Opinber stuðningur til fráskilinna foreldra Oktavía Guðmundsdóttir skrifar 4. apríl 2012 06:00 Árið 2010 voru lögskilnaðir 563 og sama ár urðu sambúðarslit 594. Lögskilnaðirnir snertu 641 barn en í sambúðarslitum var 371 barn. Skilnaður hefur í för með sér breytingar á daglegu lífi fjölskyldunnar, ekki síst fyrir börnin, sem óska þess sjaldnast að fjölskyldan splundrist. Margt breytist hjá barni í kjölfar skilnaðar, fyrir utan að missa annað foreldri af heimilinu, verða oft breytingar á nánasta umhverfi, svo sem flutningar og skólaskipti. Samvistarslitum fylgja tilfinningalegir, fjárhagslegir og félagslegir erfiðleikar, mismiklir en aldrei auðveldir. Opinber stuðningur til foreldra eftir skilnað fylgir alltaf lögheimili barns, sem getur einungis verið hjá öðru foreldrinu, eins og barnalögin kveða á um. Má þar nefna barnabætur. Þær rata eingöngu til þess foreldris sem er með lögheimili barns þrátt fyrir sameiginlega forsjá og þrátt fyrir að barn hafi jafna búsetu hjá báðum foreldrum. Meðlagið fylgir yfirleitt lögheimili barns. Það gildir einu hvort barnið hefur jafna búsetu hjá foreldrum sínum, eða hvort þeir skipta kostnaði vegna barnsins. Það sama má segja um húsaleigubætur, þær fylgja lögheimili barns við útreikning, þar sem hallar verulega á það foreldri, sem barnið hefur EKKI lögheimili hjá. Þessi ójöfnuður bitnar á börnunum. Það foreldri, sem fær lítinn opinberan stuðning og hefur mikil útgjöld (svo sem háan húsnæðiskostnað) þarf að afla töluverðra tekna, til að geta boðið barni sínu sómasamlegt heimili og sinnt grunnþörfum þess. Eftir lögfestinguna um sameiginlega forsjá árið 2006, átti sér stað mikil og jákvæð breyting, með aukinni þátttöku fráskilinna feðra við umönnun og uppeldi barna sinna. Þróunin hefur verið hröð sl. ár. Lög um húsaleigubætur og barnabætur hafa ekki fylgt í kjölfarið, en eins og sjá má, er þarna á ferðinni mismunun á greiðslum til foreldra barna eftir samvistarslit. Þetta þarf að leiðrétta þar sem það brýtur í bága við barnalögin sem kveða skýrt á um að alltaf skuli hafa hagsmuni barna að leiðarljósi við skilnað foreldra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Árið 2010 voru lögskilnaðir 563 og sama ár urðu sambúðarslit 594. Lögskilnaðirnir snertu 641 barn en í sambúðarslitum var 371 barn. Skilnaður hefur í för með sér breytingar á daglegu lífi fjölskyldunnar, ekki síst fyrir börnin, sem óska þess sjaldnast að fjölskyldan splundrist. Margt breytist hjá barni í kjölfar skilnaðar, fyrir utan að missa annað foreldri af heimilinu, verða oft breytingar á nánasta umhverfi, svo sem flutningar og skólaskipti. Samvistarslitum fylgja tilfinningalegir, fjárhagslegir og félagslegir erfiðleikar, mismiklir en aldrei auðveldir. Opinber stuðningur til foreldra eftir skilnað fylgir alltaf lögheimili barns, sem getur einungis verið hjá öðru foreldrinu, eins og barnalögin kveða á um. Má þar nefna barnabætur. Þær rata eingöngu til þess foreldris sem er með lögheimili barns þrátt fyrir sameiginlega forsjá og þrátt fyrir að barn hafi jafna búsetu hjá báðum foreldrum. Meðlagið fylgir yfirleitt lögheimili barns. Það gildir einu hvort barnið hefur jafna búsetu hjá foreldrum sínum, eða hvort þeir skipta kostnaði vegna barnsins. Það sama má segja um húsaleigubætur, þær fylgja lögheimili barns við útreikning, þar sem hallar verulega á það foreldri, sem barnið hefur EKKI lögheimili hjá. Þessi ójöfnuður bitnar á börnunum. Það foreldri, sem fær lítinn opinberan stuðning og hefur mikil útgjöld (svo sem háan húsnæðiskostnað) þarf að afla töluverðra tekna, til að geta boðið barni sínu sómasamlegt heimili og sinnt grunnþörfum þess. Eftir lögfestinguna um sameiginlega forsjá árið 2006, átti sér stað mikil og jákvæð breyting, með aukinni þátttöku fráskilinna feðra við umönnun og uppeldi barna sinna. Þróunin hefur verið hröð sl. ár. Lög um húsaleigubætur og barnabætur hafa ekki fylgt í kjölfarið, en eins og sjá má, er þarna á ferðinni mismunun á greiðslum til foreldra barna eftir samvistarslit. Þetta þarf að leiðrétta þar sem það brýtur í bága við barnalögin sem kveða skýrt á um að alltaf skuli hafa hagsmuni barna að leiðarljósi við skilnað foreldra.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun