Sjálfshól embættismanns Skafti Harðarson skrifar 21. mars 2012 06:00 Sumir telja sjálfshól betra en ekkert hól. En oftar en ekki er ástæða til þess að hrósið lætur á sér standa. Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar, telur ástæðu til að skrifa grein í Fréttablaðið þann 15. mars síðastliðinn og hrósar þar eigin stofnun og umhverfisráðuneytinu fyrir nýja byggingarreglugerð. Ekki vantar sjálfshólið; „almennt má segja að hún hafi fengið góðar og jákvæðar undirtektir, enda var leitast við að vanda til smíði hennar í hvívetna." Þá getur Björn þess að samráð hafi verið haft við fjölda fólks með sérþekkingu á ýmsum sviðum og ólíka hagsmuni. Í engu fjallar Björn hins vegar um það sem mestu máli skiptir. Hvað mun þessi ítarlega afskiptasemi stofnunar hans og umhverfisráðuneytisins kosta íbúðakaupendur? Hversu mikið munu til dæmis íbúðir hækka í verði eftir setningu nýju reglugerðarinnar? Hvaða áhrif hefur það að nú er óheimilt að byggja þriggja hæða íbúðarhús án lyftu? Hvað kostar sú krafa fyrir væntanlega íbúðakaupendur? Eða munu þriggja hæða fjölbýlishús hverfa af markaði? Líklegt er að það verði svar markaðarins – engin þriggja hæða íbúðarhús. Hvergi er að finna neina greiningu á kostnaðaráhrifum nýrra krafna eða fullnægjandi skýringar á því hvaða aðkallandi þörf er á frekari skilgreiningu á innra fyrirkomulagi íbúða. Hvaða ástæða er til þess að opinberir embættismenn fyrirskrifi stærð svefnherbergja? Hvaða embættismaður komst að því að ekki skuli koma annað til greina en að svefnherbergi hjóna skuli vera a.m.k. 14 m² og baðið ekki minna en 5 m² nú eða 3ja metra gangur 3,9 m²? Hvaðan kemur embættismönnunum þessi dulvitra djúpa stærðarspeki? Og hér er aðeins getið minniháttar augljósra atriða sem hækka verulega verð íbúða fyrir kaupendur húsnæðis í framtíðinni. Embættismaðurinn sjálfumglaði getur þess auðvitað hvergi hver kostnaður kaupenda verður vegna nýjustu krafna hans, en hrósar sér sérstaklega fyrir að hafa talað við mann og annan innan kerfisins um hvað okkur er fyrir bestu. Nýja byggingarreglugerðin heggur í sama knérunn og flestar reglugerðir starfsfélaga hans innanlands sem utan hin síðari ár; takmarkar valfrelsi neytenda, ákveður hvað okkur er fyrir bestu og hækkar kostnaðinn af kaupum á þeirri vöru sem um er fjallað. Nú eða tekur vöruna af markaði. En í Orwellskri orðanotkun embættismanna er þetta auðvitað gert undir formerkjum „neytendaverndar". Valfrelsi eru þau lífsgæði sem mestu máli skipta og á þau gæði er gengið. Neytendur eru fullfærir um að hafa eigin skoðun á stærð og fyrirkomulagi herbergja í eigin húsnæði. Engin ástæða er heldur til þess að krefjast þess að allt nýtt húsnæði uppfylli kröfur einstakra hópa íbúðakaupenda. Neytendur skipta um húsnæði eftir breytingum á fjölskyldustærð og fjölskylduhögum. Og ekkert er eðlilegra en að svo verði áfram. En til valfrelsisins má embættismaðurinn ekki hugsa. Enda hyrfi þá réttlæting starfa hans. Byggingarreglugerðin hin nýja mun seinka endurreisn nýbyggingamarkaðarins og gera þeim erfiðara fyrir sem huga að fyrstu íbúðakaupum eða vilja stækka við sig. Engir gæta hagsmuna íbúðakaupenda. Ekkert heyrist frá verklýðsfélögunum, opinberum talsmönnum neytenda, Neytendastofu eða Neytendasamtökunum. Enda er þau hluti af kerfinu, ekki gagnrýnendur þess. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Tengdar fréttir Góðar undirtektir Mannvirkjastofnun og umhverfisráðuneytið hafa að undanförnu staðið að umfangsmikilli kynningu á nýrri byggingarreglugerð. Þótt komið hafi fram athugasemdir við einstök atriði reglugerðarinnar er óhætt að segja að almennt hafi hún fengið góðar og jákvæðar undirtektir, enda var leitast við að vanda til smíði hennar í hvívetna. Samráð var haft við fjölda fólks með sérþekkingu á ýmsum sviðum og ólíka hagsmuni. 15. mars 2012 06:00 Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Sumir telja sjálfshól betra en ekkert hól. En oftar en ekki er ástæða til þess að hrósið lætur á sér standa. Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar, telur ástæðu til að skrifa grein í Fréttablaðið þann 15. mars síðastliðinn og hrósar þar eigin stofnun og umhverfisráðuneytinu fyrir nýja byggingarreglugerð. Ekki vantar sjálfshólið; „almennt má segja að hún hafi fengið góðar og jákvæðar undirtektir, enda var leitast við að vanda til smíði hennar í hvívetna." Þá getur Björn þess að samráð hafi verið haft við fjölda fólks með sérþekkingu á ýmsum sviðum og ólíka hagsmuni. Í engu fjallar Björn hins vegar um það sem mestu máli skiptir. Hvað mun þessi ítarlega afskiptasemi stofnunar hans og umhverfisráðuneytisins kosta íbúðakaupendur? Hversu mikið munu til dæmis íbúðir hækka í verði eftir setningu nýju reglugerðarinnar? Hvaða áhrif hefur það að nú er óheimilt að byggja þriggja hæða íbúðarhús án lyftu? Hvað kostar sú krafa fyrir væntanlega íbúðakaupendur? Eða munu þriggja hæða fjölbýlishús hverfa af markaði? Líklegt er að það verði svar markaðarins – engin þriggja hæða íbúðarhús. Hvergi er að finna neina greiningu á kostnaðaráhrifum nýrra krafna eða fullnægjandi skýringar á því hvaða aðkallandi þörf er á frekari skilgreiningu á innra fyrirkomulagi íbúða. Hvaða ástæða er til þess að opinberir embættismenn fyrirskrifi stærð svefnherbergja? Hvaða embættismaður komst að því að ekki skuli koma annað til greina en að svefnherbergi hjóna skuli vera a.m.k. 14 m² og baðið ekki minna en 5 m² nú eða 3ja metra gangur 3,9 m²? Hvaðan kemur embættismönnunum þessi dulvitra djúpa stærðarspeki? Og hér er aðeins getið minniháttar augljósra atriða sem hækka verulega verð íbúða fyrir kaupendur húsnæðis í framtíðinni. Embættismaðurinn sjálfumglaði getur þess auðvitað hvergi hver kostnaður kaupenda verður vegna nýjustu krafna hans, en hrósar sér sérstaklega fyrir að hafa talað við mann og annan innan kerfisins um hvað okkur er fyrir bestu. Nýja byggingarreglugerðin heggur í sama knérunn og flestar reglugerðir starfsfélaga hans innanlands sem utan hin síðari ár; takmarkar valfrelsi neytenda, ákveður hvað okkur er fyrir bestu og hækkar kostnaðinn af kaupum á þeirri vöru sem um er fjallað. Nú eða tekur vöruna af markaði. En í Orwellskri orðanotkun embættismanna er þetta auðvitað gert undir formerkjum „neytendaverndar". Valfrelsi eru þau lífsgæði sem mestu máli skipta og á þau gæði er gengið. Neytendur eru fullfærir um að hafa eigin skoðun á stærð og fyrirkomulagi herbergja í eigin húsnæði. Engin ástæða er heldur til þess að krefjast þess að allt nýtt húsnæði uppfylli kröfur einstakra hópa íbúðakaupenda. Neytendur skipta um húsnæði eftir breytingum á fjölskyldustærð og fjölskylduhögum. Og ekkert er eðlilegra en að svo verði áfram. En til valfrelsisins má embættismaðurinn ekki hugsa. Enda hyrfi þá réttlæting starfa hans. Byggingarreglugerðin hin nýja mun seinka endurreisn nýbyggingamarkaðarins og gera þeim erfiðara fyrir sem huga að fyrstu íbúðakaupum eða vilja stækka við sig. Engir gæta hagsmuna íbúðakaupenda. Ekkert heyrist frá verklýðsfélögunum, opinberum talsmönnum neytenda, Neytendastofu eða Neytendasamtökunum. Enda er þau hluti af kerfinu, ekki gagnrýnendur þess.
Góðar undirtektir Mannvirkjastofnun og umhverfisráðuneytið hafa að undanförnu staðið að umfangsmikilli kynningu á nýrri byggingarreglugerð. Þótt komið hafi fram athugasemdir við einstök atriði reglugerðarinnar er óhætt að segja að almennt hafi hún fengið góðar og jákvæðar undirtektir, enda var leitast við að vanda til smíði hennar í hvívetna. Samráð var haft við fjölda fólks með sérþekkingu á ýmsum sviðum og ólíka hagsmuni. 15. mars 2012 06:00
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar