Páskabrella súkkulaðiforstjórans Helgi Magnússon skrifar 3. mars 2012 06:00 Auðmaður úr Hafnarfirði, Helgi Vilhjálmsson, oft kenndur við eitt af fyrirtækjum sínum, sælgætis- og páskaeggjagerðina Góu, birti í vikunni opnuauglýsingar í dagblöðum. Þar ræðst hann á lágkúrulegan hátt að lífeyrissjóðum landsmanna, einkum þó Lífeyrissjóði verslunarmanna og framkvæmdastjóra hans. Hann hefur oft áður gert atlögur að lífeyrissjóðunum – og gjarnan í aðdraganda páskanna. Þessi vorboði segir okkur að nú sé stutt í páska og sala á páskaeggjum í aðsigi. Það er ekki annað hægt en að gruna þennan athafnamann um þá græsku að ætla með einkennilegum málflutningi sínum um lífeyrissjóði að vekja athygli á sér og páskaeggjaframleiðslu sinni í enn eitt skiptið. Þessi aðferð Góuforstjórans er óttalegur dónaskapur við fólkið í landinu og fjölmiðla. Með þessari háttsemi sinni er hann að ætla okkur það að við séum svo grunnhyggin að við sjáum ekki í gegnum markaðsbrellur. Það er verið að freista þess að vekja athygli á framleiðsluvörum Góu þegar páskaeggjakauptíðin fer í hönd. Sem betur fer erum við neytendur ekki svo einfaldir að við látum plata okkur með slíkum hætti. Áralangar útistöðurHelgi Vilhjálmsson hefur um árabil átt í útistöðum við lífeyrissjóðina og m.a. haldið því fram að sjóðirnir ættu að standa fyrir framkvæmdum sem þeim er engan veginn heimilt að sinna og væru lögbrot. Þar er m.a. átt við áralangt tal hans um að sjóðirnir ættu að reisa hjúkrunar- eða dvalarheimili fyrir aldraða. Honum hefur ítrekað verið bent á að slíkar framkvæmdir eru ekki í verkahring lífeyrissjóðanna, samkvæmt núgildandi lögum, enda hafa þeir engar heimildir til þess. Helgi skilur þetta alveg en hann velur að halda áfram einkennilegum málflutningi sínum til að vekja athygli á sér og fyrirtækjum sínum. Lífeyrissjóðir hafa hins vegar tekið þátt í fjármögnun slíkra verkefna með kaupum á skuldabréfum sem hafa gert réttum aðilum kleift að koma verkefnunum í höfn. Lífeyrissjóður verslunarmanna hefur m.a. komið að fjármögnun af því tagi með öðrum lífeyrissjóðum. Umhyggja?Á Helga Vilhjálmssyni hefur mátt skilja að hann bæri sérstaka umhyggju fyrir sjóðfélögum og talið sig vera að ráða þeim heilt með því að hvetja þá til að greiða ekki í sjóðina þrátt fyrir skýrar lagaskyldur þar um. Ég verð því miður að efast um heilindi hans í þessum efnum. Sá grunur læðist að manni að umhyggja hans beinist einkum að eigin rekstri og tekjuöflun þar sem einskis er svifist til að vekja á sér athygli. Nú gerir hann að sérstöku umtalsefni að framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs verslunarmanna skuli hafa bifreið til afnota samkvæmt starfssamningi eins og algengt er hjá helstu yfirmönnum víða í fyrirtækjum og stofnunum. Það eru fleiri en ráðherrar sem hafa afnot af bifreiðum. Ég er viss um að Helgi Vilhjálmsson er svo reyndur í íslensku viðskiptalífi að honum sé fullkunnugt um það. En vonandi gleður það súkkulaðiforstjórann og alla aðra löghlýðna borgara að framkvæmdastjóri sjóðsins greiðir fulla skatta af þessum hlunnindum eins og mælt er fyrir um í skattalögum. Mér leiðist að þurfa að svara Helga Vilhjálmssyni vegna þessa máls því ég ber virðingu fyrir mörgu sem hann hefur gert vel í á löngum ferli. Hann er einn af þeim duglegu Íslendingum sem brotist hafa áfram af eljusemi og krafti og komið sér vel fyrir í veraldlegum efnum. En það er hins vegar leitt þegar auðlegð fyllir menn hroka og ranghugmyndum sem leiða til þess að þeir telji sig þess umkomna að ráðast gegn öðrum með rakalausum áróðri og svívirðingum – ár eftir ár – og jafnan undir yfirskini umhyggju fyrir fólki. Við hljótum að sjá í gegnum vinnubrögð af þessu tagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Auðmaður úr Hafnarfirði, Helgi Vilhjálmsson, oft kenndur við eitt af fyrirtækjum sínum, sælgætis- og páskaeggjagerðina Góu, birti í vikunni opnuauglýsingar í dagblöðum. Þar ræðst hann á lágkúrulegan hátt að lífeyrissjóðum landsmanna, einkum þó Lífeyrissjóði verslunarmanna og framkvæmdastjóra hans. Hann hefur oft áður gert atlögur að lífeyrissjóðunum – og gjarnan í aðdraganda páskanna. Þessi vorboði segir okkur að nú sé stutt í páska og sala á páskaeggjum í aðsigi. Það er ekki annað hægt en að gruna þennan athafnamann um þá græsku að ætla með einkennilegum málflutningi sínum um lífeyrissjóði að vekja athygli á sér og páskaeggjaframleiðslu sinni í enn eitt skiptið. Þessi aðferð Góuforstjórans er óttalegur dónaskapur við fólkið í landinu og fjölmiðla. Með þessari háttsemi sinni er hann að ætla okkur það að við séum svo grunnhyggin að við sjáum ekki í gegnum markaðsbrellur. Það er verið að freista þess að vekja athygli á framleiðsluvörum Góu þegar páskaeggjakauptíðin fer í hönd. Sem betur fer erum við neytendur ekki svo einfaldir að við látum plata okkur með slíkum hætti. Áralangar útistöðurHelgi Vilhjálmsson hefur um árabil átt í útistöðum við lífeyrissjóðina og m.a. haldið því fram að sjóðirnir ættu að standa fyrir framkvæmdum sem þeim er engan veginn heimilt að sinna og væru lögbrot. Þar er m.a. átt við áralangt tal hans um að sjóðirnir ættu að reisa hjúkrunar- eða dvalarheimili fyrir aldraða. Honum hefur ítrekað verið bent á að slíkar framkvæmdir eru ekki í verkahring lífeyrissjóðanna, samkvæmt núgildandi lögum, enda hafa þeir engar heimildir til þess. Helgi skilur þetta alveg en hann velur að halda áfram einkennilegum málflutningi sínum til að vekja athygli á sér og fyrirtækjum sínum. Lífeyrissjóðir hafa hins vegar tekið þátt í fjármögnun slíkra verkefna með kaupum á skuldabréfum sem hafa gert réttum aðilum kleift að koma verkefnunum í höfn. Lífeyrissjóður verslunarmanna hefur m.a. komið að fjármögnun af því tagi með öðrum lífeyrissjóðum. Umhyggja?Á Helga Vilhjálmssyni hefur mátt skilja að hann bæri sérstaka umhyggju fyrir sjóðfélögum og talið sig vera að ráða þeim heilt með því að hvetja þá til að greiða ekki í sjóðina þrátt fyrir skýrar lagaskyldur þar um. Ég verð því miður að efast um heilindi hans í þessum efnum. Sá grunur læðist að manni að umhyggja hans beinist einkum að eigin rekstri og tekjuöflun þar sem einskis er svifist til að vekja á sér athygli. Nú gerir hann að sérstöku umtalsefni að framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs verslunarmanna skuli hafa bifreið til afnota samkvæmt starfssamningi eins og algengt er hjá helstu yfirmönnum víða í fyrirtækjum og stofnunum. Það eru fleiri en ráðherrar sem hafa afnot af bifreiðum. Ég er viss um að Helgi Vilhjálmsson er svo reyndur í íslensku viðskiptalífi að honum sé fullkunnugt um það. En vonandi gleður það súkkulaðiforstjórann og alla aðra löghlýðna borgara að framkvæmdastjóri sjóðsins greiðir fulla skatta af þessum hlunnindum eins og mælt er fyrir um í skattalögum. Mér leiðist að þurfa að svara Helga Vilhjálmssyni vegna þessa máls því ég ber virðingu fyrir mörgu sem hann hefur gert vel í á löngum ferli. Hann er einn af þeim duglegu Íslendingum sem brotist hafa áfram af eljusemi og krafti og komið sér vel fyrir í veraldlegum efnum. En það er hins vegar leitt þegar auðlegð fyllir menn hroka og ranghugmyndum sem leiða til þess að þeir telji sig þess umkomna að ráðast gegn öðrum með rakalausum áróðri og svívirðingum – ár eftir ár – og jafnan undir yfirskini umhyggju fyrir fólki. Við hljótum að sjá í gegnum vinnubrögð af þessu tagi.
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar