Af fordómum í garð Hjálpræðishersins Pétur Björgvin Þorsteinsson skrifar 3. apríl 2012 06:00 Hjálpræðisherinn var varla kominn til Reykjavíkur um aldamótin þarsíðustu, meðlimir hans höfðu varla byrjað samkomuhald þegar út kom smárit í Reykjavík þar sem höfundur valdi að hæðast að trúargjörningum þeirra. Þar mátti lesa setningar eins og: „Sálma sína syngja þeir og spila með mjög mikilli léttúð.“ Á Akureyri gekk andófið svo langt að einni herkonu var troðið ofan í kartöflusekk og átti að henda henni í sjóinn. Að sjálfsögðu er umfjöllunin um þessi félagasamtök sem nú hafa starfað í hartnær 120 ár hér á landi fjölbreytt. Um samkomuhald þeirra sagði Þórbergur Þórðarson á sínum efri árum að þar „talaði lífið en ekki guðfræðin,“ en Þórbergur sótti samkomur í Herkastalanum á árunum 1906 til 1912 og er áhugavert að lesa bók hans Ofvitann í því samhengi sem hér er skrifað. Halldór Laxness þekkti líka vel til Hjálpræðishersins eins og greinilega kemur fram í bók hans um Sölku Völku. Af orðum hans má greina hrifningu á því hvernig einstaklingunum sem kenna sig við Hjálpræðisherinn tekst að samsama sig þeim sem eru staddir á erfiðum stað í lífinu.Fjölbreytt trúarflóra Sú staðreynd að kirkjur hafa ekki lengur einokandi hlutverk í þeim löndum sem við berum okkur helst saman við og að nú ríkir samkeppni hefur breytt trúarbrögðunum og hugsunarhætti fólks um trú, líka á Íslandi. Einstaklingar búa ekki lengur almennt yfir trúarreynslu, efinn hefur fengið á sig ríkara form fræðimennskunnar og honum er gjarnan beint gegn kennisetningum. Siðferðisdómar birtast í fjölbreyttari myndum, hinn félagslegi stuðningur er annar og á tímum upplifir fólk sem það sé skilið eftir bjargarlaust. Þessi upplifun, samhliða minni virkri þátttöku fólks á trúarlegum vettvangi vill svo aftur leiða til þess að fólk hættir þátttöku og segir sig jafnvel úr trúfélagi. Gott er að hafa í huga að trúfrelsi var innleitt á Íslandi með nýrri stjórnarskrá 1874 á sama tíma og önnur mikilvæg mannréttindi eins og rétturinn til atvinnu, rétturinn til framfærslu, skoðana-, prent-, félaga- og fundafrelsi.Viðhorf í garð þeirra sem eiga öðruvísi trú Í þessu samhengi er ljóst að við þurfum að spyrja okkur hvaða mynd við gerum okkur af þeim sem hafa aðra trúarafstöðu eða lífssýn, sérstaklega ef þeir eru virkir þátttakendur í trúfélögum, og hvernig við umgöngumst aðra í fjöltrúarlegu samhengi. Leita þarf leiða til að við sem samfélag getum lifað í sátt og samlyndi, þrátt fyrir ólíka trú. Sá sem leggur upp í slíka leit verður að vera þess meðvitaður hvernig eigin trúarhefð og eigin trú eða lífsskoðun rúmar þá staðreynd að til sé fólk sem á sér aðra trú og trúarhefðir. Slík vinna felur einnig í sér sjálfsskoðun sem snýr að því hvernig einstaklingurinn getur tekist á við fjöltrúarlega færni þannig að hann sé ekki fastur í djúpum hjólförum eigin lífsskoðunar.Að byggja á því sem vel er gert Hlutverk okkar allra hlýtur að vera að byggja á því sem vel er gert og spyrja hvernig hindra megi það sem brýtur samfélagið niður. Hvert sem litið er sjáum við að þeim sem vel tekst til með sumt, tekst hrapallega til með annað. Við erum ekki fullkomin. Við erum manneskjur. En með sameiginlegu átaki getum við bætt margt í mannlegu samfélagi. Saga Hjálpræðishersins hefur að geyma hvort tveggja, það sem vel hefur verið gert sem og það sem hefur mistekist hörmulega. Hjálpræðisherinn verður að læra að taka gagnrýni og byggja starf sitt á faglegum forsendum. En um leið verða þeir sem gagnrýna starf Hjálpræðishersins að reyna að draga úr alhæfingum og sleggjudómum og setja þess í stað fram faglega gagnrýni, ábendingar um góða starfshætti eða á annan hátt koma skilaboðum sínum þannig á framfæri að fólki og aðstæðum sé sýnd virðing. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Hjálpræðisherinn var varla kominn til Reykjavíkur um aldamótin þarsíðustu, meðlimir hans höfðu varla byrjað samkomuhald þegar út kom smárit í Reykjavík þar sem höfundur valdi að hæðast að trúargjörningum þeirra. Þar mátti lesa setningar eins og: „Sálma sína syngja þeir og spila með mjög mikilli léttúð.“ Á Akureyri gekk andófið svo langt að einni herkonu var troðið ofan í kartöflusekk og átti að henda henni í sjóinn. Að sjálfsögðu er umfjöllunin um þessi félagasamtök sem nú hafa starfað í hartnær 120 ár hér á landi fjölbreytt. Um samkomuhald þeirra sagði Þórbergur Þórðarson á sínum efri árum að þar „talaði lífið en ekki guðfræðin,“ en Þórbergur sótti samkomur í Herkastalanum á árunum 1906 til 1912 og er áhugavert að lesa bók hans Ofvitann í því samhengi sem hér er skrifað. Halldór Laxness þekkti líka vel til Hjálpræðishersins eins og greinilega kemur fram í bók hans um Sölku Völku. Af orðum hans má greina hrifningu á því hvernig einstaklingunum sem kenna sig við Hjálpræðisherinn tekst að samsama sig þeim sem eru staddir á erfiðum stað í lífinu.Fjölbreytt trúarflóra Sú staðreynd að kirkjur hafa ekki lengur einokandi hlutverk í þeim löndum sem við berum okkur helst saman við og að nú ríkir samkeppni hefur breytt trúarbrögðunum og hugsunarhætti fólks um trú, líka á Íslandi. Einstaklingar búa ekki lengur almennt yfir trúarreynslu, efinn hefur fengið á sig ríkara form fræðimennskunnar og honum er gjarnan beint gegn kennisetningum. Siðferðisdómar birtast í fjölbreyttari myndum, hinn félagslegi stuðningur er annar og á tímum upplifir fólk sem það sé skilið eftir bjargarlaust. Þessi upplifun, samhliða minni virkri þátttöku fólks á trúarlegum vettvangi vill svo aftur leiða til þess að fólk hættir þátttöku og segir sig jafnvel úr trúfélagi. Gott er að hafa í huga að trúfrelsi var innleitt á Íslandi með nýrri stjórnarskrá 1874 á sama tíma og önnur mikilvæg mannréttindi eins og rétturinn til atvinnu, rétturinn til framfærslu, skoðana-, prent-, félaga- og fundafrelsi.Viðhorf í garð þeirra sem eiga öðruvísi trú Í þessu samhengi er ljóst að við þurfum að spyrja okkur hvaða mynd við gerum okkur af þeim sem hafa aðra trúarafstöðu eða lífssýn, sérstaklega ef þeir eru virkir þátttakendur í trúfélögum, og hvernig við umgöngumst aðra í fjöltrúarlegu samhengi. Leita þarf leiða til að við sem samfélag getum lifað í sátt og samlyndi, þrátt fyrir ólíka trú. Sá sem leggur upp í slíka leit verður að vera þess meðvitaður hvernig eigin trúarhefð og eigin trú eða lífsskoðun rúmar þá staðreynd að til sé fólk sem á sér aðra trú og trúarhefðir. Slík vinna felur einnig í sér sjálfsskoðun sem snýr að því hvernig einstaklingurinn getur tekist á við fjöltrúarlega færni þannig að hann sé ekki fastur í djúpum hjólförum eigin lífsskoðunar.Að byggja á því sem vel er gert Hlutverk okkar allra hlýtur að vera að byggja á því sem vel er gert og spyrja hvernig hindra megi það sem brýtur samfélagið niður. Hvert sem litið er sjáum við að þeim sem vel tekst til með sumt, tekst hrapallega til með annað. Við erum ekki fullkomin. Við erum manneskjur. En með sameiginlegu átaki getum við bætt margt í mannlegu samfélagi. Saga Hjálpræðishersins hefur að geyma hvort tveggja, það sem vel hefur verið gert sem og það sem hefur mistekist hörmulega. Hjálpræðisherinn verður að læra að taka gagnrýni og byggja starf sitt á faglegum forsendum. En um leið verða þeir sem gagnrýna starf Hjálpræðishersins að reyna að draga úr alhæfingum og sleggjudómum og setja þess í stað fram faglega gagnrýni, ábendingar um góða starfshætti eða á annan hátt koma skilaboðum sínum þannig á framfæri að fólki og aðstæðum sé sýnd virðing.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun