Íslendingar eiga ekki að skeina Ameríkana Ingimar Sveinsson skrifar 16. mars 2012 06:00 Fyrir nokkru síðan var sagt frá því í fréttum að amerísk sorpeyðingarfyrirtæki hefðu áhuga á að kaupa og starfrækja Kölku, sorpbrennslu Suðurnesja, og flytja hingað til förgunar iðnaðar- og sjúkrahússorp frá Kanada og Bandaríkjunum. Mér finnst ótrúlega hljótt hafa verið um þetta mál og hvergi hefi eg séð nein afgerandi andmæli gegn þessari ráðagerð. Að mínu mati hafa Íslendingar meiri þörf fyrir flest annað en innflutning á sorpi sem þessi stórveldi eru í vandræðum með að eyða sjálf á forsvaranlegan hátt. Það getur varla verið fjárhagslega hagkvæmt að flytja slíkt sorp til fjarlægra landa til förgunar, svo að augljóst er að eitthvað annað liggur að baki. Heyrst hefur um slíka flutninga til nokkurra þróunarlanda þar sem komið hafa upp stórfelld mengunarvandamál og að einmitt sé verið að loka fyrir slíka starfsemi þar og því ekki undarlegt að leitað sé hingað í framhaldi þess. Í Víkurfréttum annan febrúar sl. segir m. a. um. þetta mál: „Áhugi Bandaríkjamanna stafar fyrst og fremst af mjög stífum reglum í þeirra heimalandi og því kaupi þeir nú m.a. brennslu í fleiri löndum." Er trúlegt að það kosti minna að framfylgja ásættanlegum (stífum) reglum hér en í Bandaríkjunum eða er hreinlega verið að segja okkur að sætta okkur við slakari mengunar- og heilbrigðiskröfur? Í sömu grein Víkurfrétta segir að hjá sorpbrennslunni Kölku hafi þegar hlaðist upp stórt öskufjall og engin lausn hafi fundist á því hvað hægt sé að gera við öskuna, hún sé nú geymd í gámum á nokkrum stöðum á Suðurnesjum, í Sandgerði, Garði og gömlu sorpeyðingarstöðinni við Hafnarveg. Enn fremur segir þar orðrétt: „Ekki hefur fundist lausn á því hvernig Kalka getur losað sig við úrganginn, öskuna. Er m.a. verið að skoða það alvarlega að sigla henni til Danmerkur þar sem hægt væri að urða hana." Eru framtíðaratvinnuhorfur Suðurnesja (og reyndar allra Íslendinga) virkilega orðnar svo slæmar að þörf sé á innflutningi á iðnaðar- og sjúkrahússorpi frá Kananum og útflutningi á úrgangsösku frá brennslu þess? Meðan við Íslendingar erum í vandræðum með að eyða okkar eigin sorpi, þá eigum við ekki að ljá máls á því að taka við iðnaðar- og sjúkrahússorpi frá öðrum löndum til förgunar. Því vil eg skora á ráðherra umhverfis- og heilbrigðismála að vísa þessu máli frá hið bráðasta. Það er ekki forsvaranlegt að ljá þessu eyra eða að láta það velkjast til lengdar í umræðu, svo fráleitt sem það er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Fyrir nokkru síðan var sagt frá því í fréttum að amerísk sorpeyðingarfyrirtæki hefðu áhuga á að kaupa og starfrækja Kölku, sorpbrennslu Suðurnesja, og flytja hingað til förgunar iðnaðar- og sjúkrahússorp frá Kanada og Bandaríkjunum. Mér finnst ótrúlega hljótt hafa verið um þetta mál og hvergi hefi eg séð nein afgerandi andmæli gegn þessari ráðagerð. Að mínu mati hafa Íslendingar meiri þörf fyrir flest annað en innflutning á sorpi sem þessi stórveldi eru í vandræðum með að eyða sjálf á forsvaranlegan hátt. Það getur varla verið fjárhagslega hagkvæmt að flytja slíkt sorp til fjarlægra landa til förgunar, svo að augljóst er að eitthvað annað liggur að baki. Heyrst hefur um slíka flutninga til nokkurra þróunarlanda þar sem komið hafa upp stórfelld mengunarvandamál og að einmitt sé verið að loka fyrir slíka starfsemi þar og því ekki undarlegt að leitað sé hingað í framhaldi þess. Í Víkurfréttum annan febrúar sl. segir m. a. um. þetta mál: „Áhugi Bandaríkjamanna stafar fyrst og fremst af mjög stífum reglum í þeirra heimalandi og því kaupi þeir nú m.a. brennslu í fleiri löndum." Er trúlegt að það kosti minna að framfylgja ásættanlegum (stífum) reglum hér en í Bandaríkjunum eða er hreinlega verið að segja okkur að sætta okkur við slakari mengunar- og heilbrigðiskröfur? Í sömu grein Víkurfrétta segir að hjá sorpbrennslunni Kölku hafi þegar hlaðist upp stórt öskufjall og engin lausn hafi fundist á því hvað hægt sé að gera við öskuna, hún sé nú geymd í gámum á nokkrum stöðum á Suðurnesjum, í Sandgerði, Garði og gömlu sorpeyðingarstöðinni við Hafnarveg. Enn fremur segir þar orðrétt: „Ekki hefur fundist lausn á því hvernig Kalka getur losað sig við úrganginn, öskuna. Er m.a. verið að skoða það alvarlega að sigla henni til Danmerkur þar sem hægt væri að urða hana." Eru framtíðaratvinnuhorfur Suðurnesja (og reyndar allra Íslendinga) virkilega orðnar svo slæmar að þörf sé á innflutningi á iðnaðar- og sjúkrahússorpi frá Kananum og útflutningi á úrgangsösku frá brennslu þess? Meðan við Íslendingar erum í vandræðum með að eyða okkar eigin sorpi, þá eigum við ekki að ljá máls á því að taka við iðnaðar- og sjúkrahússorpi frá öðrum löndum til förgunar. Því vil eg skora á ráðherra umhverfis- og heilbrigðismála að vísa þessu máli frá hið bráðasta. Það er ekki forsvaranlegt að ljá þessu eyra eða að láta það velkjast til lengdar í umræðu, svo fráleitt sem það er.
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar