað þá um 100 milljarða slíkra, hver með um 100 milljarða stjarna. Ofannefndir guðfræðingar trúa ekki á tilveru neinna guða, heldur ekki þess sem gat einkason með konu annars, en lét deyja á rómversku pyntingadrápstæki rétt eins og þau hundrað börn sem nú deyja úr hungri á hverri klukkustund. En þeir eru sammála um mikilvægi þess að halda vitgrönnum og óstýrilátum lýðnum (sumir sögðu skrílnum) í skefjum og til þess væru trú og trúarbrögð þrautreynd tæki. Hafa þeir e.t.v. meiri trú á mátt blekkinga en upplýsingar og lýðræðis? Í bernsku heyrði ég presta ríkiskirkjunnar lýsa – sem heilögum sannleika – tilveru almáttugrar ósýnilegrar ofurveru, sem þeir væru fulltrúar fyrir. Þeir fullyrtu jafnvel að manngæska væri háð trú á ofurveruna, sem sjálfri allt leyfist, en enga ábyrgð ber. Sérhvert barn, sem ekki trúði þeim sögðu þeir hafa hrokafullt hjarta, já, hrokafullt barnshjarta. Slíkt gleymist seint og andlegt ofbeldi gagnvart börnum ásamt óteljandi öðrum voðaverkum þjóna ósýnilegu ofurverunnar, m.a. gagnvart börnum, koma óhjákvæmilega upp í hugann. Ofurþjónarnir hafa flestir fengið menntun sína við Guðfræðideild H.Í. og því áhugavert að kynnast viðhorfum guðfræðinga þar. Stórafmæli eins helsta lærimeistara deildarinnar varð nýlega tilefni opinnar ráðstefnu um guðfræðileg málefni í fundarsal Þjóðminjasafnsins. Ræðumenn voru fræðimenn úr ýmsum greinum s.s. guðfræði, verkfræði og lögfræði. Í lokaumræðunni spurði ég því hvað væri um yfirnáttúrulegar verur við deildina. Svörin komu hiklaus og skýr. Fyrst svaraði kvenprestur, sem mun vera doktor í guðfræði frá Bandaríkjunum, og sagðist hún ekki vilja kannast við neitt annað en náttúruleg fyrirbrigði. Strax á eftir svaraði sá er stórafmælið átti. „Það eru engar yfirnáttúrulegar verur hjá okkur“, sagði hann og leit um leið spyrjandi m.a. til hóps guðfræðinga á sviðinu. Enginn andmælti og hann bætti við: „Við erum bara að túlka gamla texta“. Hann kvað þó tilveru kirkjunnar verjandi en þá mest vegna minningaræðanna. Guðfræðingar H.Í. virtust þannig jafn vantrúaðir og ofannefndir starfsbræður þeirra, sem og nánast allir meðlimir í Vísindaakademíum Bandaríkjanna og Bretlands. (Sjá “Good Without God: What a Billion Nonreligious People Do Believe”, eftir Greg Epstein, 2009. Sjá www.hbl.hi.is/religion.) Hvaðan hafa þá prestarnir þetta sem þeir kalla heilagan sannleika um almáttuga, ósýnilega og einráða ofurveru sem allt viti og allt hafi skapað? Var það aldrei uppáskrifað af guðfræðingum Guðfræðideildar H.Í. þar sem menn bara túlka gamla texta rétt eins og aðrir t.d. Eddu eða Íslendingasögur og ættu e.t.v. að upplýsa almenning um? Það virðist ófært að fullyrðingar um ósýnilegar ofurverur o.s.frv. geti virst á ábyrgð helstu vísinda- og fræðastofnunar þjóðarinnar. Þó hér tíðkist ríkiskostuð ríkiskirkja, ríkistrúarbrögð og ríkistrúboð á 21. öld, virðist óhugsandi að háskóli taki nokkurn þátt í að ginna almenning og fá jafnvel fátæka til að lifa og strita í óraunverulegum heimi með loforðum um borgun síðar – í öðru lífi – sem einnig er lofað. Hverjir sjá í slíku samfélagsstoð og hverjir grundvöll siðferðis? Nýlega sagði skírður og fermdur reykvískur verslunareigandi um fimmtugt mér að hann bæði til Guðs daglega, en hafnaði þróunarkenningu Darwins: „Hún stenst ekki,“ sagði hann. „Tökum t.d. ketti. Svo lengi sem menn muna hafa kettir bara verið kettir… og sama gildir um menn“. (Einnig tungumálakunnátta hans var hverfandi.) Ættu frekar aðrar háskóladeildir að koma að inntöku (fermingu) ungs fólks inn í nútímaheim fullorðinna m.a. með raunverulegri áherslu á heiðarleika, lágmarksþekkingu varðandi uppruna og þróun alls lífs og um aldur, stærð og gerð alheimsins? Að bíða í áratugi eftir betur menntuðum kynslóðum virðist ekki lengur ásættanlegt heldur þarf þjóðarátak – í þágu alls almennings.
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun