Viðbrögð Lífeyrissjóðs verslunarmanna við hrunskýrslu Eyrún Ingadóttir skrifar 2. mars 2012 06:00 Í byrjun mánaðar kom út skýrsla um fjárfestingarstefnu, ákvarðanir og lagalegt umhverfi lífeyrissjóðanna í aðdraganda hrunsins. Skýrslan er afar vönduð, sett fram á mannamáli og úttektarnefnd Landssamtaka lífeyrissjóða á hrós skilið. Fimmti kafli fjallar um Lífeyrissjóð verslunarmanna og áður en lengra er haldið er rétt að taka fram að ég geri mér grein fyrir því að það var efnahagshrun sem skýrir hluta af tapi sjóðsins. Hluta af tapinu segi ég því eftir lesturinn koma í hugann orð eins og dómgreindarskortur og vanþekking á lögum og reglum. Síðan hafa viðbrögð Lífeyrissjóðs verslunarmanna í kjölfar skýrslunnar gert illt verra og það hvarflar að manni að fátt sem ekkert hafi breyst þar frá því fyrir hrun. Dómgreindarskortur?Skýrslan telur upp nokkur atriði varðandi LV sem ýmist „vekja athygli“, „vekja nokkra athygli“ og jafnvel „vekja ýmsar spurningar“ eins og það er orðað. Þar er m.a. talað um hlutabréfaeign LV í Kaupþing banka hf. Sjóðurinn keypti hlutabréf á 1. ársfjórðungi 2008 og seldi á 2. ársfjórðungi með umtalsverðu tapi. Þrátt fyrir að gengi hlutabréfa héldi áfram að falla var aftur keypt á 3. ársfjórðungi. Hægt er að ímynda sér að kaupin hafi verið til þess að reyna hífa upp gengið og komast upp úr öldudalnum til að vernda þá miklu fjárfestingu sem sjóðurinn átti þegar í bankanum. Svo má líka líta svo á að viðskipti LV á 3. ársfjórðungi falli undir alvarlegan dómgreindarskort þar sem formaður sjóðsins var í stjórn Kaupþings og hefði átt að vita hve staðan var alvarleg. Eggin í körfunniSamkvæmt lögum máttu 35% af innlendri hlutabréfaeign lífeyrissjóðs vera í hverju fyrirtæki með samanlagða eign, þ.e. í hlutabréfum, skuldabréfum, skyldum fyrirtækjum, inneignum o.s.frv. Í desember 2008 var þetta hlutfall hækkað í 70% vegna fárra fjárfestingakosta lífeyrissjóða. Á tímabilinu sem nefndin skoðaði nam hlutabréfaeign LV í Kaupþingi 33-48% af innlendri hlutabréfaeign sjóðsins sem er klárlega yfir þessu marki sem lögin sögðu til um á þeim tíma. Í þessu ljósi er skondið að lesa fréttatilkynningu LV frá 10. febrúar sl. þar sem segir að dreifing áhættu við fjárfestingar sé grunnþáttur í starfsemi lífeyrissjóða, að setja ekki öll eggin í sömu körfuna. Í þeim hluta skýrslunnar sem fjallar um LV segir að aðilar innan lífeyrissjóðakerfisins hafi ekki gert sér nægilega grein fyrir þeirri áhættu sem lægi í því að fjárfesta í of tengdum aðilum. Er ekki ótrúlegt að stjórnendur LV létu upp undir helming af eign sjóðsins í íslenskum hlutabréfum vera í Kaupþingi og tengdum aðilum? Er ekki líka ótrúlegt að stjórnendur sjóðsins keyptu gjaldeyristryggingar, sem eru í raun afleiður, fyrir meira en 90% af erlendri eign hans á sama tíma og bankarnir keyptu gjaldeyri hver í kapp við annan? Raunar segir orðrétt í skýrslunni: „Hvernig getur það komið heim og saman við langtímasjónarmið að taka jafn mikla áhættu og raun bar vitni við kaup á þessum tryggingum?“ Viðbrögð LVFyrstu vikuna eftir að skýrslan kom út sendi LV sex fréttatilkynningar til að bregðast við gagnrýni á sjóðinn. Í fréttatilkynningu frá 3. febrúar er sagt frá því að LV hafi að verulegu leyti tekið upp þær reglur sem skýrsluhöfundar beindu til sjóðsins. Dæmi er tekið að LV hefði gerst aðili að leiðbeinandi reglum Sameinuðu þjóðanna um ábyrgar fjárfestingar og stjórnarhætti þegar árið 2006. Í skýrslunni er aftur á móti sagt eftirtektarvert að þessi stefnumótun sæist hvergi í fjárfestingarstefnu eða siðareglum LV frá þeim tíma. Svo taka þeir þessar sömu reglur sem dæmi í fréttatilkynningunni um reglur sem þeir hefðu þegar tekið upp og unnið eftir um langa hríð! Hvað með afsökunarbeiðni?Athygli vekur að í þessum sex fréttatilkynningum sem LV sendi vikuna eftir útkomu skýrslunnar er hvergi afsökunarbeiðni til sjóðfélaga. Í tilkynningu formanns stjórnar LV 8. febrúar sl. er bent á að sameiginlegt tap sjóðanna hafi verið 380 milljarðar en ekki 480 milljarðar. Ástæðan er sú að formaðurinn miðar við 1. október 2008, svona eins og kreppan hafi ekki átt sér neinn fyrirvara, þegar skýrsluhöfundar miða við 1. janúar 2008. Slíkar reiknikúnstir munu ekki endurvekja traust sjóðfélaga á Lífeyrissjóði verslunarmanna sem orðið hefur fyrir alvarlegum hnekki. Ég efast ekki um að ýmislegt var vel gert hjá sjóðnum fyrir hrun og jafnvel til fyrirmyndar en þau atriði sem skýrsluhöfundar gera athugasemdir við flokkast ekki með því. Menn þurfa að viðurkenna mistök til að geta lært af þeim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Í byrjun mánaðar kom út skýrsla um fjárfestingarstefnu, ákvarðanir og lagalegt umhverfi lífeyrissjóðanna í aðdraganda hrunsins. Skýrslan er afar vönduð, sett fram á mannamáli og úttektarnefnd Landssamtaka lífeyrissjóða á hrós skilið. Fimmti kafli fjallar um Lífeyrissjóð verslunarmanna og áður en lengra er haldið er rétt að taka fram að ég geri mér grein fyrir því að það var efnahagshrun sem skýrir hluta af tapi sjóðsins. Hluta af tapinu segi ég því eftir lesturinn koma í hugann orð eins og dómgreindarskortur og vanþekking á lögum og reglum. Síðan hafa viðbrögð Lífeyrissjóðs verslunarmanna í kjölfar skýrslunnar gert illt verra og það hvarflar að manni að fátt sem ekkert hafi breyst þar frá því fyrir hrun. Dómgreindarskortur?Skýrslan telur upp nokkur atriði varðandi LV sem ýmist „vekja athygli“, „vekja nokkra athygli“ og jafnvel „vekja ýmsar spurningar“ eins og það er orðað. Þar er m.a. talað um hlutabréfaeign LV í Kaupþing banka hf. Sjóðurinn keypti hlutabréf á 1. ársfjórðungi 2008 og seldi á 2. ársfjórðungi með umtalsverðu tapi. Þrátt fyrir að gengi hlutabréfa héldi áfram að falla var aftur keypt á 3. ársfjórðungi. Hægt er að ímynda sér að kaupin hafi verið til þess að reyna hífa upp gengið og komast upp úr öldudalnum til að vernda þá miklu fjárfestingu sem sjóðurinn átti þegar í bankanum. Svo má líka líta svo á að viðskipti LV á 3. ársfjórðungi falli undir alvarlegan dómgreindarskort þar sem formaður sjóðsins var í stjórn Kaupþings og hefði átt að vita hve staðan var alvarleg. Eggin í körfunniSamkvæmt lögum máttu 35% af innlendri hlutabréfaeign lífeyrissjóðs vera í hverju fyrirtæki með samanlagða eign, þ.e. í hlutabréfum, skuldabréfum, skyldum fyrirtækjum, inneignum o.s.frv. Í desember 2008 var þetta hlutfall hækkað í 70% vegna fárra fjárfestingakosta lífeyrissjóða. Á tímabilinu sem nefndin skoðaði nam hlutabréfaeign LV í Kaupþingi 33-48% af innlendri hlutabréfaeign sjóðsins sem er klárlega yfir þessu marki sem lögin sögðu til um á þeim tíma. Í þessu ljósi er skondið að lesa fréttatilkynningu LV frá 10. febrúar sl. þar sem segir að dreifing áhættu við fjárfestingar sé grunnþáttur í starfsemi lífeyrissjóða, að setja ekki öll eggin í sömu körfuna. Í þeim hluta skýrslunnar sem fjallar um LV segir að aðilar innan lífeyrissjóðakerfisins hafi ekki gert sér nægilega grein fyrir þeirri áhættu sem lægi í því að fjárfesta í of tengdum aðilum. Er ekki ótrúlegt að stjórnendur LV létu upp undir helming af eign sjóðsins í íslenskum hlutabréfum vera í Kaupþingi og tengdum aðilum? Er ekki líka ótrúlegt að stjórnendur sjóðsins keyptu gjaldeyristryggingar, sem eru í raun afleiður, fyrir meira en 90% af erlendri eign hans á sama tíma og bankarnir keyptu gjaldeyri hver í kapp við annan? Raunar segir orðrétt í skýrslunni: „Hvernig getur það komið heim og saman við langtímasjónarmið að taka jafn mikla áhættu og raun bar vitni við kaup á þessum tryggingum?“ Viðbrögð LVFyrstu vikuna eftir að skýrslan kom út sendi LV sex fréttatilkynningar til að bregðast við gagnrýni á sjóðinn. Í fréttatilkynningu frá 3. febrúar er sagt frá því að LV hafi að verulegu leyti tekið upp þær reglur sem skýrsluhöfundar beindu til sjóðsins. Dæmi er tekið að LV hefði gerst aðili að leiðbeinandi reglum Sameinuðu þjóðanna um ábyrgar fjárfestingar og stjórnarhætti þegar árið 2006. Í skýrslunni er aftur á móti sagt eftirtektarvert að þessi stefnumótun sæist hvergi í fjárfestingarstefnu eða siðareglum LV frá þeim tíma. Svo taka þeir þessar sömu reglur sem dæmi í fréttatilkynningunni um reglur sem þeir hefðu þegar tekið upp og unnið eftir um langa hríð! Hvað með afsökunarbeiðni?Athygli vekur að í þessum sex fréttatilkynningum sem LV sendi vikuna eftir útkomu skýrslunnar er hvergi afsökunarbeiðni til sjóðfélaga. Í tilkynningu formanns stjórnar LV 8. febrúar sl. er bent á að sameiginlegt tap sjóðanna hafi verið 380 milljarðar en ekki 480 milljarðar. Ástæðan er sú að formaðurinn miðar við 1. október 2008, svona eins og kreppan hafi ekki átt sér neinn fyrirvara, þegar skýrsluhöfundar miða við 1. janúar 2008. Slíkar reiknikúnstir munu ekki endurvekja traust sjóðfélaga á Lífeyrissjóði verslunarmanna sem orðið hefur fyrir alvarlegum hnekki. Ég efast ekki um að ýmislegt var vel gert hjá sjóðnum fyrir hrun og jafnvel til fyrirmyndar en þau atriði sem skýrsluhöfundar gera athugasemdir við flokkast ekki með því. Menn þurfa að viðurkenna mistök til að geta lært af þeim.
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar