Hollywood sýnir Frost áhuga 4. apríl 2012 15:00 Spennutryllirinn er strax farinn að vekja athygli í Hollywood. Hollywood-fyrirtækið XYZ Films hefur sýnt áhuga á að endurgera íslenska spennutryllinn Frost fyrir bandarískan markað. Glæný þrjátíu sekúnda stiklu úr myndinni virðist hafa heillað fyrirtækið upp úr skónum. „Þetta er allt á byrjunarstigi," segir framleiðandinn Júlíus Kemp, sem viðurkennir að þetta hafi gerst furðu hratt. „En samt, allt varðandi þessa mynd hefur gerst mjög hratt. Við seldum alheimsréttinn til Trustnordisk. Við sýndum þeim þrjár senur úr myndinni og það dugði til að skrifa undir samninginn," segir Júlíus, sem er óvanur slíkum áhuga á íslenskri mynd. „Menn hafa einhvern veginn stokkið á þetta einn, tveir og þrír. Þessi áhugi er líka kominn til vegna þess að þetta er mjög óvenjulegt verkefni og myndefni sem við erum að sýna," segir hann en Frost var að stórum hluta tekin uppi á Langjökli. Fyrirtækið XYZ framleiddi myndina The Raid sem vann áhorfendaverðlaunin á kvikmyndahátíðinni í Toronto. Sony Pictures er að endurgera hana og hefjast tökur í sumar. Fyrirtækið er einnig að vinna mynd með Darren Aronofsky, leikstjóra Black Swan. „Þetta er nýtt fyrirtæki en aðalnáunginn þarna hefur mikla reynslu af frekar stórum myndum," segir Júlíus og heldur áfram: „Það er mikill hiti úti í heimi fyrir öllu sem kemur frá Norður-Evrópu. Það virðist annar hver sjónvarpsþáttur eða bíómynd sem gengur vel hafa verið keypt með góðum árangri." Frost verður frumsýnd hérlendis um miðjan september og er eftirvinnslan í fullum gangi.-fb Mest lesið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Íslendingar geta verið sóðar Lífið samstarf Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Fleiri fréttir Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Sjá meira
Hollywood-fyrirtækið XYZ Films hefur sýnt áhuga á að endurgera íslenska spennutryllinn Frost fyrir bandarískan markað. Glæný þrjátíu sekúnda stiklu úr myndinni virðist hafa heillað fyrirtækið upp úr skónum. „Þetta er allt á byrjunarstigi," segir framleiðandinn Júlíus Kemp, sem viðurkennir að þetta hafi gerst furðu hratt. „En samt, allt varðandi þessa mynd hefur gerst mjög hratt. Við seldum alheimsréttinn til Trustnordisk. Við sýndum þeim þrjár senur úr myndinni og það dugði til að skrifa undir samninginn," segir Júlíus, sem er óvanur slíkum áhuga á íslenskri mynd. „Menn hafa einhvern veginn stokkið á þetta einn, tveir og þrír. Þessi áhugi er líka kominn til vegna þess að þetta er mjög óvenjulegt verkefni og myndefni sem við erum að sýna," segir hann en Frost var að stórum hluta tekin uppi á Langjökli. Fyrirtækið XYZ framleiddi myndina The Raid sem vann áhorfendaverðlaunin á kvikmyndahátíðinni í Toronto. Sony Pictures er að endurgera hana og hefjast tökur í sumar. Fyrirtækið er einnig að vinna mynd með Darren Aronofsky, leikstjóra Black Swan. „Þetta er nýtt fyrirtæki en aðalnáunginn þarna hefur mikla reynslu af frekar stórum myndum," segir Júlíus og heldur áfram: „Það er mikill hiti úti í heimi fyrir öllu sem kemur frá Norður-Evrópu. Það virðist annar hver sjónvarpsþáttur eða bíómynd sem gengur vel hafa verið keypt með góðum árangri." Frost verður frumsýnd hérlendis um miðjan september og er eftirvinnslan í fullum gangi.-fb
Mest lesið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Íslendingar geta verið sóðar Lífið samstarf Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Fleiri fréttir Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Sjá meira