Lífið

Skilja sem vinir

Adam Levine og Anne V hafa ákveðið að binda enda á samband sitt.
Adam Levine og Anne V hafa ákveðið að binda enda á samband sitt. nordicphotos/getty
Söngvarinn Adam Levine, sem syngur með hljómsveitinni Maroon 5, og kærasta hans til tveggja ára, Anna V, hafa bundið enda á samband sitt.

Levine og rússneska ofurfyrirsætan Anne Vyalitsyna hafa bundið enda á tveggja ára samband sitt. Þetta staðfesti fyrirsætan sjálf. „Ég og Adam höfum ákveðið að fara hvort sína leið og skiljum sem vinir. Við berum enn mikla virðingu fyrir hvort öðru og ég óska honum velfarnaðar í öllu sem hann gerir," sagði Vyalitsyna í tilkynningu sinni.

Parið kynntist í veislu á vegum Sports Illustrated snemma árs 2010 þar sem Maroon 5 kom fram. Vyalitsyna hefur aftur á móti setið átta sinnum fyrir í sundfatablaði Sports Illustrated.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.