Lífið

Segir Leo vera feitan

Kate Winslet segir margt hafa breyst síðan hún lék í Titanic.
Kate Winslet segir margt hafa breyst síðan hún lék í Titanic. nordicphotos/getty
Leikkonan Kate Winslet hefur verið dugleg að kynna Titanic 3D í fjölmiðlum og hefur látið ýmislegt misjafnt flakka í tilefni þess. Leikkonan hefur meðal annars kallað mótleikara sinn feitan.

Winslet segir margt hafa breyst frá því Titanic var fyrst frumsýnd, þar á meðal ásýnd Leonardos DiCaprio. „Við lítum allt öðruvísi út í dag. Við erum bæði eldri, Leo er 37 ára og ég 36. Við vorum ekki nema 22 og 21 árs gömul þegar við lékum í myndinni. Hann er feitari núna og ég er grennri," sagði Winslet um vin sinn og mótleikara.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.