Látum sem ekkert C! Ómar Ragnarsson skrifar 9. mars 2012 06:00 Nafn á plötu Halla og Ladda hér um árið kemur hvað eftir annað upp í hugann sem eins konar stef í sögu þjóðarinnar síðustu áratugina, lokastef þöggunarinnar í mörgum af mikilsverðum málum hennar. Sá listi er langur en hér verða aðeins tekin fimm dæmi. Í þætti um Kröflumálið 1978 kom fram að við virkjun jarðvarmans þar hefðu varúðar- og vinnureglur Guðmundar Pálmasonar verið að engu hafðar. Mér fannst þetta merkilegasta „skúbbið“ í þættinum en því miður yfirgnæfði hanaslagur Vilmundar Gylfasonar og Jóns G. Sólnes um önnur atriði allt annað í þættinum og þótti mun fréttnæmara en það stórmál að kolrangt væri farið að við virkjun jarðvarmans á Íslandi. Aldrei tókst að koma því atriði á framfæri, heldur tók við þöggun um það í 30 ár. Spiluð var plata Halla og Ladda: Látum sem ekkert C! Árið 2003, áður en lokaákvörðun um Kárahnjúkavirkjun var tekin, komu fram tveir órækir vitnisburðir um hrikalegt eðli hennar. Annars vegar mat í umfjöllun rammanefndar um að hún væri annar af þeim tveimur virkjunarkostum á Íslandi sem ylli mestum óafturkræfum neikvæðum umhverfisáhrifum. Hins vegar mat Norðmanns, sem stóð í Altadeilunni heimsfrægu um 1980 og hafði tvívegis komið til Íslands til að kynna sér Kárahnjúkavirkjun. Sjónvarpsviðtal við hann um þetta var kaffært í fréttum, en í því sagði hann að umhverfisröskunin af Altavirkjuninni hefði verið algerir smámunir miðað við fyrirhugaða Kárahnjúkavirkjun. Og af einhverjum orsökum var álit rammanefndar ekki birt fyrr en eftir að virkjunin hafði verið ákveðin. Spiluð var plata Halla og Ladda: Látum sem ekkert C! Fyrir Landsdómi birtast nú daglega vitnisburðir um það að enda þótt allt sem birtist í fjölmiðlum árum saman um bankana af hálfu ráðamanna, hefði verið samfelld lofgjörð um mátt þeirra og traustleika undir stjórn snillinga útrásarvíkinga af yfirburðakynstofni, þá stefndu þessi ofurmenni bönkunum lóðbeint í hrun með sama áframhaldi, jafnvel allt frá árinu 2005 þrátt fyrir jákvæð álagspróf og vitnisburði, alveg fram í hrunið. Niðurstaðan og samkór í þrjú ár, allt frá forsetanum og niður úr, var að taka undir með plötu Halla og Ladda: Látum sem ekkert C! 2007 hófst bygging álvers í Helguvík og gumað var af því að nú stefndi beint í samfelldar stóriðjuframkvæmdir undir kosningakjörorði Framsóknarflokksins: „Árangur áfram! Ekkert stopp!“ með samhljómi í kjörorði samstarfsflokksins: „Traust efnahagsstjórn — stærsta velferðarmálið!“ Það fylgdi ekki sögunni að eftir væri að semja við alls 12 sveitarfélög um virkjanir, háspennulínur og vegi, eftir væri að meta náttúrufórnir og eftir væri að tryggja orku til álversins. Það fór líka leynt að talsmenn allra álfyrirtækjanna sögðu að þau þyrftu að vera með yfir 340 þúsund tonna ársframleiðslu til að bera sig, heldur var alltaf flaggað þrefalt lægri tölu. Síðan var bætt við að reisa skyldi ámóta álver fyrir norðan með sama hugsunarhætti. Og söngurinn um hina traustu efnahagsstjórn var hækkaður á sama tíma og bankarnir voru í raun fallnir fyrir löngu. Niðurstaðan varð Halli og Laddi: Látum sem ekkert C! Nú, 34 árum eftir að fyrst var upplýst um það að Íslendingar stunduðu í raun rányrkju á jarðvarmasvæðunum með því að kunna sér ekki hóf heldur gengju á hlut komandi kynslóða, er enn kyrjaður samhljóma söngur, allt frá forsetanum og niður úr: Íslendingar viðhafa sjálfbæra þróun í orkunýtingu og eru í fararbroddi á heimsvísu í nýtingu endurnýjanlegra og hreinna orkugjafa! Já, rétt eins og fyrir 34 árum hljómar sama niðurstaðan og þá í þessu efni enn hærra en þá og virðist ætla að hljóma áfram plata Halla og Ladda: Látum sem ekkert C! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Sjá meira
Nafn á plötu Halla og Ladda hér um árið kemur hvað eftir annað upp í hugann sem eins konar stef í sögu þjóðarinnar síðustu áratugina, lokastef þöggunarinnar í mörgum af mikilsverðum málum hennar. Sá listi er langur en hér verða aðeins tekin fimm dæmi. Í þætti um Kröflumálið 1978 kom fram að við virkjun jarðvarmans þar hefðu varúðar- og vinnureglur Guðmundar Pálmasonar verið að engu hafðar. Mér fannst þetta merkilegasta „skúbbið“ í þættinum en því miður yfirgnæfði hanaslagur Vilmundar Gylfasonar og Jóns G. Sólnes um önnur atriði allt annað í þættinum og þótti mun fréttnæmara en það stórmál að kolrangt væri farið að við virkjun jarðvarmans á Íslandi. Aldrei tókst að koma því atriði á framfæri, heldur tók við þöggun um það í 30 ár. Spiluð var plata Halla og Ladda: Látum sem ekkert C! Árið 2003, áður en lokaákvörðun um Kárahnjúkavirkjun var tekin, komu fram tveir órækir vitnisburðir um hrikalegt eðli hennar. Annars vegar mat í umfjöllun rammanefndar um að hún væri annar af þeim tveimur virkjunarkostum á Íslandi sem ylli mestum óafturkræfum neikvæðum umhverfisáhrifum. Hins vegar mat Norðmanns, sem stóð í Altadeilunni heimsfrægu um 1980 og hafði tvívegis komið til Íslands til að kynna sér Kárahnjúkavirkjun. Sjónvarpsviðtal við hann um þetta var kaffært í fréttum, en í því sagði hann að umhverfisröskunin af Altavirkjuninni hefði verið algerir smámunir miðað við fyrirhugaða Kárahnjúkavirkjun. Og af einhverjum orsökum var álit rammanefndar ekki birt fyrr en eftir að virkjunin hafði verið ákveðin. Spiluð var plata Halla og Ladda: Látum sem ekkert C! Fyrir Landsdómi birtast nú daglega vitnisburðir um það að enda þótt allt sem birtist í fjölmiðlum árum saman um bankana af hálfu ráðamanna, hefði verið samfelld lofgjörð um mátt þeirra og traustleika undir stjórn snillinga útrásarvíkinga af yfirburðakynstofni, þá stefndu þessi ofurmenni bönkunum lóðbeint í hrun með sama áframhaldi, jafnvel allt frá árinu 2005 þrátt fyrir jákvæð álagspróf og vitnisburði, alveg fram í hrunið. Niðurstaðan og samkór í þrjú ár, allt frá forsetanum og niður úr, var að taka undir með plötu Halla og Ladda: Látum sem ekkert C! 2007 hófst bygging álvers í Helguvík og gumað var af því að nú stefndi beint í samfelldar stóriðjuframkvæmdir undir kosningakjörorði Framsóknarflokksins: „Árangur áfram! Ekkert stopp!“ með samhljómi í kjörorði samstarfsflokksins: „Traust efnahagsstjórn — stærsta velferðarmálið!“ Það fylgdi ekki sögunni að eftir væri að semja við alls 12 sveitarfélög um virkjanir, háspennulínur og vegi, eftir væri að meta náttúrufórnir og eftir væri að tryggja orku til álversins. Það fór líka leynt að talsmenn allra álfyrirtækjanna sögðu að þau þyrftu að vera með yfir 340 þúsund tonna ársframleiðslu til að bera sig, heldur var alltaf flaggað þrefalt lægri tölu. Síðan var bætt við að reisa skyldi ámóta álver fyrir norðan með sama hugsunarhætti. Og söngurinn um hina traustu efnahagsstjórn var hækkaður á sama tíma og bankarnir voru í raun fallnir fyrir löngu. Niðurstaðan varð Halli og Laddi: Látum sem ekkert C! Nú, 34 árum eftir að fyrst var upplýst um það að Íslendingar stunduðu í raun rányrkju á jarðvarmasvæðunum með því að kunna sér ekki hóf heldur gengju á hlut komandi kynslóða, er enn kyrjaður samhljóma söngur, allt frá forsetanum og niður úr: Íslendingar viðhafa sjálfbæra þróun í orkunýtingu og eru í fararbroddi á heimsvísu í nýtingu endurnýjanlegra og hreinna orkugjafa! Já, rétt eins og fyrir 34 árum hljómar sama niðurstaðan og þá í þessu efni enn hærra en þá og virðist ætla að hljóma áfram plata Halla og Ladda: Látum sem ekkert C!
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun