Dögun – Ný dögun Halldór Reynisson skrifar 29. mars 2012 06:00 Það var sagt frá því nýlega að nýtt stjórnmálaafl væri orðið til. Dögun heitir það en einhverjir fjölmiðlungar skröfuðu um nýja Dögun væntanlega í þeim dúr að hér væri nýtt stjórnmálaafl á ferðinni. Þannig vill til að Ný dögun er ekki nýtt nafn heldur hefur loðað í aldarfjórðung við samtök um sorg og sorgarviðbrögð. Og þessi samtök ræða aldeilis ekki um pólitík, heldur ekki um trúarpólitík heldur þá sammannlegu reynslu sem sorg heitir og missir. Þetta eru samtök fólks sem hefur misst og syrgir og þess fagfólks sem af veikum mætti reynir að styðja syrgjendur á sorgargöngunni. Og þó getum við sagt að jafnvel á þeim vettvangi þar sem syrgjendur og fagfólk sameinast um að styðja aðra í sorginni fylgi líka pólitík. Pólitík fjallar nefnilega um það hvers konar þjóðfélag við byggjum. Pólitík snýst m.a. um það hvort okkur beri sem samfélagi að styðja þau sem orðið hafa fyrir áföllum – eða hvort við skiljum fólk eftir í sárum sínum og göngum fram hjá. Hér má minna á að pólitíkin þessa daga er mjög upptekin af því að styðja við fólk sem hefur orðið illa úti í hruninu og er það vel. Missir þeirra sem hafa séð á eftir nánum ættingjum eða ástvinum í gröfina ótímabært, jafnvel á snöggu augabragði er langtum meiri en þeirra sem aðeins hafa misst fjármuni. Reynsla þeirra sem hafa misst hvoru tveggja kennir okkur það. Og sorgin bakar þeim sem eftir lifa oft heilsutjóni, jafnvel örorku og atvinnumissi ofan í kaupið. Þar fyrir utan hafa syrgjendur sjaldnast mátt til að berjast fyrir málstað sínum um stuðning – um hjálp okkar hinna við að reisa líf sitt við á nýjan leik. Ég óska Dögun sem og hverju því stjórnmálaafli sem lætur sér annt um velferð náungans alls hins besta. Um leið minni ég þau sem helga krafta sína pólitíkinni á grunngildi náungakærleiks og umhyggju sem eru kannski mikilvægustu gildin í okkar samfélagi þegar dýpst er skoðað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Það var sagt frá því nýlega að nýtt stjórnmálaafl væri orðið til. Dögun heitir það en einhverjir fjölmiðlungar skröfuðu um nýja Dögun væntanlega í þeim dúr að hér væri nýtt stjórnmálaafl á ferðinni. Þannig vill til að Ný dögun er ekki nýtt nafn heldur hefur loðað í aldarfjórðung við samtök um sorg og sorgarviðbrögð. Og þessi samtök ræða aldeilis ekki um pólitík, heldur ekki um trúarpólitík heldur þá sammannlegu reynslu sem sorg heitir og missir. Þetta eru samtök fólks sem hefur misst og syrgir og þess fagfólks sem af veikum mætti reynir að styðja syrgjendur á sorgargöngunni. Og þó getum við sagt að jafnvel á þeim vettvangi þar sem syrgjendur og fagfólk sameinast um að styðja aðra í sorginni fylgi líka pólitík. Pólitík fjallar nefnilega um það hvers konar þjóðfélag við byggjum. Pólitík snýst m.a. um það hvort okkur beri sem samfélagi að styðja þau sem orðið hafa fyrir áföllum – eða hvort við skiljum fólk eftir í sárum sínum og göngum fram hjá. Hér má minna á að pólitíkin þessa daga er mjög upptekin af því að styðja við fólk sem hefur orðið illa úti í hruninu og er það vel. Missir þeirra sem hafa séð á eftir nánum ættingjum eða ástvinum í gröfina ótímabært, jafnvel á snöggu augabragði er langtum meiri en þeirra sem aðeins hafa misst fjármuni. Reynsla þeirra sem hafa misst hvoru tveggja kennir okkur það. Og sorgin bakar þeim sem eftir lifa oft heilsutjóni, jafnvel örorku og atvinnumissi ofan í kaupið. Þar fyrir utan hafa syrgjendur sjaldnast mátt til að berjast fyrir málstað sínum um stuðning – um hjálp okkar hinna við að reisa líf sitt við á nýjan leik. Ég óska Dögun sem og hverju því stjórnmálaafli sem lætur sér annt um velferð náungans alls hins besta. Um leið minni ég þau sem helga krafta sína pólitíkinni á grunngildi náungakærleiks og umhyggju sem eru kannski mikilvægustu gildin í okkar samfélagi þegar dýpst er skoðað.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar