Smíðar hljóðgervla sem hljóma í tónlist FM Belfast 16. apríl 2012 18:00 Árni Rúnar lærði að smíða hljóðgervla á eigin vegum með að lesa sér til á netinu. Fréttablaðið/Stefán „Ég hef alltaf haft áhuga á svona föndri og var rosa duglegur að taka hluti í sundur þegar ég var lítill,“ segir Árni Rúnar Hlöðversson, meðlimur FM Belfast, sem hefur smíðað sinn eigin hljóðgervil. FM Belfast sendir á næstu vikum frá sér nýtt lag, DeLorean, þar sem allir tónar í laginu koma úr hljóðgervli sem Árni smíðaði. Árni hefur ekki stundað neitt nám í tengslum við smíðar á slíkum græjum, heldur fikrað sig áfram sjálfur. „Internetið kann þetta. Ég hef bara verið duglegur að lesa mér til,“ segir Árni sem hefur nú þegar smíðað nokkur stykki. Suma gerir hann frá grunni og aðra eftir teikningum. „Mér finnst þetta bara svo ótrúlega gaman. Þegar ég geri þá eftir teikningum breyti ég þeim líka yfirleitt aðeins og geri tilraunir,“ segir Árni. Að smíða hljóðgervil getur tekið mislangan tíma. „Ég get gert einföldustu týpuna á svona hálftíma en svona flóknir eins og þessi sem ég gerði síðast taka töluvert lengri tíma,“ segir Árni sem hefur nýlokið við að búa til hljóðgervil þar sem hann forritar örgjörva sem velur tóna innan skala og fleira í þeim dúr. „Svo lítur þetta alltaf út eins og það sé alveg að hrynja í sundur, en þetta helst nú alltaf saman og það heyrast öll hljóð sem eiga að heyrast,“ bætir hann við. Varahlutina kaupir hann að mestu leyti í gegnum internetið eða í versluninni Íhlutum í Skipholti. Auk þess að gefa út nýtt lag er nóg framundan hjá Árna og félögum í FM Belfast. Hljómsveitin verður með tónleika á Nasa þann 18. apríl, sem verða líklegast þeirra síðustu tónleikar á staðnum, sem til stendur að rífa. Þá er hljómsveitin á leið til Berlínar í byrjun maí. „Við erum að fara á hátíðir um alla Evrópu og ætlum að gera út frá Þýskalandi í mánuð. Bæði er ódýrara að fljúga þaðan og það dregur úr álaginu, en þar sem einn meðlimur hljómsveitarinnar er óléttur þá verðum við að reyna að gera þetta aðeins auðveldara,“ segir Árni að lokum. tinnaros@frettabladid.is Mest lesið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fleiri fréttir Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Sjá meira
„Ég hef alltaf haft áhuga á svona föndri og var rosa duglegur að taka hluti í sundur þegar ég var lítill,“ segir Árni Rúnar Hlöðversson, meðlimur FM Belfast, sem hefur smíðað sinn eigin hljóðgervil. FM Belfast sendir á næstu vikum frá sér nýtt lag, DeLorean, þar sem allir tónar í laginu koma úr hljóðgervli sem Árni smíðaði. Árni hefur ekki stundað neitt nám í tengslum við smíðar á slíkum græjum, heldur fikrað sig áfram sjálfur. „Internetið kann þetta. Ég hef bara verið duglegur að lesa mér til,“ segir Árni sem hefur nú þegar smíðað nokkur stykki. Suma gerir hann frá grunni og aðra eftir teikningum. „Mér finnst þetta bara svo ótrúlega gaman. Þegar ég geri þá eftir teikningum breyti ég þeim líka yfirleitt aðeins og geri tilraunir,“ segir Árni. Að smíða hljóðgervil getur tekið mislangan tíma. „Ég get gert einföldustu týpuna á svona hálftíma en svona flóknir eins og þessi sem ég gerði síðast taka töluvert lengri tíma,“ segir Árni sem hefur nýlokið við að búa til hljóðgervil þar sem hann forritar örgjörva sem velur tóna innan skala og fleira í þeim dúr. „Svo lítur þetta alltaf út eins og það sé alveg að hrynja í sundur, en þetta helst nú alltaf saman og það heyrast öll hljóð sem eiga að heyrast,“ bætir hann við. Varahlutina kaupir hann að mestu leyti í gegnum internetið eða í versluninni Íhlutum í Skipholti. Auk þess að gefa út nýtt lag er nóg framundan hjá Árna og félögum í FM Belfast. Hljómsveitin verður með tónleika á Nasa þann 18. apríl, sem verða líklegast þeirra síðustu tónleikar á staðnum, sem til stendur að rífa. Þá er hljómsveitin á leið til Berlínar í byrjun maí. „Við erum að fara á hátíðir um alla Evrópu og ætlum að gera út frá Þýskalandi í mánuð. Bæði er ódýrara að fljúga þaðan og það dregur úr álaginu, en þar sem einn meðlimur hljómsveitarinnar er óléttur þá verðum við að reyna að gera þetta aðeins auðveldara,“ segir Árni að lokum. tinnaros@frettabladid.is
Mest lesið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fleiri fréttir Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Sjá meira