Eru stundakennarar annars flokks háskólaborgarar? Dr. Gunnar Þór Jóhannesson, Dr. Helga Björnsdóttir, Dr. Tinna Grétarsdóttir, Jón Þór Pétursson og Sara Sigurbjörns-Öldudóttir skrifa 8. mars 2012 06:00 Á síðustu vikum hafa málefni stundakennara og stundakennslu við Háskóla Íslands verið nokkuð í umræðunni og er það vonum seinna. Launakjör þeirra hafa ekki að ósekju hlotið mesta athygli. Launataxti sá sem ríkið og opinberir háskólar landsins með Háskóla Íslands í broddi fylkingar bjóða þessu starfsfólki sínu er kostulegur. Sérfræðingur með doktorspróf fær innan við 2.000 krónur á tímann og velta má fyrir sér hvaða skilaboð Háskóli Íslands sendir til samfélagsins með þessum launakjörum. Ef menntun stundakennara er svona lítils virði, hvers virði er þá sú menntun sem HÍ býður nemendum upp á? Það eru þó fleiri hliðar á málefnum stundakennara sem skipta ekki síður máli en launatalan ein og sér. Árið 2011 kenndu stundakennarar 30% af heildarkennslumagni í boði við HÍ. Rétt eins og það er fullkomlega eðlilegt að ákveðið hlutfall kennslumagns sé í höndum stundakennara, t.a.m. til að tryggja tengsl við atvinnulíf og fá aðgang að þekkingu sem ekki er til staðar meðal fastráðinna kennara háskólans, er í hæsta máta óeðlilegt að stundakennarar kenni nánast þriðjung kennslumagns við HÍ. Það liggur í augum uppi að magn stundakennslu er sparnaðarráð. Í raun er það „tær snilld" fyrir fjárhag HÍ. Það er erfitt að túlka það öðruvísi en verið sé að manna störf með ódýru vinnuafli sem annars þyrfti að fastráða fólk í. Á sama tíma og Háskóli Íslands útskrifar fleiri doktora en nokkurn tíma áður eru atvinnutækifærin í opinbera háskólaumhverfinu vart önnur en stundakennsla.Fjölbreyttur hópur stundakennara Hópur stundakennara er mjög fjölbreyttur. Langflestir af þeim um það bil 2.000 einstaklingum sem sinntu stundakennslu við Háskóla Íslands á síðasta ári eru „sérfræðingar utan úr bæ". Það er fólk sem kemur inn í kennslu í 10-15 kennslustundir í krafti starfs síns utan HÍ eða sérfræðiþekkingar. Þetta er mikilvægur þáttur stundakennslu sem ber að viðhalda enda mælir margt með því að háskólar haldi tengslum við samfélagið á þennan hátt. Megnið af þeim kennslustundum sem stundakennarar inna af hendi eru hins vegar unnar af öðrum, mun fámennari hópi. Um 10% stundakennara 2011 kenndu 280 stundir eða meira sem er ígildi meðalnámskeiðs. Það gera þó um 200 manns sem má skipta í þrjá hópa innbyrðis. Þar má fyrst telja sérfræðinga sem starfa við HÍ í öðrum stöðum en akademískum. Þetta eru t.d. sumir sérfræðingar Raunvísindastofnunar eða Félagsvísindastofnunar. Það þykir mikill akkur að njóta krafta þessa starfsfólks í kennslu þar sem hér er um fólk að ræða sem oft hefur þekkingu á þröngu sérsviði eða getur auðveldlega séð um heil námskeið ef fastráðinn kennari er í rannsóknarleyfi. Til skamms tíma fékk fólk úr þessum hópi kennslu sína greidda sem yfirvinnu ef það var í fullu starfi við stofnun HÍ. Sumarið 2011 var því hins vegar breytt einhliða af hálfu HÍ sem hætti að skilgreina kennsluna sem yfirvinnu og leit allt í einu á hana sem aukastarf alls óskylt sérfræðistarfi fólks. Sem sagt, eftir átta tíma vinnudag sem HÍ greiðir starfsmanni sínum laun samkvæmt kjarasamningi tekur stundakennarataxti við, jafnvel þó að um sama launagreiðanda sé að ræða. Rökrétt? Í annan stað eru stundakennarar sem eru í námi við HÍ. Þetta eru yfirleitt framhaldsnemar og með eflingu doktorsnáms hefur mögulegum stundakennurum fjölgað mjög. Það er erfitt að líta fram hjá því að leynt og ljóst eru doktorsnemar nýttir sem ódýrt vinnuafl. Það er vissulega svo að margt mælir með því að framhaldsnemar og sérstaklega doktorsnemar sinni kennslu meðfram námi en HÍ hefur ekki, eftir því sem næst verður komist, skilgreint magn þeirrar kennslu eða hvernig sú kennsla á að tengjast námi fólks. Það þýðir að tveir doktorsnemar við sömu deild geta verið að kenna mjög mismikið meðfram námi sínu. Ef kennsla er mikilvæg í doktorsnámi er vart eðlilegt að á meðan einn kennir eitt til tvö námskeið á vetri kenni annar ekkert eða hálft. Í þriðja lagi eru þeir stundakennarar sem hafa enga starfstengingu aðra við stofnunina. Þetta er fólk sem hefur jafnvel lifibrauð sitt af stundakennslu. Þess má geta að um 20 manns kenndu um 800 kennslustundir árið 2011 sem nálgast fullt starf. Þetta eru oft einyrkjar og sjálfstætt starfandi fræðimenn sem vilja gjarna halda tengingu við fræðasamfélag HÍ í gegnum kennslu og eru eftirsóttir þar sem jafnvel er enginn innan háskólans sem hefur sambærilega þekkingu. Hvorki starfsmenn né verktakar Háskóli Íslands hefur kosið að bjóða öllum stundakennurum sömu kjör. Það þýðir að óháð hvaða hópi hér að ofan fólk tilheyrir þá skal það skilgreint sem tímavinnufólk. Hefðbundin löggjöf um launafólk á ekki við stundakennara en gerður er samningur vegna þeirrar kennslu sem innt er af hendi sem hefur ekki stöðu ráðningarsamnings. Laun stundakennara eru ákveðin einhliða af sk. Samráðsnefnd Háskólans. Hún hefur aldrei haft samráð við fulltrúa stundakennara um launakjör svo vitað sé. Stéttarfélög hafa heldur ekki virka aðkomu að ákvörðun Samráðsnefndar. Hvar á vinnumarkaði þykir ásættanlegt að nefnd á vegum vinnuveitenda ákvarði laun fólks einhliða? Í lögum um tímabundna ráðningu starfsmanna sem samþykkt voru á Alþingi þann 13. desember 2003 er starfsmaður með tímabundna ráðningu: „Starfsmaður með ráðningarsamning við vinnuveitanda þar sem lok samningsins ákvarðast af hlutlægum ástæðum, til dæmis tiltekinni dagsetningu, lokum afmarkaðs verkefnis eða tilteknum aðstæðum." (3. gr). HÍ telur þessa grein ekki eiga við stundakennara, jafnvel þó þeir geri samning um kennslu tiltekins námskeiðs sem byrjar tiltekinn dag og endar á fyrirfram tilgreindum degi. HÍ viðurkennir heldur ekki að stundakennarar geti haft stöðu verktaka sem geti samið um kaup og kjör sín. Í stað þess þrýstir skólinn öllum stundakennurum í sama mót tímavinnufólks. Það getur átt við um „sérfræðinga utan úr bæ" en vandséð af hverju það ætti að eiga við aðra hópa stundakennara, þá sem kenna mest.Málefni stundakennara í ólestri Allt stoðkerfi HÍ er ófært um að sinna svo miklum fjölda stundakennara. Það þýðir að starfsumhverfi stundakennslu við Háskóla Íslands er í ólestri. Hvert svið og jafnvel hver deild og námsbraut hefur sitt verklag og jafnvel ólíkar reglur um launagreiðslur. Þessi borgar 40 tíma fyrir undirbúning nýs námskeiðs – hin gerir það ekki; þessi reiknar yfirferð verkefna og prófa inn í tímakaup – hin gerir það ekki, og svo mætti lengi telja. Upplýsingar um starfskjör, réttindi og skyldur liggja ekki á lausu til stundakennara þó að einstakar deildir hafi bætt þar úr. Algengar spurningar sem stundakennarar spyrja eru: Þarf að rukka sérstaklega fyrir þetta? Á ég rétt á bókastyrk? Hvar fæ ég netfang? Fæ ég borgað sérstaklega fyrir próf? Hvar fæ ég vinnuaðstöðu til að fara yfir próf? Á ég að vera með viðtalstíma? Hvar? Svörin eru æði misjöfn eftir því við hvaða deild fólk kennir. Það óefni sem málefni stundakennara eru komin í ber vitni um skeytingarleysi yfirstjórnar og rektors Háskóla Íslands gagnvart stundakennurum – hópi sem stofnunin gæti ekki verið án en virðist kjósa að koma fram við sem annars flokks háskólaborgara á degi hverjum. Nú kynni einhver að spyrja: Ef þetta er svona skítt, afhverju eruð þið þá að kenna? Svörin eru án efa jafn mörg og stundakennarar eru margir. Þó má ætla að þeim sé það flestum sameiginlegt að hafa metnað til að taka þátt í þróun góðrar háskólamenntunar og uppbyggingu fræðagreina innan HÍ. Það er að minnsta kosti ljóst að það eru ekki launin eða starfskjörin sem laða þá að. Að endingu viljum við skora á Kristínu Ingólfsdóttur, rektor Háskóla Íslands, að bjóða fulltrúum stundakennara til samráðs og samvinnu um málefni þeirra. Nú er lag og um leið er ljóst að við núverandi ástand verður ekki lengur búið.Dr. Gunnar Þór JóhannessonDr. Helga BjörnsdóttirDr. Tinna GrétarsdóttirJón Þór PéturssonSara Sigurbjörns-Öldudóttirstjórnarmenn í Hagstund, hagsmunafélagi stundakennara á háskólastigi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Á síðustu vikum hafa málefni stundakennara og stundakennslu við Háskóla Íslands verið nokkuð í umræðunni og er það vonum seinna. Launakjör þeirra hafa ekki að ósekju hlotið mesta athygli. Launataxti sá sem ríkið og opinberir háskólar landsins með Háskóla Íslands í broddi fylkingar bjóða þessu starfsfólki sínu er kostulegur. Sérfræðingur með doktorspróf fær innan við 2.000 krónur á tímann og velta má fyrir sér hvaða skilaboð Háskóli Íslands sendir til samfélagsins með þessum launakjörum. Ef menntun stundakennara er svona lítils virði, hvers virði er þá sú menntun sem HÍ býður nemendum upp á? Það eru þó fleiri hliðar á málefnum stundakennara sem skipta ekki síður máli en launatalan ein og sér. Árið 2011 kenndu stundakennarar 30% af heildarkennslumagni í boði við HÍ. Rétt eins og það er fullkomlega eðlilegt að ákveðið hlutfall kennslumagns sé í höndum stundakennara, t.a.m. til að tryggja tengsl við atvinnulíf og fá aðgang að þekkingu sem ekki er til staðar meðal fastráðinna kennara háskólans, er í hæsta máta óeðlilegt að stundakennarar kenni nánast þriðjung kennslumagns við HÍ. Það liggur í augum uppi að magn stundakennslu er sparnaðarráð. Í raun er það „tær snilld" fyrir fjárhag HÍ. Það er erfitt að túlka það öðruvísi en verið sé að manna störf með ódýru vinnuafli sem annars þyrfti að fastráða fólk í. Á sama tíma og Háskóli Íslands útskrifar fleiri doktora en nokkurn tíma áður eru atvinnutækifærin í opinbera háskólaumhverfinu vart önnur en stundakennsla.Fjölbreyttur hópur stundakennara Hópur stundakennara er mjög fjölbreyttur. Langflestir af þeim um það bil 2.000 einstaklingum sem sinntu stundakennslu við Háskóla Íslands á síðasta ári eru „sérfræðingar utan úr bæ". Það er fólk sem kemur inn í kennslu í 10-15 kennslustundir í krafti starfs síns utan HÍ eða sérfræðiþekkingar. Þetta er mikilvægur þáttur stundakennslu sem ber að viðhalda enda mælir margt með því að háskólar haldi tengslum við samfélagið á þennan hátt. Megnið af þeim kennslustundum sem stundakennarar inna af hendi eru hins vegar unnar af öðrum, mun fámennari hópi. Um 10% stundakennara 2011 kenndu 280 stundir eða meira sem er ígildi meðalnámskeiðs. Það gera þó um 200 manns sem má skipta í þrjá hópa innbyrðis. Þar má fyrst telja sérfræðinga sem starfa við HÍ í öðrum stöðum en akademískum. Þetta eru t.d. sumir sérfræðingar Raunvísindastofnunar eða Félagsvísindastofnunar. Það þykir mikill akkur að njóta krafta þessa starfsfólks í kennslu þar sem hér er um fólk að ræða sem oft hefur þekkingu á þröngu sérsviði eða getur auðveldlega séð um heil námskeið ef fastráðinn kennari er í rannsóknarleyfi. Til skamms tíma fékk fólk úr þessum hópi kennslu sína greidda sem yfirvinnu ef það var í fullu starfi við stofnun HÍ. Sumarið 2011 var því hins vegar breytt einhliða af hálfu HÍ sem hætti að skilgreina kennsluna sem yfirvinnu og leit allt í einu á hana sem aukastarf alls óskylt sérfræðistarfi fólks. Sem sagt, eftir átta tíma vinnudag sem HÍ greiðir starfsmanni sínum laun samkvæmt kjarasamningi tekur stundakennarataxti við, jafnvel þó að um sama launagreiðanda sé að ræða. Rökrétt? Í annan stað eru stundakennarar sem eru í námi við HÍ. Þetta eru yfirleitt framhaldsnemar og með eflingu doktorsnáms hefur mögulegum stundakennurum fjölgað mjög. Það er erfitt að líta fram hjá því að leynt og ljóst eru doktorsnemar nýttir sem ódýrt vinnuafl. Það er vissulega svo að margt mælir með því að framhaldsnemar og sérstaklega doktorsnemar sinni kennslu meðfram námi en HÍ hefur ekki, eftir því sem næst verður komist, skilgreint magn þeirrar kennslu eða hvernig sú kennsla á að tengjast námi fólks. Það þýðir að tveir doktorsnemar við sömu deild geta verið að kenna mjög mismikið meðfram námi sínu. Ef kennsla er mikilvæg í doktorsnámi er vart eðlilegt að á meðan einn kennir eitt til tvö námskeið á vetri kenni annar ekkert eða hálft. Í þriðja lagi eru þeir stundakennarar sem hafa enga starfstengingu aðra við stofnunina. Þetta er fólk sem hefur jafnvel lifibrauð sitt af stundakennslu. Þess má geta að um 20 manns kenndu um 800 kennslustundir árið 2011 sem nálgast fullt starf. Þetta eru oft einyrkjar og sjálfstætt starfandi fræðimenn sem vilja gjarna halda tengingu við fræðasamfélag HÍ í gegnum kennslu og eru eftirsóttir þar sem jafnvel er enginn innan háskólans sem hefur sambærilega þekkingu. Hvorki starfsmenn né verktakar Háskóli Íslands hefur kosið að bjóða öllum stundakennurum sömu kjör. Það þýðir að óháð hvaða hópi hér að ofan fólk tilheyrir þá skal það skilgreint sem tímavinnufólk. Hefðbundin löggjöf um launafólk á ekki við stundakennara en gerður er samningur vegna þeirrar kennslu sem innt er af hendi sem hefur ekki stöðu ráðningarsamnings. Laun stundakennara eru ákveðin einhliða af sk. Samráðsnefnd Háskólans. Hún hefur aldrei haft samráð við fulltrúa stundakennara um launakjör svo vitað sé. Stéttarfélög hafa heldur ekki virka aðkomu að ákvörðun Samráðsnefndar. Hvar á vinnumarkaði þykir ásættanlegt að nefnd á vegum vinnuveitenda ákvarði laun fólks einhliða? Í lögum um tímabundna ráðningu starfsmanna sem samþykkt voru á Alþingi þann 13. desember 2003 er starfsmaður með tímabundna ráðningu: „Starfsmaður með ráðningarsamning við vinnuveitanda þar sem lok samningsins ákvarðast af hlutlægum ástæðum, til dæmis tiltekinni dagsetningu, lokum afmarkaðs verkefnis eða tilteknum aðstæðum." (3. gr). HÍ telur þessa grein ekki eiga við stundakennara, jafnvel þó þeir geri samning um kennslu tiltekins námskeiðs sem byrjar tiltekinn dag og endar á fyrirfram tilgreindum degi. HÍ viðurkennir heldur ekki að stundakennarar geti haft stöðu verktaka sem geti samið um kaup og kjör sín. Í stað þess þrýstir skólinn öllum stundakennurum í sama mót tímavinnufólks. Það getur átt við um „sérfræðinga utan úr bæ" en vandséð af hverju það ætti að eiga við aðra hópa stundakennara, þá sem kenna mest.Málefni stundakennara í ólestri Allt stoðkerfi HÍ er ófært um að sinna svo miklum fjölda stundakennara. Það þýðir að starfsumhverfi stundakennslu við Háskóla Íslands er í ólestri. Hvert svið og jafnvel hver deild og námsbraut hefur sitt verklag og jafnvel ólíkar reglur um launagreiðslur. Þessi borgar 40 tíma fyrir undirbúning nýs námskeiðs – hin gerir það ekki; þessi reiknar yfirferð verkefna og prófa inn í tímakaup – hin gerir það ekki, og svo mætti lengi telja. Upplýsingar um starfskjör, réttindi og skyldur liggja ekki á lausu til stundakennara þó að einstakar deildir hafi bætt þar úr. Algengar spurningar sem stundakennarar spyrja eru: Þarf að rukka sérstaklega fyrir þetta? Á ég rétt á bókastyrk? Hvar fæ ég netfang? Fæ ég borgað sérstaklega fyrir próf? Hvar fæ ég vinnuaðstöðu til að fara yfir próf? Á ég að vera með viðtalstíma? Hvar? Svörin eru æði misjöfn eftir því við hvaða deild fólk kennir. Það óefni sem málefni stundakennara eru komin í ber vitni um skeytingarleysi yfirstjórnar og rektors Háskóla Íslands gagnvart stundakennurum – hópi sem stofnunin gæti ekki verið án en virðist kjósa að koma fram við sem annars flokks háskólaborgara á degi hverjum. Nú kynni einhver að spyrja: Ef þetta er svona skítt, afhverju eruð þið þá að kenna? Svörin eru án efa jafn mörg og stundakennarar eru margir. Þó má ætla að þeim sé það flestum sameiginlegt að hafa metnað til að taka þátt í þróun góðrar háskólamenntunar og uppbyggingu fræðagreina innan HÍ. Það er að minnsta kosti ljóst að það eru ekki launin eða starfskjörin sem laða þá að. Að endingu viljum við skora á Kristínu Ingólfsdóttur, rektor Háskóla Íslands, að bjóða fulltrúum stundakennara til samráðs og samvinnu um málefni þeirra. Nú er lag og um leið er ljóst að við núverandi ástand verður ekki lengur búið.Dr. Gunnar Þór JóhannessonDr. Helga BjörnsdóttirDr. Tinna GrétarsdóttirJón Þór PéturssonSara Sigurbjörns-Öldudóttirstjórnarmenn í Hagstund, hagsmunafélagi stundakennara á háskólastigi.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun