Fram og aftur morðgátuna Friðrika Benónýsdóttir skrifar 13. apríl 2012 20:00 Snjókarlinn eftir Jo Nesbø. Bækur. Snjókarlinn. Jo Nesbø. Þýðandi Bjarni Gunnarsson. Uppheimar. Harry Hole er töffari af guðs náð og þrátt fyrir norskan upprunann sver hann sig mun meira í ætt bandarískra einkaspæjara en skandinavískra lögreglumanna spennubókmenntahefðarinnar. Drykkfelldur einfari með haug af fortíðarvandamálum á bakinu, mislukkaður kvennamaður, upp á kant við yfirmennina og allur sá pakki. Hæfilega ómögulegur til að lesandinn samsami sig honum og láti sig örlög hans varða. Í Snjókarlinum, sem kom út í Noregi 2007, er hann á sæmilegu róli, tiltölulega edrú og um það bil að sætta sig við nýleg sambandsslit. Hann fær líka um nóg að hugsa þegar óhugnanleg morð á ungum mæðrum fara að hrúgast upp og allt lítur út fyrir að sá langþráði draumur hans að klófesta raðmorðingja gæti ræst, ef hann bara finnur út hver stendur að baki þessu kvenfalli. Ólíkt öðrum löggum sem leika aðalhlutverkið í spennubókaröðum á Hole engan náinn aðstoðarmann, enda atvinnulóner. Hann hefur þó sér til fulltingis tvo unga lögreglumenn sem hann ber traust til og í upphafi Snjókarlsins fær hann nýjan liðsmann í teymið sitt, unga konu sem virðist ekki öll þar sem hún er séð og eykur spennugildi sögunnar til muna. Yfirhöfuð eru persónur sögunnar vel skrifaðar og áhugaverðar og engan veginn augljóst hverjir eru góðu gæjarnir og hverjir þeir vondu. Hraðinn í frásögninni er með ólíkindum og eiginlega hvergi dauður punktur á þessum fimm hundruð síðum. Nesbø er fantagóður sögumaður og kann betur að byggja upp spennu en flestir aðrir krimmahöfundar. Lesandinn þykist reyndar hafa leyst gátuna um miðja bók en fléttumeistaranum Nesbø tekst að snúa svo upp á söguþráðinn, taka u-beygjur aftur og aftur og varpa grun á ýmsa aðila að sú niðurstaða virðist á köflum fáránlega heimskuleg, þótt hún reynist svo auðvitað rétt að leiðarlokum. Klisjan um svefnlausu nóttina við lesturinn á hér fullkomlega við, lesandinn er vægðarlaust rekinn áfram kafla eftir kafla í máttvana tilraunum til að raða saman brotakenndum upplýsingum og verða á undan Hole sjálfum að ráða gátuna. Sem er náttúrulega borin von, það skákar enginn Harry Hole. Þýðing Bjarna Gunnarssonar er prýðilega af hendi leyst. Málfarið eðlilegt og án þýðingarkeimsins alræmda. Eitt af aðalsmerkjum Nesbø eru vel skrifuð og trúverðug samtöl og Bjarna hefur tekist firnavel að snara þeim á eðlilegt íslenskt talmál. Niðurstaða: Vel byggður og spennandi krimmi með ótrúlegu fléttumunstri og vel skrifuðum persónum. Nesbø í fantaformi. Bókmenntir Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fleiri fréttir Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira
Bækur. Snjókarlinn. Jo Nesbø. Þýðandi Bjarni Gunnarsson. Uppheimar. Harry Hole er töffari af guðs náð og þrátt fyrir norskan upprunann sver hann sig mun meira í ætt bandarískra einkaspæjara en skandinavískra lögreglumanna spennubókmenntahefðarinnar. Drykkfelldur einfari með haug af fortíðarvandamálum á bakinu, mislukkaður kvennamaður, upp á kant við yfirmennina og allur sá pakki. Hæfilega ómögulegur til að lesandinn samsami sig honum og láti sig örlög hans varða. Í Snjókarlinum, sem kom út í Noregi 2007, er hann á sæmilegu róli, tiltölulega edrú og um það bil að sætta sig við nýleg sambandsslit. Hann fær líka um nóg að hugsa þegar óhugnanleg morð á ungum mæðrum fara að hrúgast upp og allt lítur út fyrir að sá langþráði draumur hans að klófesta raðmorðingja gæti ræst, ef hann bara finnur út hver stendur að baki þessu kvenfalli. Ólíkt öðrum löggum sem leika aðalhlutverkið í spennubókaröðum á Hole engan náinn aðstoðarmann, enda atvinnulóner. Hann hefur þó sér til fulltingis tvo unga lögreglumenn sem hann ber traust til og í upphafi Snjókarlsins fær hann nýjan liðsmann í teymið sitt, unga konu sem virðist ekki öll þar sem hún er séð og eykur spennugildi sögunnar til muna. Yfirhöfuð eru persónur sögunnar vel skrifaðar og áhugaverðar og engan veginn augljóst hverjir eru góðu gæjarnir og hverjir þeir vondu. Hraðinn í frásögninni er með ólíkindum og eiginlega hvergi dauður punktur á þessum fimm hundruð síðum. Nesbø er fantagóður sögumaður og kann betur að byggja upp spennu en flestir aðrir krimmahöfundar. Lesandinn þykist reyndar hafa leyst gátuna um miðja bók en fléttumeistaranum Nesbø tekst að snúa svo upp á söguþráðinn, taka u-beygjur aftur og aftur og varpa grun á ýmsa aðila að sú niðurstaða virðist á köflum fáránlega heimskuleg, þótt hún reynist svo auðvitað rétt að leiðarlokum. Klisjan um svefnlausu nóttina við lesturinn á hér fullkomlega við, lesandinn er vægðarlaust rekinn áfram kafla eftir kafla í máttvana tilraunum til að raða saman brotakenndum upplýsingum og verða á undan Hole sjálfum að ráða gátuna. Sem er náttúrulega borin von, það skákar enginn Harry Hole. Þýðing Bjarna Gunnarssonar er prýðilega af hendi leyst. Málfarið eðlilegt og án þýðingarkeimsins alræmda. Eitt af aðalsmerkjum Nesbø eru vel skrifuð og trúverðug samtöl og Bjarna hefur tekist firnavel að snara þeim á eðlilegt íslenskt talmál. Niðurstaða: Vel byggður og spennandi krimmi með ótrúlegu fléttumunstri og vel skrifuðum persónum. Nesbø í fantaformi.
Bókmenntir Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fleiri fréttir Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira