Frið um Bessastaði Gunnar Karlsson skrifar 14. mars 2012 06:00 Vel má fallast á það með Stefáni Jóni Hafstein hér í blaðinu 10. mars sl. að ekki sé heppilegt að kjósa Ólaf Ragnar Grímsson forseta Íslands í sumar. Þótt honum sé margt vel gefið getur hann aldrei orðið annað en í mesta lagi forseti lítils meirihluta þjóðarinnar, síst af öllu eftir atburði síðustu missera. Það sem við þörfnumst hins vegar er samstöðuafl og sameiningartákn, maður sem getur endurvakið þann frið um Bessastaði sem ríkti áður en Ólafur Ragnar fór að búa þar. Það merkir ekki endilega að forseti þurfi að vera kosinn með miklum meirihluta atkvæða, þótt það væri til bóta ef þess væri kostur, heldur að hann verði strax vel viðunandi og fljótlega vinsæll meðal þeirra sem kjósa hann ekki. Vigdís Finnbogadóttir hlaut aðeins þriðjung atkvæða þegar hún var kosin fyrst, en hún ávann sér fljótt álit og virðingu sem gerði hana að sannkölluðum þjóðhöfðingja. Hún reyndist vera rétt val. Vafalaust geta margir leyst þetta verkefni en ég hef sérstaklega einn mann í huga, og það er Pétur Gunnarsson rithöfundur. Hann hefur aldrei verið virkur í stjórnmálum og er afar ólíklegur til að blanda sér í pólitísk ágreiningsefni. Ég veit ekki einu sinni hvaða flokk hann hefur kosið að undanförnu og hef ekki hugmynd um hvort hann er með eða á móti aðild Íslendinga að Evrópusambandinu. Við Pétur erum engir einkavinir, enda veit ég ekki hvort hann er til í kosningabaráttu; á það verður að reyna. En ég þykist þekkja hann nógu vel til að vita að hann hafi víðsýni til að láta kjörna fulltrúa kjósenda eða kjósendur sjálfa um að taka ákvarðanir um slíkt. Hann er einkar viðfelldinn maður, glaðvær á hljóðlátan hátt og sérstaklega fyndinn eins og þeir vita sem hafa lesið bækur hans um uppvöxt Andra Haraldssonar. En hann getur líka átt til að vera talsvert landsföðurlegur þegar það á við. Hann er rótfastur í íslenskri menningu sem atvinnurithöfundur um áratugi, og hann hefur komið að félags- og stjórnarstörfum, meðal annars sem forseti Rithöfundasambands Íslands. Sömuleiðis skiptir það máli að eiginkona Péturs, Hrafnhildur Ragnarsdóttir prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, mundi ekki sóma sér miður sem húsfreyja á Bessastöðum en Pétur í húsbóndahlutverkinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Vel má fallast á það með Stefáni Jóni Hafstein hér í blaðinu 10. mars sl. að ekki sé heppilegt að kjósa Ólaf Ragnar Grímsson forseta Íslands í sumar. Þótt honum sé margt vel gefið getur hann aldrei orðið annað en í mesta lagi forseti lítils meirihluta þjóðarinnar, síst af öllu eftir atburði síðustu missera. Það sem við þörfnumst hins vegar er samstöðuafl og sameiningartákn, maður sem getur endurvakið þann frið um Bessastaði sem ríkti áður en Ólafur Ragnar fór að búa þar. Það merkir ekki endilega að forseti þurfi að vera kosinn með miklum meirihluta atkvæða, þótt það væri til bóta ef þess væri kostur, heldur að hann verði strax vel viðunandi og fljótlega vinsæll meðal þeirra sem kjósa hann ekki. Vigdís Finnbogadóttir hlaut aðeins þriðjung atkvæða þegar hún var kosin fyrst, en hún ávann sér fljótt álit og virðingu sem gerði hana að sannkölluðum þjóðhöfðingja. Hún reyndist vera rétt val. Vafalaust geta margir leyst þetta verkefni en ég hef sérstaklega einn mann í huga, og það er Pétur Gunnarsson rithöfundur. Hann hefur aldrei verið virkur í stjórnmálum og er afar ólíklegur til að blanda sér í pólitísk ágreiningsefni. Ég veit ekki einu sinni hvaða flokk hann hefur kosið að undanförnu og hef ekki hugmynd um hvort hann er með eða á móti aðild Íslendinga að Evrópusambandinu. Við Pétur erum engir einkavinir, enda veit ég ekki hvort hann er til í kosningabaráttu; á það verður að reyna. En ég þykist þekkja hann nógu vel til að vita að hann hafi víðsýni til að láta kjörna fulltrúa kjósenda eða kjósendur sjálfa um að taka ákvarðanir um slíkt. Hann er einkar viðfelldinn maður, glaðvær á hljóðlátan hátt og sérstaklega fyndinn eins og þeir vita sem hafa lesið bækur hans um uppvöxt Andra Haraldssonar. En hann getur líka átt til að vera talsvert landsföðurlegur þegar það á við. Hann er rótfastur í íslenskri menningu sem atvinnurithöfundur um áratugi, og hann hefur komið að félags- og stjórnarstörfum, meðal annars sem forseti Rithöfundasambands Íslands. Sömuleiðis skiptir það máli að eiginkona Péturs, Hrafnhildur Ragnarsdóttir prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, mundi ekki sóma sér miður sem húsfreyja á Bessastöðum en Pétur í húsbóndahlutverkinu.
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun