Öryggissjónarmið eiga að ráða forgangsröðun vegaframkvæmda Elvar Jónsson skrifar 29. mars 2012 06:00 Ágætu Austfirðingar og landsmenn allir! Nú hefur það verið staðfest: Vegurinn frá Norðfirði til Stöðvarfjarðar er hættulegasti vegarkafli landsins, samkvæmt niðurstöðum rannsókna sem nýverið birtust í Læknablaðinu. Því miður reyndist illur grunur okkar réttur. Fyrir ókunnuga er rétt að taka fram að vegurinn liggur um sveitarfélagið Fjarðabyggð, nánast endilangt. Frá því að ég hóf störf sem sveitarstjórnarmaður vorið 2010 hef ég smám saman sannfærst um að stjórnmálamenn eigi sem allra minnst að skipta sér af vegagerð. Þeirra aðkoma að málaflokknum á aðeins að vera með þeim hætti að samþykkja forgangsröðun verkefna út frá fræðilegum niðurstöðum fagfólks. Stjórnmálamenn eiga að hafa öryggissjónarmið og ekkert annað að leiðarljósi enda er það frumskylda stjórnvalda að gæta að öryggis íbúanna. Stjórnmálamenn, þingmenn og sveitarstjórnarmenn ættu að sameinast um þessa rökréttu aðferð sem tryggir að öryggissjónarmið ráði forgangsröðun vegaframkvæmda. Þennan hátt ætti að viðhafa þar til tryggt verður að allir landsmenn geti ekið til vinnu eða náms, a.m.k. innan síns sveitarfélags án þess að fara um stórhættulega og löngu úrelta vegi. Það er því hlutverk sérfræðinga og fagfólks að meta hvar mesta hættan er en hlutverk okkar stjórnmálamanna er að taka ákvörðun um að öryggissjónarmið séu alltaf í fyrirrúmi og látin ráða röð framkvæmda og annað ekki. Fyrir skömmu fór rúta með átta farþega út af veginum á Oddsskarði og litlu munaði að stórslys hlytist af. Vegurinn um Oddsskarð og gömlu göngin eru hættulegasti hluti hættulegasta vegkafla landsins. Út frá öryggissjónarmiðum ætti að vera búið að gera ný göng fyrir löngu. Þá eru ótalin önnur rök, t.d. efnahagsleg rök og loforð við sameiningu sveitarfélaga en undirritaður og fleiri hafa skrifað um þau og verður það því ekki tíundað frekar í þessari stuttu grein þótt rökin séu knýjandi. Það voru engin rök fyrir því að seinka framkvæmdum árið 2009 og það eru engin rök fyrir því að fresta þeim enn frekar. Hönnun vegarins og ganganna er lokið og það er ekkert sem stendur í vegi fyrir því að verklegar framkvæmdir hefjist strax á næsta ári, og þótt fyrr hefði verið. Fjarðabyggð er sveitarfélag í blóma. Þar hefur verið mikil uppbygging á síðustu árum og í sveitarfélaginu er mikil verðmætasköpun. Mjóeyrarhöfn er önnur stærsta útflutningshöfn landsins og 22,4% af heildarkvóta landsmanna koma á land í sveitarfélaginu. Íbúar Fjarðabyggðar búa í sátt við umhverfið og náttúruna en vilja losna við erfiðan fjallveg og einbreið úrelt jarðgöng sem tengja saman byggðarkjarna í Fjarðabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Ágætu Austfirðingar og landsmenn allir! Nú hefur það verið staðfest: Vegurinn frá Norðfirði til Stöðvarfjarðar er hættulegasti vegarkafli landsins, samkvæmt niðurstöðum rannsókna sem nýverið birtust í Læknablaðinu. Því miður reyndist illur grunur okkar réttur. Fyrir ókunnuga er rétt að taka fram að vegurinn liggur um sveitarfélagið Fjarðabyggð, nánast endilangt. Frá því að ég hóf störf sem sveitarstjórnarmaður vorið 2010 hef ég smám saman sannfærst um að stjórnmálamenn eigi sem allra minnst að skipta sér af vegagerð. Þeirra aðkoma að málaflokknum á aðeins að vera með þeim hætti að samþykkja forgangsröðun verkefna út frá fræðilegum niðurstöðum fagfólks. Stjórnmálamenn eiga að hafa öryggissjónarmið og ekkert annað að leiðarljósi enda er það frumskylda stjórnvalda að gæta að öryggis íbúanna. Stjórnmálamenn, þingmenn og sveitarstjórnarmenn ættu að sameinast um þessa rökréttu aðferð sem tryggir að öryggissjónarmið ráði forgangsröðun vegaframkvæmda. Þennan hátt ætti að viðhafa þar til tryggt verður að allir landsmenn geti ekið til vinnu eða náms, a.m.k. innan síns sveitarfélags án þess að fara um stórhættulega og löngu úrelta vegi. Það er því hlutverk sérfræðinga og fagfólks að meta hvar mesta hættan er en hlutverk okkar stjórnmálamanna er að taka ákvörðun um að öryggissjónarmið séu alltaf í fyrirrúmi og látin ráða röð framkvæmda og annað ekki. Fyrir skömmu fór rúta með átta farþega út af veginum á Oddsskarði og litlu munaði að stórslys hlytist af. Vegurinn um Oddsskarð og gömlu göngin eru hættulegasti hluti hættulegasta vegkafla landsins. Út frá öryggissjónarmiðum ætti að vera búið að gera ný göng fyrir löngu. Þá eru ótalin önnur rök, t.d. efnahagsleg rök og loforð við sameiningu sveitarfélaga en undirritaður og fleiri hafa skrifað um þau og verður það því ekki tíundað frekar í þessari stuttu grein þótt rökin séu knýjandi. Það voru engin rök fyrir því að seinka framkvæmdum árið 2009 og það eru engin rök fyrir því að fresta þeim enn frekar. Hönnun vegarins og ganganna er lokið og það er ekkert sem stendur í vegi fyrir því að verklegar framkvæmdir hefjist strax á næsta ári, og þótt fyrr hefði verið. Fjarðabyggð er sveitarfélag í blóma. Þar hefur verið mikil uppbygging á síðustu árum og í sveitarfélaginu er mikil verðmætasköpun. Mjóeyrarhöfn er önnur stærsta útflutningshöfn landsins og 22,4% af heildarkvóta landsmanna koma á land í sveitarfélaginu. Íbúar Fjarðabyggðar búa í sátt við umhverfið og náttúruna en vilja losna við erfiðan fjallveg og einbreið úrelt jarðgöng sem tengja saman byggðarkjarna í Fjarðabyggð.
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar