Meðalmennska á Manhattan Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 27. mars 2012 12:00 Bíó. Friends with Kids. Leikstjórn: Jennifer Westfeldt. Leikarar: Adam Scott, Jennifer Westfeldt, Jon Hamm, Kristen Wiig, Maya Rudolph, Chris O'Dowd, Megan Fox, Edward Burns. Einhleypingunum Jason og Julie finnst þau vera útundan þegar pörin í vinahópnum byrja að eignast börn. En einnig taka þau eftir því að barneignir félaganna virðast hafa eyðileggjandi áhrif á ástarlífið. Þau fá því þá vafasömu hugmynd að eignast saman barn og hjálpast að við uppeldið, en aðeins sem vinir. Að sjálfsögðu reynist gjörningurinn ekki eins einfaldur og hann átti að vera, og áður óþekktar tilfinningar ógna framtíð vináttunnar. Það sem þessa rómantísku gamanmynd skortir helst er annars vegar rómantík og hins vegar gaman. Sterkur leikhópurinn nær þó að forða áhorfandanum frá því að leiðast. Adam Scott, sem fer með stærsta karlhlutverkið, er reyndar áberandi sístur en hinum tekst að draga hann í land. Það er samt eitthvað pínulítið pirrandi við hann. Allavega myndi mig ekki langa að ala honum börn. Handritið er ekkert sérlega frumlegt og atburðarásin því oftast fyrirsjáanleg. Samtölin eru þó ágætlega skrifuð og ég er þess fullviss að handritshöfundurinn, leikstýran og aðalleikkonan, Jennifer Westfeldt, hefur ekki sungið sitt síðasta. Þá er umhverfið notað á skemmtilegan máta og ætti að kitla ferðataugar hvers þess sem hefur sótt Manhattan heim. Niðurstaða: Lítið merkilegt en ekki leiðinlegt. Leikararnir halda þessu á floti. Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira
Bíó. Friends with Kids. Leikstjórn: Jennifer Westfeldt. Leikarar: Adam Scott, Jennifer Westfeldt, Jon Hamm, Kristen Wiig, Maya Rudolph, Chris O'Dowd, Megan Fox, Edward Burns. Einhleypingunum Jason og Julie finnst þau vera útundan þegar pörin í vinahópnum byrja að eignast börn. En einnig taka þau eftir því að barneignir félaganna virðast hafa eyðileggjandi áhrif á ástarlífið. Þau fá því þá vafasömu hugmynd að eignast saman barn og hjálpast að við uppeldið, en aðeins sem vinir. Að sjálfsögðu reynist gjörningurinn ekki eins einfaldur og hann átti að vera, og áður óþekktar tilfinningar ógna framtíð vináttunnar. Það sem þessa rómantísku gamanmynd skortir helst er annars vegar rómantík og hins vegar gaman. Sterkur leikhópurinn nær þó að forða áhorfandanum frá því að leiðast. Adam Scott, sem fer með stærsta karlhlutverkið, er reyndar áberandi sístur en hinum tekst að draga hann í land. Það er samt eitthvað pínulítið pirrandi við hann. Allavega myndi mig ekki langa að ala honum börn. Handritið er ekkert sérlega frumlegt og atburðarásin því oftast fyrirsjáanleg. Samtölin eru þó ágætlega skrifuð og ég er þess fullviss að handritshöfundurinn, leikstýran og aðalleikkonan, Jennifer Westfeldt, hefur ekki sungið sitt síðasta. Þá er umhverfið notað á skemmtilegan máta og ætti að kitla ferðataugar hvers þess sem hefur sótt Manhattan heim. Niðurstaða: Lítið merkilegt en ekki leiðinlegt. Leikararnir halda þessu á floti.
Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira