Fjölbreytileiki kallar á fjölbreytt úrræði Björk Vilhelmsdóttir og Kristín Heiða Helgadóttir skrifar 14. mars 2012 06:00 Í Reykjavík býr alls konar fólk og borgaryfirvöld fagna þeim fjölbreytileika. Sumir þurfa á miklum stuðningi samfélagsins að halda í sínu lífi, aðrir minni en öll eigum við það sameiginlegt að þurfa á velferðarþjónustu að halda á einhverjum tímapunkti í lífi okkar. Velferðarsvið leggur áherslu á það að þegar fullorðið, sjálfráða fólk vill leita sér hjálpar hafi það val um hvar það fær þjónustu. Í þjónustu- og styrktarsamningum velferðarsviðs við þriðja aðila er sérstaklega kveðið á um að unnið skuli í samræmi við mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar, sem samþykkt var í borgarstjórn 16. maí 2006. Undanfarin ár hefur verið lögð áhersla á aukið samstarf við notendur þjónustunnar, auk þess sem leitað hefur verið nýrra leiða í þjónustunni, m.a. með faglegum stuðningi við þriðja aðila frá sérfræðingum þjónustumiðstöðva velferðarsviðs. Þegar samið er við þriðja aðila er fyrst og fremst horft til þess hvort starf viðkomandi fyrirtækja, félaga eða samtaka sé virkt og skili árangri fyrir þá einstaklinga sem þangað velja að sækja sér hjálp. Þá er vert að benda á að á vegum mannréttindaráðs er starfandi starfshópur sem er ætlað að gera tillögu að skýrum ákvæðum um mannréttindi utangarðsfólks og fíkla í Reykjavík svo að tryggja megi að þjónusta við þennan hóp verði í samræmi við mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar. Tryggjum mannréttindi.Þau trúfélög og/eða lífsskoðunarfélög sem velferðarsvið styrkir hafa óskað eftir styrkjum vegna verkefna í þágu fullorðins fólks. Þessi félög vinna nauðsynlegt og mjög óeigingjarnt starf í þágu samfélagsins, en það þýðir ekki að þau séu hafin yfir gagnrýni eða að þau séu undanskilin aðhaldi. Þess vegna var tillögu VG um að setja á laggirnar starfshóp til að vinna reglur um samskipti velferðarsviðs við trúar- og lífsskoðunarfélög hafnað en í stað þess var samþykkt tillaga um að velferðarsvið upplýsi: a) hvernig almennu eftirliti er háttað með félögum sem talist geta til trúfélaga og/eða lífsskoðunarfélaga og eru með þjónustu-/ styrktarsamninga við sviðið b) og hvernig auka megi eftirfylgni vegna ákvæða í þjónustusamningum um að unnið skuli í samræmi við mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar. Meginhlutverk velferðarráðs er að vera eftirlitsaðili með þeirri þjónustu sem Reykjavíkurborg veitir. Það eftirlit tökum við mjög alvarlega og munum fylgjast áfram náið með þeim árangri sem þessi þjónusta er að ná og hvernig hún er framkvæmd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Í Reykjavík býr alls konar fólk og borgaryfirvöld fagna þeim fjölbreytileika. Sumir þurfa á miklum stuðningi samfélagsins að halda í sínu lífi, aðrir minni en öll eigum við það sameiginlegt að þurfa á velferðarþjónustu að halda á einhverjum tímapunkti í lífi okkar. Velferðarsvið leggur áherslu á það að þegar fullorðið, sjálfráða fólk vill leita sér hjálpar hafi það val um hvar það fær þjónustu. Í þjónustu- og styrktarsamningum velferðarsviðs við þriðja aðila er sérstaklega kveðið á um að unnið skuli í samræmi við mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar, sem samþykkt var í borgarstjórn 16. maí 2006. Undanfarin ár hefur verið lögð áhersla á aukið samstarf við notendur þjónustunnar, auk þess sem leitað hefur verið nýrra leiða í þjónustunni, m.a. með faglegum stuðningi við þriðja aðila frá sérfræðingum þjónustumiðstöðva velferðarsviðs. Þegar samið er við þriðja aðila er fyrst og fremst horft til þess hvort starf viðkomandi fyrirtækja, félaga eða samtaka sé virkt og skili árangri fyrir þá einstaklinga sem þangað velja að sækja sér hjálp. Þá er vert að benda á að á vegum mannréttindaráðs er starfandi starfshópur sem er ætlað að gera tillögu að skýrum ákvæðum um mannréttindi utangarðsfólks og fíkla í Reykjavík svo að tryggja megi að þjónusta við þennan hóp verði í samræmi við mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar. Tryggjum mannréttindi.Þau trúfélög og/eða lífsskoðunarfélög sem velferðarsvið styrkir hafa óskað eftir styrkjum vegna verkefna í þágu fullorðins fólks. Þessi félög vinna nauðsynlegt og mjög óeigingjarnt starf í þágu samfélagsins, en það þýðir ekki að þau séu hafin yfir gagnrýni eða að þau séu undanskilin aðhaldi. Þess vegna var tillögu VG um að setja á laggirnar starfshóp til að vinna reglur um samskipti velferðarsviðs við trúar- og lífsskoðunarfélög hafnað en í stað þess var samþykkt tillaga um að velferðarsvið upplýsi: a) hvernig almennu eftirliti er háttað með félögum sem talist geta til trúfélaga og/eða lífsskoðunarfélaga og eru með þjónustu-/ styrktarsamninga við sviðið b) og hvernig auka megi eftirfylgni vegna ákvæða í þjónustusamningum um að unnið skuli í samræmi við mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar. Meginhlutverk velferðarráðs er að vera eftirlitsaðili með þeirri þjónustu sem Reykjavíkurborg veitir. Það eftirlit tökum við mjög alvarlega og munum fylgjast áfram náið með þeim árangri sem þessi þjónusta er að ná og hvernig hún er framkvæmd.
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun