Blús læknar öll vandamál 1. apríl 2012 10:00 Bandaríski blústónlistarmaðurinn John Primer spilar á Blúshátíð í Reykjavík um páskana. John Primer spilar á Blúshátíð í Reykjavík um páskana. Hann spilaði með goðsögninni Muddy Waters á sínum yngri árum. Bandaríski blústónlistarmaðurinn John Primer spilar á Blúshátíð í Reykjavík um páskana. Hann hlakkar til að koma til landsins og ætlar að dvelja hér í fjóra daga. „Þetta verður gaman,“ segir Primer, sem spilar með The Blue Ice Band á Hótel Nordica 4. apríl. Primer fæddist í Mississippi 1945 en fluttist til Chicago 1963 og spilar því hinn svokallaða Chicago blús. Hann hóf feril sinn í hljómsveitinni The Maintainers sem blandaði saman sálar- og blústónlist. Primer kynntist Sammy Lawhorn sem hafði spilað með goðsögninni Muddy Waters og fékk þar góða leiðsögn. Þegar annar þekktur blúsari, Willie Dixon, safnaði mönnum saman í All Stars-hljómsveit árið 1979 réð hann Primer sem gítarleikara. Árið eftir fékk Muddy Waters Primer til að spila í hljómsveit sinni og þar lék hann þar til Waters lést árið 1983. „Það var frábært að spila með Muddy. Það var einn skemmtilegasti tími ævi minnar. Þeir verða ekki stærri en hann,“ segir Primer með sterkum Mississippi-hreim. „Þetta var mjög gott tækifæri fyrir mig og mikil reynsla. Muddy var frábær náungi.“ Primer gekk næst til liðs við Magic Slim og hljómsveit hans Teardroppers. Samstarfið entist í rúman áratug og að því loknu ákvað Primer að einbeita sér að sólóferli sínum og fór að gefa út eigin plötur. Hann er einmitt að taka upp nýja plötu um þessar mundir en ætlar ekki að spila efni af henni í Reykjavík, heldur einbeita sér að eldra efni. Primer var tilnefndur til Grammy-verðlaunanna árið 2009 ásamt fleiri blúsurum fyrir tvöföldu plötuna Chicago Blues: A Living History. Árið eftir var hann tilnefndur í fjórgang til bandarísku blúsverðlaunanna en tókst ekki að bera sigur úr býtum. Í ár hefur hann einnig verið tilnefndur til sömu verðlauna en þau verða afhent í maí. Aðspurður hvaða þýðingu þessar tilnefningar hafa fyrir hann segir Primer: „Þær þýða það að maður verður bara að halda áfram að spila blúsinn og ekki hætta fyrr en maður hefur unnið einhver verðlaun,“ segir hann og hlær. „Bara halda áfram og gefast ekki upp.“ En hvað er það við blúsinn sem er svona heillandi? „Blús er tilfinning sem lætur mér líða vel. Hann er hluti af mínu lífi og læknar öll mín vandamál.“ freyr@frettabladid.is Mest lesið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Hágæða merkjavara á geggjuðum afslætti út föstudaginn Lífið samstarf Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Lífið Fleiri fréttir „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Sjá meira
John Primer spilar á Blúshátíð í Reykjavík um páskana. Hann spilaði með goðsögninni Muddy Waters á sínum yngri árum. Bandaríski blústónlistarmaðurinn John Primer spilar á Blúshátíð í Reykjavík um páskana. Hann hlakkar til að koma til landsins og ætlar að dvelja hér í fjóra daga. „Þetta verður gaman,“ segir Primer, sem spilar með The Blue Ice Band á Hótel Nordica 4. apríl. Primer fæddist í Mississippi 1945 en fluttist til Chicago 1963 og spilar því hinn svokallaða Chicago blús. Hann hóf feril sinn í hljómsveitinni The Maintainers sem blandaði saman sálar- og blústónlist. Primer kynntist Sammy Lawhorn sem hafði spilað með goðsögninni Muddy Waters og fékk þar góða leiðsögn. Þegar annar þekktur blúsari, Willie Dixon, safnaði mönnum saman í All Stars-hljómsveit árið 1979 réð hann Primer sem gítarleikara. Árið eftir fékk Muddy Waters Primer til að spila í hljómsveit sinni og þar lék hann þar til Waters lést árið 1983. „Það var frábært að spila með Muddy. Það var einn skemmtilegasti tími ævi minnar. Þeir verða ekki stærri en hann,“ segir Primer með sterkum Mississippi-hreim. „Þetta var mjög gott tækifæri fyrir mig og mikil reynsla. Muddy var frábær náungi.“ Primer gekk næst til liðs við Magic Slim og hljómsveit hans Teardroppers. Samstarfið entist í rúman áratug og að því loknu ákvað Primer að einbeita sér að sólóferli sínum og fór að gefa út eigin plötur. Hann er einmitt að taka upp nýja plötu um þessar mundir en ætlar ekki að spila efni af henni í Reykjavík, heldur einbeita sér að eldra efni. Primer var tilnefndur til Grammy-verðlaunanna árið 2009 ásamt fleiri blúsurum fyrir tvöföldu plötuna Chicago Blues: A Living History. Árið eftir var hann tilnefndur í fjórgang til bandarísku blúsverðlaunanna en tókst ekki að bera sigur úr býtum. Í ár hefur hann einnig verið tilnefndur til sömu verðlauna en þau verða afhent í maí. Aðspurður hvaða þýðingu þessar tilnefningar hafa fyrir hann segir Primer: „Þær þýða það að maður verður bara að halda áfram að spila blúsinn og ekki hætta fyrr en maður hefur unnið einhver verðlaun,“ segir hann og hlær. „Bara halda áfram og gefast ekki upp.“ En hvað er það við blúsinn sem er svona heillandi? „Blús er tilfinning sem lætur mér líða vel. Hann er hluti af mínu lífi og læknar öll mín vandamál.“ freyr@frettabladid.is
Mest lesið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Hágæða merkjavara á geggjuðum afslætti út föstudaginn Lífið samstarf Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Lífið Fleiri fréttir „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Sjá meira