Heilbrigðar tennur barna: Mannréttindi eða forréttindi? Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar 27. mars 2012 06:00 Við Íslendingar státum okkur af góðu heilbrigðiskerfi sem hugar að heilsuvernd barna. Í dag er staðan sú að tannheilsa íslenskra barna er í sjötta neðsta sæti af OECD-löndunum. Til eru dæmi um börn sem ekki hafa farið til tannlæknis svo árum skiptir og reglulega þarf að gera aðgerðir á leikskólabörnum með brunnar og ónýtar tennur. Í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna er kveðið á um þau réttindi sem börn eiga að njóta, meðal annars jafnan rétt þeirra til heilsuverndar, án tillits til stöðu þeirra eða foreldra þeirra. Ísland hefur fullgilt barnasáttmálann og er því bundið ákvæðum hans að þjóðarrétti. Fyrir dyrum stendur lögleiðing sáttmálans. Það er því ekki seinna vænna fyrir stjórnvöld að huga að því hvernig tryggja eigi öllum börnum jafnan aðgang að tannvernd á komandi árum. Vert er að vekja athygli á því að þessi þróun tannheilsu barna hér er hvorki ný af nálinni né beintengd efnahagshruninu. Ekki hafa náðst samningar á milli tannlækna og Sjúkratrygginga Íslands svo árum skiptir, meðal annars með þeim afleiðingum að fjöldi foreldra treystir sér ekki til að greiða fyrir tannlæknaþjónustu. Þetta ástand er óásættanlegt og það er óskiljanlegt hvers vegna tannlækningar lúta ekki sömu lögmálum og önnur heilbrigðisþjónusta. Barnasáttmálinn kveður einnig á um rétt barna til að lifa og þroskast og sérstaklega er fjallað um ábyrgð og skyldur foreldra til að veita börnum sínum leiðsögn og stuðning. Forvarnir gegn tannsjúkdómum eru ekki síður mikilvægar börnum en aðgangur að tannlæknaþjónustu. Sykurneysla íslenskra barna í formi sælgætis og sætra gosdrykkja er langt umfram það sem eðlilegt getur talist. Þar er ábyrgð foreldra mikil. Barnaheill - Save the Children á Íslandi skora á yfirvöld, foreldra og samfélagið allt að taka höndum saman um að bæta tannheilbrigði íslenskra barna. Þú getur lagt þitt lóð á vogarskálarnar með því að skrifa undir áskorun til yfirvalda á heimasíðu samtakanna, barnaheill.is, og með þátttöku í málþingi um þetta efni á morgun frá kl. 9 til 11 á Grand Hóteli í Reykjavík. Öll börn á Íslandi eiga að njóta þeirra sjálfsögðu mannréttinda að hafa heilbrigðar tennur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Við Íslendingar státum okkur af góðu heilbrigðiskerfi sem hugar að heilsuvernd barna. Í dag er staðan sú að tannheilsa íslenskra barna er í sjötta neðsta sæti af OECD-löndunum. Til eru dæmi um börn sem ekki hafa farið til tannlæknis svo árum skiptir og reglulega þarf að gera aðgerðir á leikskólabörnum með brunnar og ónýtar tennur. Í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna er kveðið á um þau réttindi sem börn eiga að njóta, meðal annars jafnan rétt þeirra til heilsuverndar, án tillits til stöðu þeirra eða foreldra þeirra. Ísland hefur fullgilt barnasáttmálann og er því bundið ákvæðum hans að þjóðarrétti. Fyrir dyrum stendur lögleiðing sáttmálans. Það er því ekki seinna vænna fyrir stjórnvöld að huga að því hvernig tryggja eigi öllum börnum jafnan aðgang að tannvernd á komandi árum. Vert er að vekja athygli á því að þessi þróun tannheilsu barna hér er hvorki ný af nálinni né beintengd efnahagshruninu. Ekki hafa náðst samningar á milli tannlækna og Sjúkratrygginga Íslands svo árum skiptir, meðal annars með þeim afleiðingum að fjöldi foreldra treystir sér ekki til að greiða fyrir tannlæknaþjónustu. Þetta ástand er óásættanlegt og það er óskiljanlegt hvers vegna tannlækningar lúta ekki sömu lögmálum og önnur heilbrigðisþjónusta. Barnasáttmálinn kveður einnig á um rétt barna til að lifa og þroskast og sérstaklega er fjallað um ábyrgð og skyldur foreldra til að veita börnum sínum leiðsögn og stuðning. Forvarnir gegn tannsjúkdómum eru ekki síður mikilvægar börnum en aðgangur að tannlæknaþjónustu. Sykurneysla íslenskra barna í formi sælgætis og sætra gosdrykkja er langt umfram það sem eðlilegt getur talist. Þar er ábyrgð foreldra mikil. Barnaheill - Save the Children á Íslandi skora á yfirvöld, foreldra og samfélagið allt að taka höndum saman um að bæta tannheilbrigði íslenskra barna. Þú getur lagt þitt lóð á vogarskálarnar með því að skrifa undir áskorun til yfirvalda á heimasíðu samtakanna, barnaheill.is, og með þátttöku í málþingi um þetta efni á morgun frá kl. 9 til 11 á Grand Hóteli í Reykjavík. Öll börn á Íslandi eiga að njóta þeirra sjálfsögðu mannréttinda að hafa heilbrigðar tennur.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar