Smíðar hljóðgervla sem hljóma í tónlist FM Belfast 16. apríl 2012 18:00 Árni Rúnar lærði að smíða hljóðgervla á eigin vegum með að lesa sér til á netinu. Fréttablaðið/Stefán „Ég hef alltaf haft áhuga á svona föndri og var rosa duglegur að taka hluti í sundur þegar ég var lítill,“ segir Árni Rúnar Hlöðversson, meðlimur FM Belfast, sem hefur smíðað sinn eigin hljóðgervil. FM Belfast sendir á næstu vikum frá sér nýtt lag, DeLorean, þar sem allir tónar í laginu koma úr hljóðgervli sem Árni smíðaði. Árni hefur ekki stundað neitt nám í tengslum við smíðar á slíkum græjum, heldur fikrað sig áfram sjálfur. „Internetið kann þetta. Ég hef bara verið duglegur að lesa mér til,“ segir Árni sem hefur nú þegar smíðað nokkur stykki. Suma gerir hann frá grunni og aðra eftir teikningum. „Mér finnst þetta bara svo ótrúlega gaman. Þegar ég geri þá eftir teikningum breyti ég þeim líka yfirleitt aðeins og geri tilraunir,“ segir Árni. Að smíða hljóðgervil getur tekið mislangan tíma. „Ég get gert einföldustu týpuna á svona hálftíma en svona flóknir eins og þessi sem ég gerði síðast taka töluvert lengri tíma,“ segir Árni sem hefur nýlokið við að búa til hljóðgervil þar sem hann forritar örgjörva sem velur tóna innan skala og fleira í þeim dúr. „Svo lítur þetta alltaf út eins og það sé alveg að hrynja í sundur, en þetta helst nú alltaf saman og það heyrast öll hljóð sem eiga að heyrast,“ bætir hann við. Varahlutina kaupir hann að mestu leyti í gegnum internetið eða í versluninni Íhlutum í Skipholti. Auk þess að gefa út nýtt lag er nóg framundan hjá Árna og félögum í FM Belfast. Hljómsveitin verður með tónleika á Nasa þann 18. apríl, sem verða líklegast þeirra síðustu tónleikar á staðnum, sem til stendur að rífa. Þá er hljómsveitin á leið til Berlínar í byrjun maí. „Við erum að fara á hátíðir um alla Evrópu og ætlum að gera út frá Þýskalandi í mánuð. Bæði er ódýrara að fljúga þaðan og það dregur úr álaginu, en þar sem einn meðlimur hljómsveitarinnar er óléttur þá verðum við að reyna að gera þetta aðeins auðveldara,“ segir Árni að lokum. tinnaros@frettabladid.is Mest lesið Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Lífið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Menning Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Fleiri fréttir Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Sjá meira
„Ég hef alltaf haft áhuga á svona föndri og var rosa duglegur að taka hluti í sundur þegar ég var lítill,“ segir Árni Rúnar Hlöðversson, meðlimur FM Belfast, sem hefur smíðað sinn eigin hljóðgervil. FM Belfast sendir á næstu vikum frá sér nýtt lag, DeLorean, þar sem allir tónar í laginu koma úr hljóðgervli sem Árni smíðaði. Árni hefur ekki stundað neitt nám í tengslum við smíðar á slíkum græjum, heldur fikrað sig áfram sjálfur. „Internetið kann þetta. Ég hef bara verið duglegur að lesa mér til,“ segir Árni sem hefur nú þegar smíðað nokkur stykki. Suma gerir hann frá grunni og aðra eftir teikningum. „Mér finnst þetta bara svo ótrúlega gaman. Þegar ég geri þá eftir teikningum breyti ég þeim líka yfirleitt aðeins og geri tilraunir,“ segir Árni. Að smíða hljóðgervil getur tekið mislangan tíma. „Ég get gert einföldustu týpuna á svona hálftíma en svona flóknir eins og þessi sem ég gerði síðast taka töluvert lengri tíma,“ segir Árni sem hefur nýlokið við að búa til hljóðgervil þar sem hann forritar örgjörva sem velur tóna innan skala og fleira í þeim dúr. „Svo lítur þetta alltaf út eins og það sé alveg að hrynja í sundur, en þetta helst nú alltaf saman og það heyrast öll hljóð sem eiga að heyrast,“ bætir hann við. Varahlutina kaupir hann að mestu leyti í gegnum internetið eða í versluninni Íhlutum í Skipholti. Auk þess að gefa út nýtt lag er nóg framundan hjá Árna og félögum í FM Belfast. Hljómsveitin verður með tónleika á Nasa þann 18. apríl, sem verða líklegast þeirra síðustu tónleikar á staðnum, sem til stendur að rífa. Þá er hljómsveitin á leið til Berlínar í byrjun maí. „Við erum að fara á hátíðir um alla Evrópu og ætlum að gera út frá Þýskalandi í mánuð. Bæði er ódýrara að fljúga þaðan og það dregur úr álaginu, en þar sem einn meðlimur hljómsveitarinnar er óléttur þá verðum við að reyna að gera þetta aðeins auðveldara,“ segir Árni að lokum. tinnaros@frettabladid.is
Mest lesið Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Lífið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Menning Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Fleiri fréttir Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Sjá meira
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning