Ein þjóð, ein stjórnarskrá 5. mars 2012 07:00 Nú eru sjö mánuðir frá því að frumvarp stjórnlagaráðs til nýrrar stjórnarskrár lá fyrir sem og óvenju ítarleg og aðgengileg gögn um alla umræðu, gagnaöflun og forsendur fyrir einróma niðurstöðu þess og línur loks að skýrast varðandi það hvað kemur frá þinginu inn á borð ráðsins. Strax fyrir sjö mánuðum var byrjað að færa fram margskyns athugasemdir sem voru svo almenns eðlis, loftkenndar og lítt rökstuddar að ljóst var að margir gagnrýnendurnir höfðu lítt kynnt sér plaggið. Í ágústbyrjun viðraði forseti Íslands þá skoðun sína að hin nýja stjórnarskrá myndi færa forsetanum miklu meiri völd en hann hefði haft. Þetta kom stjórnlagaráðsfólki spánskt fyrir sjónir því í nýju stjórnarskránni er það mikla beina og óbeina vald afnumið, sem forsetinn hefur hingað til getað haft við stjórnarmyndanir. Slíku valdi beitti ríkisstjóri við myndun utanþingsstjórnar 1944 og það hafði fordæmisgildi í seinagangi í stjórnarmyndunum eftir það, einkum árin 1947, 1950, 1978 og 1979-80 þegar forsetarnir Sveinn Björnsson og Kristján Eldjárn beittu þrýstingi til stjórnarmyndana í skjóli þessa valds, og ævinlega gat það vofað yfir að því yrði beitt, ef þörf krefði. Kristján Eldjárn var meira að segja búinn að fela Jóhannesi Nordal að hafa tilbúna utanþingsstjórn í janúar 1980. Sömuleiðis er með ákvæðum um aukið beint lýðræði varðandi rétt kjósenda til að leggja mál fyrir Alþingi og hafa frumkvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur um umdeild og mikilsverð málefni, dregið úr þörfinni á málskotsrétti forsetans, og er málskotsréttur hans aðeins hugsaður sem öryggisventill í samræmi við meginstef stjórnarskrárinnar um valdtemprun og valddreifingu. Í samræmi við það stef er hugsuð aðkoma forsetans að ráðningu hæstaréttardómara og örfárra annarra mikilsverðra embætta. Sumir hafa tæpt á atriðum eins og þjóðareign, sem sé óskýrt. Það er einfaldlega rangt. Það er vel rökstutt í greinargerð og umræðum stjórnlagaráðs, og meginhugsunin er hin sama og í Þingvallalögunum frá 1928 þar sem tekið er fram að þjóðareignina Þingvelli megi aldrei selja eða veðsetja, gagnstætt því sem er um venjulegar ríkiseignir eins og byggingar og mannvirki. Talað er um að álagsprófa verði mörg atriði og nýmæli í stjórnarskránni en ekki hugað að því að mörg hin mikilsverðustu, eins og til dæmis ákvæði um stjórnarmyndanir, eiga fyrirmyndir í stjórnarskrám annarra Evrópulanda og hafa staðist álagspróf reynslunnar þar. En sjálfsagt er að ræða þetta nú í samræmi við erindi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Talað hefur verið um að sérfræðingar þurfi að taka ýmis veigamikil atriði til álagsprófa og nefnt að kosningakaflinn sé hæpinn og of ítarlegur og ósveigjanlegur. En þá ber þess að geta að helstu atriði hans, jafnt vægi atkvæða og persónukjör, voru bein tilmæli Þjóðfundar, sem var þúsund manna slembiúrtak úr þjóðskrá, þannig að engin samkoma íslensk ætti að hafa speglað þjóðarviljann jafn vel. Í kosingakaflanum er Alþingi gefið svigrúm til að ákveða fjölda kjördæma, allt frá einu upp í átta og líka gefið svigrúm til að víkja frá því að kjósendur geti skipt atkvæðum sínum á milli framboðslista. Í C-nefnd stjórnlagaráðs sátu meðal annarra mikilla áhugamanna um kosningalöggjöf tveir reyndustu sérfræðingar hérlendir um þau mál og álagsprófuðu þeir þá skipan sem kölluð er „kjördæmavarið landskjör“ og sækir grunn sinn í erlendar fyrirmyndir. Mikið hefur verið gert úr því að þeir sérfræðingar sem hafa tjáð sig um stjórnarskrárfrumvarpið eða verið kvaddir til hafi „einróma talið það ótækt“ og þurfa rækilegrar uppstokkunar við. Nokkrir þessara sérfræðinga störfuðu í eða fyrir stjórnlaganefnd við að vinna gögn og tillögur í hendur stjórnlagaráðs upp á 700 blaðsíður og gáfu iðulega ráðinu tvo kosti að velja um, oft tiltekna vegna þess að sérfræðingarnir sjálfir voru ekki á einu máli og töldu rétt að gefa upp valkosti. Í þeim tilfellum þar sem ráðið valdi á milli tveggja kosta er skiljanlagt að sá sérfræðinganna sem ekki fékk sitt fram, yrði ekki ánægður eftir á. Þetta skiptist stundum sitt á hvað þannig að ef allt er lagt saman er hægt að blása það upp í „einróma óánægju“. En þá verður að hafa það í huga að aldrei verður hægt að semja stjórnarskrá þar sem hver einasti sérfræðingur eða hver einasti kjósandi fær sínar ítrustu kröfur uppfylltar í hverri einustu grein eða hverjum einasta kafla. Allir ráðsmenn gætu tiltekið atriði, þar sem þeir hefðu viljað fá sitt ítrasta fram en fráleitt væri að segja að af þessum sökum hafi ráðsfólkið hafi verið „einróma óánægt“ með frumvarpið. Stjórnarskrá Íslands getur nefnilega aðeins orðið ein, – ein stjórnarskrá fyrir eina þjóð, – ekki tvær eða fleiri. Í stjórnlagaráð völdust jafn ólíkir einstaklingar, af eins ólíkum aldri, menntun, þjóðfélagsstétt, aðstæðum og stjórnmálaskoðunum og hægt er að ímynda sér. Skoðanir í ráðinu spönnuðu allt litróf þjóðfélagsins og allir settu fram sín sjónarmið af einurð í óvenju gagnsæju og opnu ferli fyrir opnum tjöldum. En úrslitum réði að stjórnarskrá gæti aldrei orðið annað en málamiðlun og að allir yrðu að slá af og ræða sig til sem bestrar niðurstöðu. Þess vegna var furðulegt að heyra þingmann tala um það á Alþingi að stjórnarskrárfrumvarpið væri til orðið á svipaðan hátt og einræði kommúnista komst á í Austur-Evrópu eftir stríð. Þingmaðurinn sagði að vegna þess að þetta væri stjórnarskrá vinstri stjórnar myndi það óhjákvæmilega gerast að þegar Sjálfstæðisflokkurinn kæmist til valda í hægri stjórn myndi sú stjórn breyta henni til hægri og síðan myndi hver ríkisstjórn eftir það breyta henni fram og til baka, vinstri-hægri. Í þessu felst hin gamalkunna tilhneiging til að fara ofan í flokkspólitískar skotgrafir, ástand, sem hefur ríkt á Alþingi í þau 67 ár sem því hefur mistekist það yfirlýsta markmið sitt að gera nýja stjórnarskrá. Sagt er að stjórnarskrármálið sé afrakstur þráhyggju forsætisráðherra en þó var það Framsóknarflokkurinn sem setti það á oddinn hjá sér 2009 að setja á stofn Stjórnlagaþing sem yrði einrátt um gerð og gerði að aðalskilyrði fyrir því að veita fyrstu stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hlutleysi og síðar að einu helsta kosningamáli Framsóknar. Örstutt um hugsanlega pólitíska samsetningu stjórnlagaráðs: 13 þeirra sem beðin voru að setjast í ráðið höfðu tengst stjórnmálaflokkum í starfi, á framboðslistum eða með setu á Alþingi, og skiptust svona: Sjálfstæðisflokkur 4, Samfylking 4, Framsókn 2, VG 2 og Frjálslyndir 1. Nokkurn veginn sömu hlutföll og verið hafa síðustu árin í þjóðfélaginu sjálfu! Hinn helmingur ráðsins kom úr öllum áttum. Í fyrra voru liðin 160 ár síðan Trampe greifi rauf Þjóðfundinn, stjórnlagaþing þess tíma, og þjóðin hefur beðið í 67 ár eftir því að Alþingi efndi loforð sitt um nýja stjórnarskrá. Stjórnlagaráð var einróma um frumvarp sitt vegna þess að ein þjóð getur aðeins haft eina stjórnarskrá og hernaður úr flokkspólitískum skotgröfum, eins og reynt hefur verið að koma þessu máli ofan í, er víti til varnaðar. Ráðsfólk léði á því máls að koma saman til að líta með opnum huga á hugsanlegar breytingar á frumvarpinu, enda má alltaf finna atriði sem betur mega fara varðandi mannanna verk, lagfæra þau og þoka málinu áfram. Þetta mál hefur verið á dagskrá, skref fyrir skref, í bráðum þrjú ár, og er nú komið á það stig að stjórnlagaráð geti fjallað um tiltekin atriði sem því hafa verið send til umsagnar og útskýringar. Vonandi gengur það vel. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Nú eru sjö mánuðir frá því að frumvarp stjórnlagaráðs til nýrrar stjórnarskrár lá fyrir sem og óvenju ítarleg og aðgengileg gögn um alla umræðu, gagnaöflun og forsendur fyrir einróma niðurstöðu þess og línur loks að skýrast varðandi það hvað kemur frá þinginu inn á borð ráðsins. Strax fyrir sjö mánuðum var byrjað að færa fram margskyns athugasemdir sem voru svo almenns eðlis, loftkenndar og lítt rökstuddar að ljóst var að margir gagnrýnendurnir höfðu lítt kynnt sér plaggið. Í ágústbyrjun viðraði forseti Íslands þá skoðun sína að hin nýja stjórnarskrá myndi færa forsetanum miklu meiri völd en hann hefði haft. Þetta kom stjórnlagaráðsfólki spánskt fyrir sjónir því í nýju stjórnarskránni er það mikla beina og óbeina vald afnumið, sem forsetinn hefur hingað til getað haft við stjórnarmyndanir. Slíku valdi beitti ríkisstjóri við myndun utanþingsstjórnar 1944 og það hafði fordæmisgildi í seinagangi í stjórnarmyndunum eftir það, einkum árin 1947, 1950, 1978 og 1979-80 þegar forsetarnir Sveinn Björnsson og Kristján Eldjárn beittu þrýstingi til stjórnarmyndana í skjóli þessa valds, og ævinlega gat það vofað yfir að því yrði beitt, ef þörf krefði. Kristján Eldjárn var meira að segja búinn að fela Jóhannesi Nordal að hafa tilbúna utanþingsstjórn í janúar 1980. Sömuleiðis er með ákvæðum um aukið beint lýðræði varðandi rétt kjósenda til að leggja mál fyrir Alþingi og hafa frumkvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur um umdeild og mikilsverð málefni, dregið úr þörfinni á málskotsrétti forsetans, og er málskotsréttur hans aðeins hugsaður sem öryggisventill í samræmi við meginstef stjórnarskrárinnar um valdtemprun og valddreifingu. Í samræmi við það stef er hugsuð aðkoma forsetans að ráðningu hæstaréttardómara og örfárra annarra mikilsverðra embætta. Sumir hafa tæpt á atriðum eins og þjóðareign, sem sé óskýrt. Það er einfaldlega rangt. Það er vel rökstutt í greinargerð og umræðum stjórnlagaráðs, og meginhugsunin er hin sama og í Þingvallalögunum frá 1928 þar sem tekið er fram að þjóðareignina Þingvelli megi aldrei selja eða veðsetja, gagnstætt því sem er um venjulegar ríkiseignir eins og byggingar og mannvirki. Talað er um að álagsprófa verði mörg atriði og nýmæli í stjórnarskránni en ekki hugað að því að mörg hin mikilsverðustu, eins og til dæmis ákvæði um stjórnarmyndanir, eiga fyrirmyndir í stjórnarskrám annarra Evrópulanda og hafa staðist álagspróf reynslunnar þar. En sjálfsagt er að ræða þetta nú í samræmi við erindi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Talað hefur verið um að sérfræðingar þurfi að taka ýmis veigamikil atriði til álagsprófa og nefnt að kosningakaflinn sé hæpinn og of ítarlegur og ósveigjanlegur. En þá ber þess að geta að helstu atriði hans, jafnt vægi atkvæða og persónukjör, voru bein tilmæli Þjóðfundar, sem var þúsund manna slembiúrtak úr þjóðskrá, þannig að engin samkoma íslensk ætti að hafa speglað þjóðarviljann jafn vel. Í kosingakaflanum er Alþingi gefið svigrúm til að ákveða fjölda kjördæma, allt frá einu upp í átta og líka gefið svigrúm til að víkja frá því að kjósendur geti skipt atkvæðum sínum á milli framboðslista. Í C-nefnd stjórnlagaráðs sátu meðal annarra mikilla áhugamanna um kosningalöggjöf tveir reyndustu sérfræðingar hérlendir um þau mál og álagsprófuðu þeir þá skipan sem kölluð er „kjördæmavarið landskjör“ og sækir grunn sinn í erlendar fyrirmyndir. Mikið hefur verið gert úr því að þeir sérfræðingar sem hafa tjáð sig um stjórnarskrárfrumvarpið eða verið kvaddir til hafi „einróma talið það ótækt“ og þurfa rækilegrar uppstokkunar við. Nokkrir þessara sérfræðinga störfuðu í eða fyrir stjórnlaganefnd við að vinna gögn og tillögur í hendur stjórnlagaráðs upp á 700 blaðsíður og gáfu iðulega ráðinu tvo kosti að velja um, oft tiltekna vegna þess að sérfræðingarnir sjálfir voru ekki á einu máli og töldu rétt að gefa upp valkosti. Í þeim tilfellum þar sem ráðið valdi á milli tveggja kosta er skiljanlagt að sá sérfræðinganna sem ekki fékk sitt fram, yrði ekki ánægður eftir á. Þetta skiptist stundum sitt á hvað þannig að ef allt er lagt saman er hægt að blása það upp í „einróma óánægju“. En þá verður að hafa það í huga að aldrei verður hægt að semja stjórnarskrá þar sem hver einasti sérfræðingur eða hver einasti kjósandi fær sínar ítrustu kröfur uppfylltar í hverri einustu grein eða hverjum einasta kafla. Allir ráðsmenn gætu tiltekið atriði, þar sem þeir hefðu viljað fá sitt ítrasta fram en fráleitt væri að segja að af þessum sökum hafi ráðsfólkið hafi verið „einróma óánægt“ með frumvarpið. Stjórnarskrá Íslands getur nefnilega aðeins orðið ein, – ein stjórnarskrá fyrir eina þjóð, – ekki tvær eða fleiri. Í stjórnlagaráð völdust jafn ólíkir einstaklingar, af eins ólíkum aldri, menntun, þjóðfélagsstétt, aðstæðum og stjórnmálaskoðunum og hægt er að ímynda sér. Skoðanir í ráðinu spönnuðu allt litróf þjóðfélagsins og allir settu fram sín sjónarmið af einurð í óvenju gagnsæju og opnu ferli fyrir opnum tjöldum. En úrslitum réði að stjórnarskrá gæti aldrei orðið annað en málamiðlun og að allir yrðu að slá af og ræða sig til sem bestrar niðurstöðu. Þess vegna var furðulegt að heyra þingmann tala um það á Alþingi að stjórnarskrárfrumvarpið væri til orðið á svipaðan hátt og einræði kommúnista komst á í Austur-Evrópu eftir stríð. Þingmaðurinn sagði að vegna þess að þetta væri stjórnarskrá vinstri stjórnar myndi það óhjákvæmilega gerast að þegar Sjálfstæðisflokkurinn kæmist til valda í hægri stjórn myndi sú stjórn breyta henni til hægri og síðan myndi hver ríkisstjórn eftir það breyta henni fram og til baka, vinstri-hægri. Í þessu felst hin gamalkunna tilhneiging til að fara ofan í flokkspólitískar skotgrafir, ástand, sem hefur ríkt á Alþingi í þau 67 ár sem því hefur mistekist það yfirlýsta markmið sitt að gera nýja stjórnarskrá. Sagt er að stjórnarskrármálið sé afrakstur þráhyggju forsætisráðherra en þó var það Framsóknarflokkurinn sem setti það á oddinn hjá sér 2009 að setja á stofn Stjórnlagaþing sem yrði einrátt um gerð og gerði að aðalskilyrði fyrir því að veita fyrstu stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hlutleysi og síðar að einu helsta kosningamáli Framsóknar. Örstutt um hugsanlega pólitíska samsetningu stjórnlagaráðs: 13 þeirra sem beðin voru að setjast í ráðið höfðu tengst stjórnmálaflokkum í starfi, á framboðslistum eða með setu á Alþingi, og skiptust svona: Sjálfstæðisflokkur 4, Samfylking 4, Framsókn 2, VG 2 og Frjálslyndir 1. Nokkurn veginn sömu hlutföll og verið hafa síðustu árin í þjóðfélaginu sjálfu! Hinn helmingur ráðsins kom úr öllum áttum. Í fyrra voru liðin 160 ár síðan Trampe greifi rauf Þjóðfundinn, stjórnlagaþing þess tíma, og þjóðin hefur beðið í 67 ár eftir því að Alþingi efndi loforð sitt um nýja stjórnarskrá. Stjórnlagaráð var einróma um frumvarp sitt vegna þess að ein þjóð getur aðeins haft eina stjórnarskrá og hernaður úr flokkspólitískum skotgröfum, eins og reynt hefur verið að koma þessu máli ofan í, er víti til varnaðar. Ráðsfólk léði á því máls að koma saman til að líta með opnum huga á hugsanlegar breytingar á frumvarpinu, enda má alltaf finna atriði sem betur mega fara varðandi mannanna verk, lagfæra þau og þoka málinu áfram. Þetta mál hefur verið á dagskrá, skref fyrir skref, í bráðum þrjú ár, og er nú komið á það stig að stjórnlagaráð geti fjallað um tiltekin atriði sem því hafa verið send til umsagnar og útskýringar. Vonandi gengur það vel.
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar