Mið-Íslandi meinaður aðgangur að Leifsstöð 27. mars 2012 12:00 „Ég verð eiginlega bara pirraður þegar ég tala um þetta," segir Ragnar Hansson, leikstjóri gamanþátta Mið-Íslandhópsins, sem fékk ekki að taka upp í Leifsstöð þegar tökur stóðu yfir síðastliðið haust. Hópurinn þurfti að taka upp atriði í flugstöð og framleiðslufyrirtækið lagði því inn umsókn hjá Isavia til að fá leyfi fyrir tökum í Leifsstöð. Tökuliðið fór á fund með öryggisfulltrúa flugstöðvarinnar sem var boðinn og búinn að hjálpa þeim. Ragnar varð því mjög hissa þegar umsókninni var að lokum synjað og Mið-Ísland hópnum því bannað að taka upp í Leifsstöð. „Við vorum ekki að biðja um leyfi fyrir að taka upp á stöðum sem hefur ekki verið tekið upp á áður. Mér finnst þetta mjög skrýtið og skil ekki hvers vegna ríkisstyrktu verkefni eins og þessu sé meinaður aðgangur að einu millilandaflugstöð landsins. Það er ekki auðvelt að skapa svona umhverfi og varla hægt að fara á Reykjavíkurflugvöll sem er eins og bílskúr," segir Ragnar sem var það pirraður yfir ákvörðun Isavia að hann hóf að grennslast fyrir um ástæðu synjunarinnar, meðal annars hjá innanríkisráðuneytinu. „Þar fékk ég staðfestingu á því að stjórnendur Isavia, sem taka ákvarðarnir eins og þessa, voru einfaldlega ekki hrifnir af þessari tegund af gríni. Þetta var eins og þeir vildu ritstýra okkur," segir Ragnar og bætir við að hann hafi öruggar heimildir fyrir því að Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra hafi blöskrað framferði Isavia í málinu og komið þeim skoðunum sínum á framfæri. Friðþór Eydal, talsmaður Isavia, segir að ekki leyfilegt að taka upp við öryggishlið flugstöðvarinnar af öryggisástæðum. „Við förum eftir ákveðnum starfsreglum í þessum málum og skoðum hvert tilvik sérstaklega. Nú þekki ég ekki þetta tiltekna mál en þær útskýringar sem þeir fengu með synjunni hljóta að standa," segir hann. Atriðið sem um ræðir er mjög saklaust að sögn Ragnars en það fjallar um mann sem er á leiðinni til London en tollverðir og öryggishlið flækja för hans með ýmsum hætti. „Þetta er mjög einfalt grín og atriðið var ekki beint í uppáhaldi í fyrstu. Eftir þetta vesen varð ég hins vegar harðákveðinn í að taka það upp og við bjuggum bara til okkar eigin flugstöð með einhverju skítamixi. Nú er atriðið eitt það besta í þættinum að mínu mati," segir Ragnar en umrætt atriði má sjá á fimmtudaginn kemur þegar Mið-Ísland hópurinn beinir sjónum sínum að gríni tengdu flugsamgöngum. alfrun@frettabladid.is Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fleiri fréttir Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Sjá meira
„Ég verð eiginlega bara pirraður þegar ég tala um þetta," segir Ragnar Hansson, leikstjóri gamanþátta Mið-Íslandhópsins, sem fékk ekki að taka upp í Leifsstöð þegar tökur stóðu yfir síðastliðið haust. Hópurinn þurfti að taka upp atriði í flugstöð og framleiðslufyrirtækið lagði því inn umsókn hjá Isavia til að fá leyfi fyrir tökum í Leifsstöð. Tökuliðið fór á fund með öryggisfulltrúa flugstöðvarinnar sem var boðinn og búinn að hjálpa þeim. Ragnar varð því mjög hissa þegar umsókninni var að lokum synjað og Mið-Ísland hópnum því bannað að taka upp í Leifsstöð. „Við vorum ekki að biðja um leyfi fyrir að taka upp á stöðum sem hefur ekki verið tekið upp á áður. Mér finnst þetta mjög skrýtið og skil ekki hvers vegna ríkisstyrktu verkefni eins og þessu sé meinaður aðgangur að einu millilandaflugstöð landsins. Það er ekki auðvelt að skapa svona umhverfi og varla hægt að fara á Reykjavíkurflugvöll sem er eins og bílskúr," segir Ragnar sem var það pirraður yfir ákvörðun Isavia að hann hóf að grennslast fyrir um ástæðu synjunarinnar, meðal annars hjá innanríkisráðuneytinu. „Þar fékk ég staðfestingu á því að stjórnendur Isavia, sem taka ákvarðarnir eins og þessa, voru einfaldlega ekki hrifnir af þessari tegund af gríni. Þetta var eins og þeir vildu ritstýra okkur," segir Ragnar og bætir við að hann hafi öruggar heimildir fyrir því að Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra hafi blöskrað framferði Isavia í málinu og komið þeim skoðunum sínum á framfæri. Friðþór Eydal, talsmaður Isavia, segir að ekki leyfilegt að taka upp við öryggishlið flugstöðvarinnar af öryggisástæðum. „Við förum eftir ákveðnum starfsreglum í þessum málum og skoðum hvert tilvik sérstaklega. Nú þekki ég ekki þetta tiltekna mál en þær útskýringar sem þeir fengu með synjunni hljóta að standa," segir hann. Atriðið sem um ræðir er mjög saklaust að sögn Ragnars en það fjallar um mann sem er á leiðinni til London en tollverðir og öryggishlið flækja för hans með ýmsum hætti. „Þetta er mjög einfalt grín og atriðið var ekki beint í uppáhaldi í fyrstu. Eftir þetta vesen varð ég hins vegar harðákveðinn í að taka það upp og við bjuggum bara til okkar eigin flugstöð með einhverju skítamixi. Nú er atriðið eitt það besta í þættinum að mínu mati," segir Ragnar en umrætt atriði má sjá á fimmtudaginn kemur þegar Mið-Ísland hópurinn beinir sjónum sínum að gríni tengdu flugsamgöngum. alfrun@frettabladid.is
Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fleiri fréttir Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Sjá meira