Íslendingar eiga ekki að skeina Ameríkana Ingimar Sveinsson skrifar 16. mars 2012 06:00 Fyrir nokkru síðan var sagt frá því í fréttum að amerísk sorpeyðingarfyrirtæki hefðu áhuga á að kaupa og starfrækja Kölku, sorpbrennslu Suðurnesja, og flytja hingað til förgunar iðnaðar- og sjúkrahússorp frá Kanada og Bandaríkjunum. Mér finnst ótrúlega hljótt hafa verið um þetta mál og hvergi hefi eg séð nein afgerandi andmæli gegn þessari ráðagerð. Að mínu mati hafa Íslendingar meiri þörf fyrir flest annað en innflutning á sorpi sem þessi stórveldi eru í vandræðum með að eyða sjálf á forsvaranlegan hátt. Það getur varla verið fjárhagslega hagkvæmt að flytja slíkt sorp til fjarlægra landa til förgunar, svo að augljóst er að eitthvað annað liggur að baki. Heyrst hefur um slíka flutninga til nokkurra þróunarlanda þar sem komið hafa upp stórfelld mengunarvandamál og að einmitt sé verið að loka fyrir slíka starfsemi þar og því ekki undarlegt að leitað sé hingað í framhaldi þess. Í Víkurfréttum annan febrúar sl. segir m. a. um. þetta mál: „Áhugi Bandaríkjamanna stafar fyrst og fremst af mjög stífum reglum í þeirra heimalandi og því kaupi þeir nú m.a. brennslu í fleiri löndum." Er trúlegt að það kosti minna að framfylgja ásættanlegum (stífum) reglum hér en í Bandaríkjunum eða er hreinlega verið að segja okkur að sætta okkur við slakari mengunar- og heilbrigðiskröfur? Í sömu grein Víkurfrétta segir að hjá sorpbrennslunni Kölku hafi þegar hlaðist upp stórt öskufjall og engin lausn hafi fundist á því hvað hægt sé að gera við öskuna, hún sé nú geymd í gámum á nokkrum stöðum á Suðurnesjum, í Sandgerði, Garði og gömlu sorpeyðingarstöðinni við Hafnarveg. Enn fremur segir þar orðrétt: „Ekki hefur fundist lausn á því hvernig Kalka getur losað sig við úrganginn, öskuna. Er m.a. verið að skoða það alvarlega að sigla henni til Danmerkur þar sem hægt væri að urða hana." Eru framtíðaratvinnuhorfur Suðurnesja (og reyndar allra Íslendinga) virkilega orðnar svo slæmar að þörf sé á innflutningi á iðnaðar- og sjúkrahússorpi frá Kananum og útflutningi á úrgangsösku frá brennslu þess? Meðan við Íslendingar erum í vandræðum með að eyða okkar eigin sorpi, þá eigum við ekki að ljá máls á því að taka við iðnaðar- og sjúkrahússorpi frá öðrum löndum til förgunar. Því vil eg skora á ráðherra umhverfis- og heilbrigðismála að vísa þessu máli frá hið bráðasta. Það er ekki forsvaranlegt að ljá þessu eyra eða að láta það velkjast til lengdar í umræðu, svo fráleitt sem það er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir nokkru síðan var sagt frá því í fréttum að amerísk sorpeyðingarfyrirtæki hefðu áhuga á að kaupa og starfrækja Kölku, sorpbrennslu Suðurnesja, og flytja hingað til förgunar iðnaðar- og sjúkrahússorp frá Kanada og Bandaríkjunum. Mér finnst ótrúlega hljótt hafa verið um þetta mál og hvergi hefi eg séð nein afgerandi andmæli gegn þessari ráðagerð. Að mínu mati hafa Íslendingar meiri þörf fyrir flest annað en innflutning á sorpi sem þessi stórveldi eru í vandræðum með að eyða sjálf á forsvaranlegan hátt. Það getur varla verið fjárhagslega hagkvæmt að flytja slíkt sorp til fjarlægra landa til förgunar, svo að augljóst er að eitthvað annað liggur að baki. Heyrst hefur um slíka flutninga til nokkurra þróunarlanda þar sem komið hafa upp stórfelld mengunarvandamál og að einmitt sé verið að loka fyrir slíka starfsemi þar og því ekki undarlegt að leitað sé hingað í framhaldi þess. Í Víkurfréttum annan febrúar sl. segir m. a. um. þetta mál: „Áhugi Bandaríkjamanna stafar fyrst og fremst af mjög stífum reglum í þeirra heimalandi og því kaupi þeir nú m.a. brennslu í fleiri löndum." Er trúlegt að það kosti minna að framfylgja ásættanlegum (stífum) reglum hér en í Bandaríkjunum eða er hreinlega verið að segja okkur að sætta okkur við slakari mengunar- og heilbrigðiskröfur? Í sömu grein Víkurfrétta segir að hjá sorpbrennslunni Kölku hafi þegar hlaðist upp stórt öskufjall og engin lausn hafi fundist á því hvað hægt sé að gera við öskuna, hún sé nú geymd í gámum á nokkrum stöðum á Suðurnesjum, í Sandgerði, Garði og gömlu sorpeyðingarstöðinni við Hafnarveg. Enn fremur segir þar orðrétt: „Ekki hefur fundist lausn á því hvernig Kalka getur losað sig við úrganginn, öskuna. Er m.a. verið að skoða það alvarlega að sigla henni til Danmerkur þar sem hægt væri að urða hana." Eru framtíðaratvinnuhorfur Suðurnesja (og reyndar allra Íslendinga) virkilega orðnar svo slæmar að þörf sé á innflutningi á iðnaðar- og sjúkrahússorpi frá Kananum og útflutningi á úrgangsösku frá brennslu þess? Meðan við Íslendingar erum í vandræðum með að eyða okkar eigin sorpi, þá eigum við ekki að ljá máls á því að taka við iðnaðar- og sjúkrahússorpi frá öðrum löndum til förgunar. Því vil eg skora á ráðherra umhverfis- og heilbrigðismála að vísa þessu máli frá hið bráðasta. Það er ekki forsvaranlegt að ljá þessu eyra eða að láta það velkjast til lengdar í umræðu, svo fráleitt sem það er.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar