Heilbrigðar tennur barna: Mannréttindi eða forréttindi? Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar 27. mars 2012 06:00 Við Íslendingar státum okkur af góðu heilbrigðiskerfi sem hugar að heilsuvernd barna. Í dag er staðan sú að tannheilsa íslenskra barna er í sjötta neðsta sæti af OECD-löndunum. Til eru dæmi um börn sem ekki hafa farið til tannlæknis svo árum skiptir og reglulega þarf að gera aðgerðir á leikskólabörnum með brunnar og ónýtar tennur. Í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna er kveðið á um þau réttindi sem börn eiga að njóta, meðal annars jafnan rétt þeirra til heilsuverndar, án tillits til stöðu þeirra eða foreldra þeirra. Ísland hefur fullgilt barnasáttmálann og er því bundið ákvæðum hans að þjóðarrétti. Fyrir dyrum stendur lögleiðing sáttmálans. Það er því ekki seinna vænna fyrir stjórnvöld að huga að því hvernig tryggja eigi öllum börnum jafnan aðgang að tannvernd á komandi árum. Vert er að vekja athygli á því að þessi þróun tannheilsu barna hér er hvorki ný af nálinni né beintengd efnahagshruninu. Ekki hafa náðst samningar á milli tannlækna og Sjúkratrygginga Íslands svo árum skiptir, meðal annars með þeim afleiðingum að fjöldi foreldra treystir sér ekki til að greiða fyrir tannlæknaþjónustu. Þetta ástand er óásættanlegt og það er óskiljanlegt hvers vegna tannlækningar lúta ekki sömu lögmálum og önnur heilbrigðisþjónusta. Barnasáttmálinn kveður einnig á um rétt barna til að lifa og þroskast og sérstaklega er fjallað um ábyrgð og skyldur foreldra til að veita börnum sínum leiðsögn og stuðning. Forvarnir gegn tannsjúkdómum eru ekki síður mikilvægar börnum en aðgangur að tannlæknaþjónustu. Sykurneysla íslenskra barna í formi sælgætis og sætra gosdrykkja er langt umfram það sem eðlilegt getur talist. Þar er ábyrgð foreldra mikil. Barnaheill - Save the Children á Íslandi skora á yfirvöld, foreldra og samfélagið allt að taka höndum saman um að bæta tannheilbrigði íslenskra barna. Þú getur lagt þitt lóð á vogarskálarnar með því að skrifa undir áskorun til yfirvalda á heimasíðu samtakanna, barnaheill.is, og með þátttöku í málþingi um þetta efni á morgun frá kl. 9 til 11 á Grand Hóteli í Reykjavík. Öll börn á Íslandi eiga að njóta þeirra sjálfsögðu mannréttinda að hafa heilbrigðar tennur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Skoðun Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Sjá meira
Við Íslendingar státum okkur af góðu heilbrigðiskerfi sem hugar að heilsuvernd barna. Í dag er staðan sú að tannheilsa íslenskra barna er í sjötta neðsta sæti af OECD-löndunum. Til eru dæmi um börn sem ekki hafa farið til tannlæknis svo árum skiptir og reglulega þarf að gera aðgerðir á leikskólabörnum með brunnar og ónýtar tennur. Í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna er kveðið á um þau réttindi sem börn eiga að njóta, meðal annars jafnan rétt þeirra til heilsuverndar, án tillits til stöðu þeirra eða foreldra þeirra. Ísland hefur fullgilt barnasáttmálann og er því bundið ákvæðum hans að þjóðarrétti. Fyrir dyrum stendur lögleiðing sáttmálans. Það er því ekki seinna vænna fyrir stjórnvöld að huga að því hvernig tryggja eigi öllum börnum jafnan aðgang að tannvernd á komandi árum. Vert er að vekja athygli á því að þessi þróun tannheilsu barna hér er hvorki ný af nálinni né beintengd efnahagshruninu. Ekki hafa náðst samningar á milli tannlækna og Sjúkratrygginga Íslands svo árum skiptir, meðal annars með þeim afleiðingum að fjöldi foreldra treystir sér ekki til að greiða fyrir tannlæknaþjónustu. Þetta ástand er óásættanlegt og það er óskiljanlegt hvers vegna tannlækningar lúta ekki sömu lögmálum og önnur heilbrigðisþjónusta. Barnasáttmálinn kveður einnig á um rétt barna til að lifa og þroskast og sérstaklega er fjallað um ábyrgð og skyldur foreldra til að veita börnum sínum leiðsögn og stuðning. Forvarnir gegn tannsjúkdómum eru ekki síður mikilvægar börnum en aðgangur að tannlæknaþjónustu. Sykurneysla íslenskra barna í formi sælgætis og sætra gosdrykkja er langt umfram það sem eðlilegt getur talist. Þar er ábyrgð foreldra mikil. Barnaheill - Save the Children á Íslandi skora á yfirvöld, foreldra og samfélagið allt að taka höndum saman um að bæta tannheilbrigði íslenskra barna. Þú getur lagt þitt lóð á vogarskálarnar með því að skrifa undir áskorun til yfirvalda á heimasíðu samtakanna, barnaheill.is, og með þátttöku í málþingi um þetta efni á morgun frá kl. 9 til 11 á Grand Hóteli í Reykjavík. Öll börn á Íslandi eiga að njóta þeirra sjálfsögðu mannréttinda að hafa heilbrigðar tennur.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun