Öryggissjónarmið eiga að ráða forgangsröðun vegaframkvæmda Elvar Jónsson skrifar 29. mars 2012 06:00 Ágætu Austfirðingar og landsmenn allir! Nú hefur það verið staðfest: Vegurinn frá Norðfirði til Stöðvarfjarðar er hættulegasti vegarkafli landsins, samkvæmt niðurstöðum rannsókna sem nýverið birtust í Læknablaðinu. Því miður reyndist illur grunur okkar réttur. Fyrir ókunnuga er rétt að taka fram að vegurinn liggur um sveitarfélagið Fjarðabyggð, nánast endilangt. Frá því að ég hóf störf sem sveitarstjórnarmaður vorið 2010 hef ég smám saman sannfærst um að stjórnmálamenn eigi sem allra minnst að skipta sér af vegagerð. Þeirra aðkoma að málaflokknum á aðeins að vera með þeim hætti að samþykkja forgangsröðun verkefna út frá fræðilegum niðurstöðum fagfólks. Stjórnmálamenn eiga að hafa öryggissjónarmið og ekkert annað að leiðarljósi enda er það frumskylda stjórnvalda að gæta að öryggis íbúanna. Stjórnmálamenn, þingmenn og sveitarstjórnarmenn ættu að sameinast um þessa rökréttu aðferð sem tryggir að öryggissjónarmið ráði forgangsröðun vegaframkvæmda. Þennan hátt ætti að viðhafa þar til tryggt verður að allir landsmenn geti ekið til vinnu eða náms, a.m.k. innan síns sveitarfélags án þess að fara um stórhættulega og löngu úrelta vegi. Það er því hlutverk sérfræðinga og fagfólks að meta hvar mesta hættan er en hlutverk okkar stjórnmálamanna er að taka ákvörðun um að öryggissjónarmið séu alltaf í fyrirrúmi og látin ráða röð framkvæmda og annað ekki. Fyrir skömmu fór rúta með átta farþega út af veginum á Oddsskarði og litlu munaði að stórslys hlytist af. Vegurinn um Oddsskarð og gömlu göngin eru hættulegasti hluti hættulegasta vegkafla landsins. Út frá öryggissjónarmiðum ætti að vera búið að gera ný göng fyrir löngu. Þá eru ótalin önnur rök, t.d. efnahagsleg rök og loforð við sameiningu sveitarfélaga en undirritaður og fleiri hafa skrifað um þau og verður það því ekki tíundað frekar í þessari stuttu grein þótt rökin séu knýjandi. Það voru engin rök fyrir því að seinka framkvæmdum árið 2009 og það eru engin rök fyrir því að fresta þeim enn frekar. Hönnun vegarins og ganganna er lokið og það er ekkert sem stendur í vegi fyrir því að verklegar framkvæmdir hefjist strax á næsta ári, og þótt fyrr hefði verið. Fjarðabyggð er sveitarfélag í blóma. Þar hefur verið mikil uppbygging á síðustu árum og í sveitarfélaginu er mikil verðmætasköpun. Mjóeyrarhöfn er önnur stærsta útflutningshöfn landsins og 22,4% af heildarkvóta landsmanna koma á land í sveitarfélaginu. Íbúar Fjarðabyggðar búa í sátt við umhverfið og náttúruna en vilja losna við erfiðan fjallveg og einbreið úrelt jarðgöng sem tengja saman byggðarkjarna í Fjarðabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Ágætu Austfirðingar og landsmenn allir! Nú hefur það verið staðfest: Vegurinn frá Norðfirði til Stöðvarfjarðar er hættulegasti vegarkafli landsins, samkvæmt niðurstöðum rannsókna sem nýverið birtust í Læknablaðinu. Því miður reyndist illur grunur okkar réttur. Fyrir ókunnuga er rétt að taka fram að vegurinn liggur um sveitarfélagið Fjarðabyggð, nánast endilangt. Frá því að ég hóf störf sem sveitarstjórnarmaður vorið 2010 hef ég smám saman sannfærst um að stjórnmálamenn eigi sem allra minnst að skipta sér af vegagerð. Þeirra aðkoma að málaflokknum á aðeins að vera með þeim hætti að samþykkja forgangsröðun verkefna út frá fræðilegum niðurstöðum fagfólks. Stjórnmálamenn eiga að hafa öryggissjónarmið og ekkert annað að leiðarljósi enda er það frumskylda stjórnvalda að gæta að öryggis íbúanna. Stjórnmálamenn, þingmenn og sveitarstjórnarmenn ættu að sameinast um þessa rökréttu aðferð sem tryggir að öryggissjónarmið ráði forgangsröðun vegaframkvæmda. Þennan hátt ætti að viðhafa þar til tryggt verður að allir landsmenn geti ekið til vinnu eða náms, a.m.k. innan síns sveitarfélags án þess að fara um stórhættulega og löngu úrelta vegi. Það er því hlutverk sérfræðinga og fagfólks að meta hvar mesta hættan er en hlutverk okkar stjórnmálamanna er að taka ákvörðun um að öryggissjónarmið séu alltaf í fyrirrúmi og látin ráða röð framkvæmda og annað ekki. Fyrir skömmu fór rúta með átta farþega út af veginum á Oddsskarði og litlu munaði að stórslys hlytist af. Vegurinn um Oddsskarð og gömlu göngin eru hættulegasti hluti hættulegasta vegkafla landsins. Út frá öryggissjónarmiðum ætti að vera búið að gera ný göng fyrir löngu. Þá eru ótalin önnur rök, t.d. efnahagsleg rök og loforð við sameiningu sveitarfélaga en undirritaður og fleiri hafa skrifað um þau og verður það því ekki tíundað frekar í þessari stuttu grein þótt rökin séu knýjandi. Það voru engin rök fyrir því að seinka framkvæmdum árið 2009 og það eru engin rök fyrir því að fresta þeim enn frekar. Hönnun vegarins og ganganna er lokið og það er ekkert sem stendur í vegi fyrir því að verklegar framkvæmdir hefjist strax á næsta ári, og þótt fyrr hefði verið. Fjarðabyggð er sveitarfélag í blóma. Þar hefur verið mikil uppbygging á síðustu árum og í sveitarfélaginu er mikil verðmætasköpun. Mjóeyrarhöfn er önnur stærsta útflutningshöfn landsins og 22,4% af heildarkvóta landsmanna koma á land í sveitarfélaginu. Íbúar Fjarðabyggðar búa í sátt við umhverfið og náttúruna en vilja losna við erfiðan fjallveg og einbreið úrelt jarðgöng sem tengja saman byggðarkjarna í Fjarðabyggð.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun