Viðbrögð Lífeyrissjóðs verslunarmanna við hrunskýrslu Eyrún Ingadóttir skrifar 2. mars 2012 06:00 Í byrjun mánaðar kom út skýrsla um fjárfestingarstefnu, ákvarðanir og lagalegt umhverfi lífeyrissjóðanna í aðdraganda hrunsins. Skýrslan er afar vönduð, sett fram á mannamáli og úttektarnefnd Landssamtaka lífeyrissjóða á hrós skilið. Fimmti kafli fjallar um Lífeyrissjóð verslunarmanna og áður en lengra er haldið er rétt að taka fram að ég geri mér grein fyrir því að það var efnahagshrun sem skýrir hluta af tapi sjóðsins. Hluta af tapinu segi ég því eftir lesturinn koma í hugann orð eins og dómgreindarskortur og vanþekking á lögum og reglum. Síðan hafa viðbrögð Lífeyrissjóðs verslunarmanna í kjölfar skýrslunnar gert illt verra og það hvarflar að manni að fátt sem ekkert hafi breyst þar frá því fyrir hrun. Dómgreindarskortur?Skýrslan telur upp nokkur atriði varðandi LV sem ýmist „vekja athygli“, „vekja nokkra athygli“ og jafnvel „vekja ýmsar spurningar“ eins og það er orðað. Þar er m.a. talað um hlutabréfaeign LV í Kaupþing banka hf. Sjóðurinn keypti hlutabréf á 1. ársfjórðungi 2008 og seldi á 2. ársfjórðungi með umtalsverðu tapi. Þrátt fyrir að gengi hlutabréfa héldi áfram að falla var aftur keypt á 3. ársfjórðungi. Hægt er að ímynda sér að kaupin hafi verið til þess að reyna hífa upp gengið og komast upp úr öldudalnum til að vernda þá miklu fjárfestingu sem sjóðurinn átti þegar í bankanum. Svo má líka líta svo á að viðskipti LV á 3. ársfjórðungi falli undir alvarlegan dómgreindarskort þar sem formaður sjóðsins var í stjórn Kaupþings og hefði átt að vita hve staðan var alvarleg. Eggin í körfunniSamkvæmt lögum máttu 35% af innlendri hlutabréfaeign lífeyrissjóðs vera í hverju fyrirtæki með samanlagða eign, þ.e. í hlutabréfum, skuldabréfum, skyldum fyrirtækjum, inneignum o.s.frv. Í desember 2008 var þetta hlutfall hækkað í 70% vegna fárra fjárfestingakosta lífeyrissjóða. Á tímabilinu sem nefndin skoðaði nam hlutabréfaeign LV í Kaupþingi 33-48% af innlendri hlutabréfaeign sjóðsins sem er klárlega yfir þessu marki sem lögin sögðu til um á þeim tíma. Í þessu ljósi er skondið að lesa fréttatilkynningu LV frá 10. febrúar sl. þar sem segir að dreifing áhættu við fjárfestingar sé grunnþáttur í starfsemi lífeyrissjóða, að setja ekki öll eggin í sömu körfuna. Í þeim hluta skýrslunnar sem fjallar um LV segir að aðilar innan lífeyrissjóðakerfisins hafi ekki gert sér nægilega grein fyrir þeirri áhættu sem lægi í því að fjárfesta í of tengdum aðilum. Er ekki ótrúlegt að stjórnendur LV létu upp undir helming af eign sjóðsins í íslenskum hlutabréfum vera í Kaupþingi og tengdum aðilum? Er ekki líka ótrúlegt að stjórnendur sjóðsins keyptu gjaldeyristryggingar, sem eru í raun afleiður, fyrir meira en 90% af erlendri eign hans á sama tíma og bankarnir keyptu gjaldeyri hver í kapp við annan? Raunar segir orðrétt í skýrslunni: „Hvernig getur það komið heim og saman við langtímasjónarmið að taka jafn mikla áhættu og raun bar vitni við kaup á þessum tryggingum?“ Viðbrögð LVFyrstu vikuna eftir að skýrslan kom út sendi LV sex fréttatilkynningar til að bregðast við gagnrýni á sjóðinn. Í fréttatilkynningu frá 3. febrúar er sagt frá því að LV hafi að verulegu leyti tekið upp þær reglur sem skýrsluhöfundar beindu til sjóðsins. Dæmi er tekið að LV hefði gerst aðili að leiðbeinandi reglum Sameinuðu þjóðanna um ábyrgar fjárfestingar og stjórnarhætti þegar árið 2006. Í skýrslunni er aftur á móti sagt eftirtektarvert að þessi stefnumótun sæist hvergi í fjárfestingarstefnu eða siðareglum LV frá þeim tíma. Svo taka þeir þessar sömu reglur sem dæmi í fréttatilkynningunni um reglur sem þeir hefðu þegar tekið upp og unnið eftir um langa hríð! Hvað með afsökunarbeiðni?Athygli vekur að í þessum sex fréttatilkynningum sem LV sendi vikuna eftir útkomu skýrslunnar er hvergi afsökunarbeiðni til sjóðfélaga. Í tilkynningu formanns stjórnar LV 8. febrúar sl. er bent á að sameiginlegt tap sjóðanna hafi verið 380 milljarðar en ekki 480 milljarðar. Ástæðan er sú að formaðurinn miðar við 1. október 2008, svona eins og kreppan hafi ekki átt sér neinn fyrirvara, þegar skýrsluhöfundar miða við 1. janúar 2008. Slíkar reiknikúnstir munu ekki endurvekja traust sjóðfélaga á Lífeyrissjóði verslunarmanna sem orðið hefur fyrir alvarlegum hnekki. Ég efast ekki um að ýmislegt var vel gert hjá sjóðnum fyrir hrun og jafnvel til fyrirmyndar en þau atriði sem skýrsluhöfundar gera athugasemdir við flokkast ekki með því. Menn þurfa að viðurkenna mistök til að geta lært af þeim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Í byrjun mánaðar kom út skýrsla um fjárfestingarstefnu, ákvarðanir og lagalegt umhverfi lífeyrissjóðanna í aðdraganda hrunsins. Skýrslan er afar vönduð, sett fram á mannamáli og úttektarnefnd Landssamtaka lífeyrissjóða á hrós skilið. Fimmti kafli fjallar um Lífeyrissjóð verslunarmanna og áður en lengra er haldið er rétt að taka fram að ég geri mér grein fyrir því að það var efnahagshrun sem skýrir hluta af tapi sjóðsins. Hluta af tapinu segi ég því eftir lesturinn koma í hugann orð eins og dómgreindarskortur og vanþekking á lögum og reglum. Síðan hafa viðbrögð Lífeyrissjóðs verslunarmanna í kjölfar skýrslunnar gert illt verra og það hvarflar að manni að fátt sem ekkert hafi breyst þar frá því fyrir hrun. Dómgreindarskortur?Skýrslan telur upp nokkur atriði varðandi LV sem ýmist „vekja athygli“, „vekja nokkra athygli“ og jafnvel „vekja ýmsar spurningar“ eins og það er orðað. Þar er m.a. talað um hlutabréfaeign LV í Kaupþing banka hf. Sjóðurinn keypti hlutabréf á 1. ársfjórðungi 2008 og seldi á 2. ársfjórðungi með umtalsverðu tapi. Þrátt fyrir að gengi hlutabréfa héldi áfram að falla var aftur keypt á 3. ársfjórðungi. Hægt er að ímynda sér að kaupin hafi verið til þess að reyna hífa upp gengið og komast upp úr öldudalnum til að vernda þá miklu fjárfestingu sem sjóðurinn átti þegar í bankanum. Svo má líka líta svo á að viðskipti LV á 3. ársfjórðungi falli undir alvarlegan dómgreindarskort þar sem formaður sjóðsins var í stjórn Kaupþings og hefði átt að vita hve staðan var alvarleg. Eggin í körfunniSamkvæmt lögum máttu 35% af innlendri hlutabréfaeign lífeyrissjóðs vera í hverju fyrirtæki með samanlagða eign, þ.e. í hlutabréfum, skuldabréfum, skyldum fyrirtækjum, inneignum o.s.frv. Í desember 2008 var þetta hlutfall hækkað í 70% vegna fárra fjárfestingakosta lífeyrissjóða. Á tímabilinu sem nefndin skoðaði nam hlutabréfaeign LV í Kaupþingi 33-48% af innlendri hlutabréfaeign sjóðsins sem er klárlega yfir þessu marki sem lögin sögðu til um á þeim tíma. Í þessu ljósi er skondið að lesa fréttatilkynningu LV frá 10. febrúar sl. þar sem segir að dreifing áhættu við fjárfestingar sé grunnþáttur í starfsemi lífeyrissjóða, að setja ekki öll eggin í sömu körfuna. Í þeim hluta skýrslunnar sem fjallar um LV segir að aðilar innan lífeyrissjóðakerfisins hafi ekki gert sér nægilega grein fyrir þeirri áhættu sem lægi í því að fjárfesta í of tengdum aðilum. Er ekki ótrúlegt að stjórnendur LV létu upp undir helming af eign sjóðsins í íslenskum hlutabréfum vera í Kaupþingi og tengdum aðilum? Er ekki líka ótrúlegt að stjórnendur sjóðsins keyptu gjaldeyristryggingar, sem eru í raun afleiður, fyrir meira en 90% af erlendri eign hans á sama tíma og bankarnir keyptu gjaldeyri hver í kapp við annan? Raunar segir orðrétt í skýrslunni: „Hvernig getur það komið heim og saman við langtímasjónarmið að taka jafn mikla áhættu og raun bar vitni við kaup á þessum tryggingum?“ Viðbrögð LVFyrstu vikuna eftir að skýrslan kom út sendi LV sex fréttatilkynningar til að bregðast við gagnrýni á sjóðinn. Í fréttatilkynningu frá 3. febrúar er sagt frá því að LV hafi að verulegu leyti tekið upp þær reglur sem skýrsluhöfundar beindu til sjóðsins. Dæmi er tekið að LV hefði gerst aðili að leiðbeinandi reglum Sameinuðu þjóðanna um ábyrgar fjárfestingar og stjórnarhætti þegar árið 2006. Í skýrslunni er aftur á móti sagt eftirtektarvert að þessi stefnumótun sæist hvergi í fjárfestingarstefnu eða siðareglum LV frá þeim tíma. Svo taka þeir þessar sömu reglur sem dæmi í fréttatilkynningunni um reglur sem þeir hefðu þegar tekið upp og unnið eftir um langa hríð! Hvað með afsökunarbeiðni?Athygli vekur að í þessum sex fréttatilkynningum sem LV sendi vikuna eftir útkomu skýrslunnar er hvergi afsökunarbeiðni til sjóðfélaga. Í tilkynningu formanns stjórnar LV 8. febrúar sl. er bent á að sameiginlegt tap sjóðanna hafi verið 380 milljarðar en ekki 480 milljarðar. Ástæðan er sú að formaðurinn miðar við 1. október 2008, svona eins og kreppan hafi ekki átt sér neinn fyrirvara, þegar skýrsluhöfundar miða við 1. janúar 2008. Slíkar reiknikúnstir munu ekki endurvekja traust sjóðfélaga á Lífeyrissjóði verslunarmanna sem orðið hefur fyrir alvarlegum hnekki. Ég efast ekki um að ýmislegt var vel gert hjá sjóðnum fyrir hrun og jafnvel til fyrirmyndar en þau atriði sem skýrsluhöfundar gera athugasemdir við flokkast ekki með því. Menn þurfa að viðurkenna mistök til að geta lært af þeim.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun