Sá yðar sem syndlaus er Ólöf Guðný Valdimarsdóttir skrifar 5. mars 2012 11:00 „Snemma morguns kom hann aftur í helgidóminn, og allur lýður kom til hans, en hann settist og tók að kenna þeim. Farísear og fræðimenn koma með konu, staðna að hórdómi, létu hana standa mitt á meðal þeirra og sögðu við hann: „Meistari, kona þessi var staðin að verki, þar sem hún var að drýgja hór. Móse bauð oss í lögmálinu að grýta slíkar konur. Hvað segir þú nú?" Þetta sögðu þeir til að reyna hann, svo þeir hefðu eitthvað að ákæra hann fyrir. En Jesús laut niður og skrifaði með fingrinum á jörðina. Og þegar þeir héldu áfram að spyrja hann, rétti hann sig upp og sagði við þá: „Sá yðar, sem syndlaus er, kasti fyrstur steini á hana." Og aftur laut hann niður og skrifaði á jörðina. Þegar þeir heyrðu þetta, fóru þeir burt, einn af öðrum, öldungarnir fyrstir. Jesús var einn eftir, og konan stóð í sömu sporum. Hann rétti sig upp og sagði við hana: „Kona, hvað varð af þeim? Sakfelldi enginn þig?" En hún sagði: „Enginn, herra." Jesús mælti: „Ég sakfelli þig ekki heldur. Far þú. Syndga ekki framar." Jóh. 8:2-11 Guð er að yfirgefa íslensku þjóðina. Guð, sem Geir Haarde bað að blessa íslensku þjóðina og margir hlógu að, er að yfirgefa Ísland. Farinn. Hann hefur lotið í lægra haldi fyrir Mammoni. Mammon drottnar yfir Íslandi. Dómstólarnir eru hans tæki og skilja milli góðs og ills. Þeir sem eiga peninga, hafa tengsl og völd eru góðir og þeim guði þóknanlegir, hinir ekki. Mennirnir sem buðu sjóræningjum um borð í Þjóðarskútuna, átu og drukku og skiptu auði þjóðarinnar með þeim; mennirnir sem breyttu Þjóðarskútunni í Galeiðu, lifa í vellystingum ásamt sjóræningjunum. Skipstjórinn sem sat í brúnni þegar stjórnlaus Galeiðan steytti á skeri, hann einn verður sóttur til saka. Áhöfnin lét sig hverfa með aðstoð vina sinna. „Sá yðar, sem syndlaus er, kasti fyrsta steininum." Farísearnir og fræðimennirnir í sögunni um Jesú fóru burt einn af öðrum, öldungarnir fyrstir. Alþingismenn, sem hafa m.a. selt íslensk heimili og fjölskyldur í hendur erlendra vogunarsjóða, þykjast þess umkomnir að ákæra fyrrverandi kollega sinn og varpa honum einum fyrir dómstólana. Þeir kasta nú steinum, hver sem betur getur, til að draga athyglina frá sjálfum sér. „Vei, íslensku þjóðinni". Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Sjá meira
„Snemma morguns kom hann aftur í helgidóminn, og allur lýður kom til hans, en hann settist og tók að kenna þeim. Farísear og fræðimenn koma með konu, staðna að hórdómi, létu hana standa mitt á meðal þeirra og sögðu við hann: „Meistari, kona þessi var staðin að verki, þar sem hún var að drýgja hór. Móse bauð oss í lögmálinu að grýta slíkar konur. Hvað segir þú nú?" Þetta sögðu þeir til að reyna hann, svo þeir hefðu eitthvað að ákæra hann fyrir. En Jesús laut niður og skrifaði með fingrinum á jörðina. Og þegar þeir héldu áfram að spyrja hann, rétti hann sig upp og sagði við þá: „Sá yðar, sem syndlaus er, kasti fyrstur steini á hana." Og aftur laut hann niður og skrifaði á jörðina. Þegar þeir heyrðu þetta, fóru þeir burt, einn af öðrum, öldungarnir fyrstir. Jesús var einn eftir, og konan stóð í sömu sporum. Hann rétti sig upp og sagði við hana: „Kona, hvað varð af þeim? Sakfelldi enginn þig?" En hún sagði: „Enginn, herra." Jesús mælti: „Ég sakfelli þig ekki heldur. Far þú. Syndga ekki framar." Jóh. 8:2-11 Guð er að yfirgefa íslensku þjóðina. Guð, sem Geir Haarde bað að blessa íslensku þjóðina og margir hlógu að, er að yfirgefa Ísland. Farinn. Hann hefur lotið í lægra haldi fyrir Mammoni. Mammon drottnar yfir Íslandi. Dómstólarnir eru hans tæki og skilja milli góðs og ills. Þeir sem eiga peninga, hafa tengsl og völd eru góðir og þeim guði þóknanlegir, hinir ekki. Mennirnir sem buðu sjóræningjum um borð í Þjóðarskútuna, átu og drukku og skiptu auði þjóðarinnar með þeim; mennirnir sem breyttu Þjóðarskútunni í Galeiðu, lifa í vellystingum ásamt sjóræningjunum. Skipstjórinn sem sat í brúnni þegar stjórnlaus Galeiðan steytti á skeri, hann einn verður sóttur til saka. Áhöfnin lét sig hverfa með aðstoð vina sinna. „Sá yðar, sem syndlaus er, kasti fyrsta steininum." Farísearnir og fræðimennirnir í sögunni um Jesú fóru burt einn af öðrum, öldungarnir fyrstir. Alþingismenn, sem hafa m.a. selt íslensk heimili og fjölskyldur í hendur erlendra vogunarsjóða, þykjast þess umkomnir að ákæra fyrrverandi kollega sinn og varpa honum einum fyrir dómstólana. Þeir kasta nú steinum, hver sem betur getur, til að draga athyglina frá sjálfum sér. „Vei, íslensku þjóðinni".
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar