Ofnýtt land Herdís Þorvaldsdóttir skrifar 31. mars 2012 06:00 Á hverju sumri eru 70 þúsund hross og 1.350.000 fjár að elta uppi tætingslegar gróðurleifar landsins allt sumarið án nokkurrar ábyrgðar eigenda þeirra. Landgræðslustjóri segir að til séu engin lög í landinu sem virki þannig að þau heimili henni að grípa til neyðarúrræða vegna ofbeitar eða landníðslu. Bændur hafi allt forræði og eignarhald á nýtingu lands, hvort sem það séu þjóðlendur eða ekki. Er þetta ekki það fyrsta sem þarf að leiðrétta í gömlum og úrsérgengnum lögum? Þó er brýnast af öllu að setja lög um það, að starfsstétt sem byggir afkomu sína á ræktun búfjár hafi sínar skepnur á sínu eigin landi en ekki annarra. Við skattgreiðendur greiðum sauðfjárbændum rúma fjóra milljarða á ári fyrir að framleiða þessar skepnur, helmingi fleiri en þörf er á. Þessar greiðslur eru auðvitað framleiðsluhvetjandi, því fleiri kindur, því meiri peninga. Þetta er grátbrosleg aulastefna, því jafnfamt hefur verið reynt með hikandi hendi að fá eitthvað af öllum þessum fjárbændum með alla þessa offramleiðslu til að snúa sér að einhverju öðru. Má þar nefna vinnu við uppgræðslu lands o.fl. og lofað stuðningi við breytingar á rekstri fjárbúa en fengið nánast engar undirtektir. Jafnvel þó sumir af þessum bændum eigi ekki einu sinni land fyrir þessar skepnur sínar, en láti þær bara ganga á annarra manna löndum öllum til mikils ama. Slíkt óréttlæti er ekki hægt að koma í veg fyrir á meðan löngu úrelt rányrkja með lausagöngu búfjár er ennþá við lýði. Allir aðrir landsmenn verða að girða sig af frá sauðkindinni, í stað þess að girða hana af. Við megum líka þola það að þegar við förum um landið í sumarfríinu okkar þá erum við oft á niðurnöguðum blómlausum beitilöndum, nema á fáeinum uppgræddum og afgirtum svæðum og girðingavír okkur til yndisauka meðfram öllum vegum. Landgræðslan var stofnuð af Alþingi fyrir rúmum 100 árum til að græða upp stórskemmda landið okkar. Hún hefur fengið milljarða frá ríkinu en nær varla að halda í við skemmdirnar vegna ofbeitarinnar. Eigum við að halda svona áfram næstu hundrað árin bara svo að þeir sem sitja á þingi þurfi ekki að óttast um atkvæðin sín frá bændum ef stuggað væri við þessum forréttindum þeirra. Hvað annað gæti komið í veg fyrir þessar nauðsynlegu breytingar, landinu og ríkissjóði til góðs? Svar óskast! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Sjá meira
Á hverju sumri eru 70 þúsund hross og 1.350.000 fjár að elta uppi tætingslegar gróðurleifar landsins allt sumarið án nokkurrar ábyrgðar eigenda þeirra. Landgræðslustjóri segir að til séu engin lög í landinu sem virki þannig að þau heimili henni að grípa til neyðarúrræða vegna ofbeitar eða landníðslu. Bændur hafi allt forræði og eignarhald á nýtingu lands, hvort sem það séu þjóðlendur eða ekki. Er þetta ekki það fyrsta sem þarf að leiðrétta í gömlum og úrsérgengnum lögum? Þó er brýnast af öllu að setja lög um það, að starfsstétt sem byggir afkomu sína á ræktun búfjár hafi sínar skepnur á sínu eigin landi en ekki annarra. Við skattgreiðendur greiðum sauðfjárbændum rúma fjóra milljarða á ári fyrir að framleiða þessar skepnur, helmingi fleiri en þörf er á. Þessar greiðslur eru auðvitað framleiðsluhvetjandi, því fleiri kindur, því meiri peninga. Þetta er grátbrosleg aulastefna, því jafnfamt hefur verið reynt með hikandi hendi að fá eitthvað af öllum þessum fjárbændum með alla þessa offramleiðslu til að snúa sér að einhverju öðru. Má þar nefna vinnu við uppgræðslu lands o.fl. og lofað stuðningi við breytingar á rekstri fjárbúa en fengið nánast engar undirtektir. Jafnvel þó sumir af þessum bændum eigi ekki einu sinni land fyrir þessar skepnur sínar, en láti þær bara ganga á annarra manna löndum öllum til mikils ama. Slíkt óréttlæti er ekki hægt að koma í veg fyrir á meðan löngu úrelt rányrkja með lausagöngu búfjár er ennþá við lýði. Allir aðrir landsmenn verða að girða sig af frá sauðkindinni, í stað þess að girða hana af. Við megum líka þola það að þegar við förum um landið í sumarfríinu okkar þá erum við oft á niðurnöguðum blómlausum beitilöndum, nema á fáeinum uppgræddum og afgirtum svæðum og girðingavír okkur til yndisauka meðfram öllum vegum. Landgræðslan var stofnuð af Alþingi fyrir rúmum 100 árum til að græða upp stórskemmda landið okkar. Hún hefur fengið milljarða frá ríkinu en nær varla að halda í við skemmdirnar vegna ofbeitarinnar. Eigum við að halda svona áfram næstu hundrað árin bara svo að þeir sem sitja á þingi þurfi ekki að óttast um atkvæðin sín frá bændum ef stuggað væri við þessum forréttindum þeirra. Hvað annað gæti komið í veg fyrir þessar nauðsynlegu breytingar, landinu og ríkissjóði til góðs? Svar óskast!
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun