Öryggissjónarmið eiga að ráða forgangsröðun vegaframkvæmda Elvar Jónsson skrifar 29. mars 2012 06:00 Ágætu Austfirðingar og landsmenn allir! Nú hefur það verið staðfest: Vegurinn frá Norðfirði til Stöðvarfjarðar er hættulegasti vegarkafli landsins, samkvæmt niðurstöðum rannsókna sem nýverið birtust í Læknablaðinu. Því miður reyndist illur grunur okkar réttur. Fyrir ókunnuga er rétt að taka fram að vegurinn liggur um sveitarfélagið Fjarðabyggð, nánast endilangt. Frá því að ég hóf störf sem sveitarstjórnarmaður vorið 2010 hef ég smám saman sannfærst um að stjórnmálamenn eigi sem allra minnst að skipta sér af vegagerð. Þeirra aðkoma að málaflokknum á aðeins að vera með þeim hætti að samþykkja forgangsröðun verkefna út frá fræðilegum niðurstöðum fagfólks. Stjórnmálamenn eiga að hafa öryggissjónarmið og ekkert annað að leiðarljósi enda er það frumskylda stjórnvalda að gæta að öryggis íbúanna. Stjórnmálamenn, þingmenn og sveitarstjórnarmenn ættu að sameinast um þessa rökréttu aðferð sem tryggir að öryggissjónarmið ráði forgangsröðun vegaframkvæmda. Þennan hátt ætti að viðhafa þar til tryggt verður að allir landsmenn geti ekið til vinnu eða náms, a.m.k. innan síns sveitarfélags án þess að fara um stórhættulega og löngu úrelta vegi. Það er því hlutverk sérfræðinga og fagfólks að meta hvar mesta hættan er en hlutverk okkar stjórnmálamanna er að taka ákvörðun um að öryggissjónarmið séu alltaf í fyrirrúmi og látin ráða röð framkvæmda og annað ekki. Fyrir skömmu fór rúta með átta farþega út af veginum á Oddsskarði og litlu munaði að stórslys hlytist af. Vegurinn um Oddsskarð og gömlu göngin eru hættulegasti hluti hættulegasta vegkafla landsins. Út frá öryggissjónarmiðum ætti að vera búið að gera ný göng fyrir löngu. Þá eru ótalin önnur rök, t.d. efnahagsleg rök og loforð við sameiningu sveitarfélaga en undirritaður og fleiri hafa skrifað um þau og verður það því ekki tíundað frekar í þessari stuttu grein þótt rökin séu knýjandi. Það voru engin rök fyrir því að seinka framkvæmdum árið 2009 og það eru engin rök fyrir því að fresta þeim enn frekar. Hönnun vegarins og ganganna er lokið og það er ekkert sem stendur í vegi fyrir því að verklegar framkvæmdir hefjist strax á næsta ári, og þótt fyrr hefði verið. Fjarðabyggð er sveitarfélag í blóma. Þar hefur verið mikil uppbygging á síðustu árum og í sveitarfélaginu er mikil verðmætasköpun. Mjóeyrarhöfn er önnur stærsta útflutningshöfn landsins og 22,4% af heildarkvóta landsmanna koma á land í sveitarfélaginu. Íbúar Fjarðabyggðar búa í sátt við umhverfið og náttúruna en vilja losna við erfiðan fjallveg og einbreið úrelt jarðgöng sem tengja saman byggðarkjarna í Fjarðabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Skoðun Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Ágætu Austfirðingar og landsmenn allir! Nú hefur það verið staðfest: Vegurinn frá Norðfirði til Stöðvarfjarðar er hættulegasti vegarkafli landsins, samkvæmt niðurstöðum rannsókna sem nýverið birtust í Læknablaðinu. Því miður reyndist illur grunur okkar réttur. Fyrir ókunnuga er rétt að taka fram að vegurinn liggur um sveitarfélagið Fjarðabyggð, nánast endilangt. Frá því að ég hóf störf sem sveitarstjórnarmaður vorið 2010 hef ég smám saman sannfærst um að stjórnmálamenn eigi sem allra minnst að skipta sér af vegagerð. Þeirra aðkoma að málaflokknum á aðeins að vera með þeim hætti að samþykkja forgangsröðun verkefna út frá fræðilegum niðurstöðum fagfólks. Stjórnmálamenn eiga að hafa öryggissjónarmið og ekkert annað að leiðarljósi enda er það frumskylda stjórnvalda að gæta að öryggis íbúanna. Stjórnmálamenn, þingmenn og sveitarstjórnarmenn ættu að sameinast um þessa rökréttu aðferð sem tryggir að öryggissjónarmið ráði forgangsröðun vegaframkvæmda. Þennan hátt ætti að viðhafa þar til tryggt verður að allir landsmenn geti ekið til vinnu eða náms, a.m.k. innan síns sveitarfélags án þess að fara um stórhættulega og löngu úrelta vegi. Það er því hlutverk sérfræðinga og fagfólks að meta hvar mesta hættan er en hlutverk okkar stjórnmálamanna er að taka ákvörðun um að öryggissjónarmið séu alltaf í fyrirrúmi og látin ráða röð framkvæmda og annað ekki. Fyrir skömmu fór rúta með átta farþega út af veginum á Oddsskarði og litlu munaði að stórslys hlytist af. Vegurinn um Oddsskarð og gömlu göngin eru hættulegasti hluti hættulegasta vegkafla landsins. Út frá öryggissjónarmiðum ætti að vera búið að gera ný göng fyrir löngu. Þá eru ótalin önnur rök, t.d. efnahagsleg rök og loforð við sameiningu sveitarfélaga en undirritaður og fleiri hafa skrifað um þau og verður það því ekki tíundað frekar í þessari stuttu grein þótt rökin séu knýjandi. Það voru engin rök fyrir því að seinka framkvæmdum árið 2009 og það eru engin rök fyrir því að fresta þeim enn frekar. Hönnun vegarins og ganganna er lokið og það er ekkert sem stendur í vegi fyrir því að verklegar framkvæmdir hefjist strax á næsta ári, og þótt fyrr hefði verið. Fjarðabyggð er sveitarfélag í blóma. Þar hefur verið mikil uppbygging á síðustu árum og í sveitarfélaginu er mikil verðmætasköpun. Mjóeyrarhöfn er önnur stærsta útflutningshöfn landsins og 22,4% af heildarkvóta landsmanna koma á land í sveitarfélaginu. Íbúar Fjarðabyggðar búa í sátt við umhverfið og náttúruna en vilja losna við erfiðan fjallveg og einbreið úrelt jarðgöng sem tengja saman byggðarkjarna í Fjarðabyggð.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar