Ljúft og fagurt þjóðlagapopp Trausti Júlíusson skrifar 1. mars 2012 11:30 Tónlist. Hvað ef himininn brotnar. Blágresi. Hvað ef himininn brotnar er fyrsta plata Blágresis, sem er tríó skipað söngkonunni Tinnu Marínu Jónsdóttur, Daníel Auðunssyni gítarleikara og söngvara og Leifi Björnssyni sem spilar á gítar og hljómborð og syngur. Platan hefur að geyma tíu ný lög við texta Einars Más Guðmundssonar rithöfundar. Auk meðlimanna þriggja spila á plötunni nokkrir gestir, Bassi Ólafsson slagverksleikari, Óttar Sæmundsson bassaleikari, Unnur Birna Björnsdóttir fiðluleikari og Pétur Hallgrímsson sem spilar á stálgítar og banjó. Tónlist Blágresis er ljúft þjóðlagapopp. Tinna Marína hefur mjög bjarta og fallega söngrödd sem nýtur sín vel í þessari tónlist, bæði þegar hún syngur ein og þegar hún raddar með strákunum. Platan er mjög vel unnin, hljómurinn er góður og útsetningarnar eru smekklegar, fiðlan kemur t.d. mjög vel út. Textar Einars Más eru ágætir, ástin er fyrirferðamesta viðfangsefnið, en fleiri koma við sögu. Lagasmíðarnar eru yfir það heila góðar og nóg af grípandi lögum sem gætu náð vinsældum. Ég nefni sem dæmi kreppulagið Alltaf sama sagan, hið fallega Vekjum heiminn og lokalagið Þessar blóðrauðu varir. Þetta er ágætis plata. Hún brýtur ekki blað tónlistarlega en lög og textar eru vel úr garði gerð og flutningurinn er góður. Niðurstaða: Vel unnin og sæt þjóðlagapoppplata. Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Enginn í joggingbuxum í París Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Fleiri fréttir Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Tónlist. Hvað ef himininn brotnar. Blágresi. Hvað ef himininn brotnar er fyrsta plata Blágresis, sem er tríó skipað söngkonunni Tinnu Marínu Jónsdóttur, Daníel Auðunssyni gítarleikara og söngvara og Leifi Björnssyni sem spilar á gítar og hljómborð og syngur. Platan hefur að geyma tíu ný lög við texta Einars Más Guðmundssonar rithöfundar. Auk meðlimanna þriggja spila á plötunni nokkrir gestir, Bassi Ólafsson slagverksleikari, Óttar Sæmundsson bassaleikari, Unnur Birna Björnsdóttir fiðluleikari og Pétur Hallgrímsson sem spilar á stálgítar og banjó. Tónlist Blágresis er ljúft þjóðlagapopp. Tinna Marína hefur mjög bjarta og fallega söngrödd sem nýtur sín vel í þessari tónlist, bæði þegar hún syngur ein og þegar hún raddar með strákunum. Platan er mjög vel unnin, hljómurinn er góður og útsetningarnar eru smekklegar, fiðlan kemur t.d. mjög vel út. Textar Einars Más eru ágætir, ástin er fyrirferðamesta viðfangsefnið, en fleiri koma við sögu. Lagasmíðarnar eru yfir það heila góðar og nóg af grípandi lögum sem gætu náð vinsældum. Ég nefni sem dæmi kreppulagið Alltaf sama sagan, hið fallega Vekjum heiminn og lokalagið Þessar blóðrauðu varir. Þetta er ágætis plata. Hún brýtur ekki blað tónlistarlega en lög og textar eru vel úr garði gerð og flutningurinn er góður. Niðurstaða: Vel unnin og sæt þjóðlagapoppplata.
Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Enginn í joggingbuxum í París Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Fleiri fréttir Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira