Með hnút í maganum 1. mars 2012 13:00 Kvikmyndin Svartur á leik verður frumsýnd annað kvöld. Þetta er fyrsta kvikmynd leikstjórans Óskars Þórs Axelssonar og hefur verið mörg ár í vinnslu. Myndin er byggð á samnefndri metsölubók höfundarins Stefáns Mána og segir frá Stebba psycho sem flækist óvart inn í dimma undirheima Reykjavíkur í lok síðustu aldar. Með aðalhlutverk fara Þorvaldur Davíð Kristjánsson, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Damon Younger og María Birta Bjarnadóttir. Myndin hefur verið tæpan áratug í vinnslu og viðurkennir Óskar Þór að tilfinningarnar séu blendnar nú þegar komið er að frumsýningardegi. „Tilfinningin er að mestu góð en að einhverju leyti skrítin. Þetta er svolítið eins og þegar barnið manns flytur að heiman, maður neyðist til að sleppa af því hendinni og leyfa því að pluma sig upp á eigin spýtur." Svartur á leik er fyrsta kvikmynd Óskars Þórs en hann skrifaði einnig handritið að myndinni. Hann kveðst stoltur af sköpunarverki sínu og er spenntur að sjá myndina á hvíta tjaldinu. „Þetta er mín fyrsta kvikmynd og þar sem undirbúningstíminn var svo langur þurfti maður að sýna mikla þolinmæði sem gat á stundum verið erfitt. Tökutímabilið var mjög skemmtilegt og ánægjulegt og eftirvinnslan sömuleiðis. Manni finnst hálf súrrealískt að þetta sé loks búið eftir allan þennan tíma og er auðvitað með svolítinn hnút í maganum fyrir frumsýningardaginn. En maður getur ekki falið sig, maður stendur og fellur með myndinni." Óskar Þór er þegar farinn að leiða hugann að nýjum verkefnum en segir þau hanga á sömu spýtu og Svartur á leik. „Maður er alltaf með hugann við önnur verkefni, en framhald þeirra ræðst svolítið á því hvort þessi mynd standi sig," segir Óskar að lokum. sara@frettabladid.is Mest lesið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið Hljóp undir fölsku nafni Lífið Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Lífið Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bíó og sjónvarp Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Lítill rappari á leiðinni Lífið „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið Fleiri fréttir Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Sjá meira
Kvikmyndin Svartur á leik verður frumsýnd annað kvöld. Þetta er fyrsta kvikmynd leikstjórans Óskars Þórs Axelssonar og hefur verið mörg ár í vinnslu. Myndin er byggð á samnefndri metsölubók höfundarins Stefáns Mána og segir frá Stebba psycho sem flækist óvart inn í dimma undirheima Reykjavíkur í lok síðustu aldar. Með aðalhlutverk fara Þorvaldur Davíð Kristjánsson, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Damon Younger og María Birta Bjarnadóttir. Myndin hefur verið tæpan áratug í vinnslu og viðurkennir Óskar Þór að tilfinningarnar séu blendnar nú þegar komið er að frumsýningardegi. „Tilfinningin er að mestu góð en að einhverju leyti skrítin. Þetta er svolítið eins og þegar barnið manns flytur að heiman, maður neyðist til að sleppa af því hendinni og leyfa því að pluma sig upp á eigin spýtur." Svartur á leik er fyrsta kvikmynd Óskars Þórs en hann skrifaði einnig handritið að myndinni. Hann kveðst stoltur af sköpunarverki sínu og er spenntur að sjá myndina á hvíta tjaldinu. „Þetta er mín fyrsta kvikmynd og þar sem undirbúningstíminn var svo langur þurfti maður að sýna mikla þolinmæði sem gat á stundum verið erfitt. Tökutímabilið var mjög skemmtilegt og ánægjulegt og eftirvinnslan sömuleiðis. Manni finnst hálf súrrealískt að þetta sé loks búið eftir allan þennan tíma og er auðvitað með svolítinn hnút í maganum fyrir frumsýningardaginn. En maður getur ekki falið sig, maður stendur og fellur með myndinni." Óskar Þór er þegar farinn að leiða hugann að nýjum verkefnum en segir þau hanga á sömu spýtu og Svartur á leik. „Maður er alltaf með hugann við önnur verkefni, en framhald þeirra ræðst svolítið á því hvort þessi mynd standi sig," segir Óskar að lokum. sara@frettabladid.is
Mest lesið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið Hljóp undir fölsku nafni Lífið Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Lífið Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bíó og sjónvarp Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Lítill rappari á leiðinni Lífið „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið Fleiri fréttir Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Sjá meira