Nóg komið - hættið núna Leó Már Jóhannsson skrifar 1. mars 2012 06:00 Í Hamraskóla er sérdeild fyrir einhverf börn sem heitir Hamrasetur og var hún stofnuð haustið 1996. Þar eru átta nemendur sem fá mikinn stuðning og einstaklingsmiðaða kennslu. Hamrasetur er staðsett í hjarta Hamraskóla, á besta stað í skólanum. Viðkvæm starfssemiBörnin eru eins mismunandi og þau eru mörg. Grunnurinn að þeirra starfi er stöðugleiki og aftur stöðugleiki þar sem allar breytingar eru erfiðar og krefjast oft langrar aðlögunar. Það tekur einnig langan tíma að byggja upp farsælt og gott starf eins og búið er að gera hér í Hamrasetri. Mikinn skilning og sveigjanleika þarf hjá öllum sem að koma og oft er þetta erfitt. Börnin fara í sína bekki eins mikið og oft og þau þola. Þau taka þátt í íþróttum og hinu einstaklega góða tónlistarstarfi sem fram fer hér í Hamraskóla. Sérkennarar vinna með hverju barni og þau treysta á skilningsríkan skóla þar sem allir hjálpa til. Hámarksframför er tryggð með sérsniðinni námskrá og stöðugu umhverfi. ÁrangurinnHamrasetur er án efa hin tæra snilld íslensk menntakerfis. Hamraskóli hefur búið sérdeildinni frábært umhverfi og aðlagað skólastarfið að sérþörfum barnanna. Allir taka þátt, kennarar, starfsfólk og nemendur sem sýna mikinn skilning og hjálpsemi. Skólastjórinn hefur stutt sérstaklega vel við sérdeildina sem sést á góðum árangri. Svona uppbygging tekur nokkur ár og tekst aðeins ef skólinn er eins jákvæður og Hamraskóli er. Við erum að sjá árangur sem okkur hafði ekki dreymt um, skólagöngu sem er eins góð og við getum hugsað okkur. Nú er þetta umhverfi allt í hættu! SameininginTil stendur að flytja unglingadeildina í Foldaskóla og óljóst hvað gerist síðar með yngri bekki. Líklegast er að sérdeildin flytji þá öll í Foldaskóla þar sem fimm börn eru í 8-10 bekk og það hentar tæpast að ganga 2,2 km til að fara í bekkinn sinn, jafnvel oft á dag. Þá þurfa yngri börnin að fara í nýjan bekk og að auki er aldursdreifing í sérdeildinni mjög breytileg þar sem sum börn eru þar alla sína skólagöngu. Í raun verður sérdeild Hamraskóla lögð niður og ný stofnuð í Foldaskóla. Hefja þarf uppbyggingu sem örugglega tekur nokkur ár! Eftir að foreldrar fóru að andmæla var settur á stofn stýrihópur um sérdeildina. Þar má því miður eingöngu skoða fyrirkomulag og búnaðarmál en ekkert sem snýr að innri starfssemi s.s. velferð barnanna eða áhættu við flutning enda yrði þá snarlega hætt við þessa sameiningu. AfleiðingarÞað er ljóst að sérdeildin hefur gleymst þegar þessar sameiningartillögur urðu til. Lítið tillit er tekið til barnanna, margra mánaða aðlögun liggur fyrir hjá flestum, með öllum þeim erfiðleikum sem því fylgja. Áhættan er óásættanleg fyrir börnin sem náð hafa góðri fótfestu hér í Hamraskóla og taka miklum framförum. Nýr skóli, gjörbreytt umhverfi er ekki skref fram á við og hvað á svo að gera ef aðlögunin gengur illa, ef Foldaskóli er ekki tilbúinn, ef kennarar, starfsfólk og nemendur taka ekki tillit til sérdeildar? Er þetta áhættunnar virði? Vilja borgarfulltrúar leggja endalausar áhyggjur og erfiðleika á einhverf börn og foreldra þeirra? Þessi viðkvæmu mál hafa ekki verið skoðuð og blátt bann virðist vera innan borgarkerfisins að ræða þessi viðkvæmu mál þrátt endalaust hjal um samráð og „faglegt" starf. Látið Hamrasetur veraSérdeild Hamraskóla er aðdáunarverð, frábærir kennarar, mikill stöðugleiki og árangur barna eins og best verður á kosið. Það hefur valdið miklum vonbrigðum að fólk sem maður hefur talið fagfólk virðist komið í pólitík og pólitíkin eitthvert annað og lengra. Ef flutningur unglingadeildar verður einhvern tímann talin góð hugmynd og að Hamrasetur flytjist þá með, krefst það mikils undirbúnings. Aðdragandi þarf að vera langur, minnst 2-3 ár. Tryggja verður að slíkur flutningur henti bæði börnunum og foreldrum, að ekki sé verið að eyðileggja langa uppbyggingu og aðlögun. Því er hér þeirri eindreginni ósk beint til borgarfulltrúa um að draga þessa sameiningu til baka. Þetta er ekki góð hugmynd því hún mun hafa mikil og slæm áhrif á marga. Ef borgarfulltrúar geta ekki hætt við hana strax þá á a.m.k. að fresta henni, skipa starfshóp sem getur t.d. dundað sér við að telja stafina í símaskránni næstu árin á meðan sérdeildin hér í Hamraskóla blómstrar! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Í Hamraskóla er sérdeild fyrir einhverf börn sem heitir Hamrasetur og var hún stofnuð haustið 1996. Þar eru átta nemendur sem fá mikinn stuðning og einstaklingsmiðaða kennslu. Hamrasetur er staðsett í hjarta Hamraskóla, á besta stað í skólanum. Viðkvæm starfssemiBörnin eru eins mismunandi og þau eru mörg. Grunnurinn að þeirra starfi er stöðugleiki og aftur stöðugleiki þar sem allar breytingar eru erfiðar og krefjast oft langrar aðlögunar. Það tekur einnig langan tíma að byggja upp farsælt og gott starf eins og búið er að gera hér í Hamrasetri. Mikinn skilning og sveigjanleika þarf hjá öllum sem að koma og oft er þetta erfitt. Börnin fara í sína bekki eins mikið og oft og þau þola. Þau taka þátt í íþróttum og hinu einstaklega góða tónlistarstarfi sem fram fer hér í Hamraskóla. Sérkennarar vinna með hverju barni og þau treysta á skilningsríkan skóla þar sem allir hjálpa til. Hámarksframför er tryggð með sérsniðinni námskrá og stöðugu umhverfi. ÁrangurinnHamrasetur er án efa hin tæra snilld íslensk menntakerfis. Hamraskóli hefur búið sérdeildinni frábært umhverfi og aðlagað skólastarfið að sérþörfum barnanna. Allir taka þátt, kennarar, starfsfólk og nemendur sem sýna mikinn skilning og hjálpsemi. Skólastjórinn hefur stutt sérstaklega vel við sérdeildina sem sést á góðum árangri. Svona uppbygging tekur nokkur ár og tekst aðeins ef skólinn er eins jákvæður og Hamraskóli er. Við erum að sjá árangur sem okkur hafði ekki dreymt um, skólagöngu sem er eins góð og við getum hugsað okkur. Nú er þetta umhverfi allt í hættu! SameininginTil stendur að flytja unglingadeildina í Foldaskóla og óljóst hvað gerist síðar með yngri bekki. Líklegast er að sérdeildin flytji þá öll í Foldaskóla þar sem fimm börn eru í 8-10 bekk og það hentar tæpast að ganga 2,2 km til að fara í bekkinn sinn, jafnvel oft á dag. Þá þurfa yngri börnin að fara í nýjan bekk og að auki er aldursdreifing í sérdeildinni mjög breytileg þar sem sum börn eru þar alla sína skólagöngu. Í raun verður sérdeild Hamraskóla lögð niður og ný stofnuð í Foldaskóla. Hefja þarf uppbyggingu sem örugglega tekur nokkur ár! Eftir að foreldrar fóru að andmæla var settur á stofn stýrihópur um sérdeildina. Þar má því miður eingöngu skoða fyrirkomulag og búnaðarmál en ekkert sem snýr að innri starfssemi s.s. velferð barnanna eða áhættu við flutning enda yrði þá snarlega hætt við þessa sameiningu. AfleiðingarÞað er ljóst að sérdeildin hefur gleymst þegar þessar sameiningartillögur urðu til. Lítið tillit er tekið til barnanna, margra mánaða aðlögun liggur fyrir hjá flestum, með öllum þeim erfiðleikum sem því fylgja. Áhættan er óásættanleg fyrir börnin sem náð hafa góðri fótfestu hér í Hamraskóla og taka miklum framförum. Nýr skóli, gjörbreytt umhverfi er ekki skref fram á við og hvað á svo að gera ef aðlögunin gengur illa, ef Foldaskóli er ekki tilbúinn, ef kennarar, starfsfólk og nemendur taka ekki tillit til sérdeildar? Er þetta áhættunnar virði? Vilja borgarfulltrúar leggja endalausar áhyggjur og erfiðleika á einhverf börn og foreldra þeirra? Þessi viðkvæmu mál hafa ekki verið skoðuð og blátt bann virðist vera innan borgarkerfisins að ræða þessi viðkvæmu mál þrátt endalaust hjal um samráð og „faglegt" starf. Látið Hamrasetur veraSérdeild Hamraskóla er aðdáunarverð, frábærir kennarar, mikill stöðugleiki og árangur barna eins og best verður á kosið. Það hefur valdið miklum vonbrigðum að fólk sem maður hefur talið fagfólk virðist komið í pólitík og pólitíkin eitthvert annað og lengra. Ef flutningur unglingadeildar verður einhvern tímann talin góð hugmynd og að Hamrasetur flytjist þá með, krefst það mikils undirbúnings. Aðdragandi þarf að vera langur, minnst 2-3 ár. Tryggja verður að slíkur flutningur henti bæði börnunum og foreldrum, að ekki sé verið að eyðileggja langa uppbyggingu og aðlögun. Því er hér þeirri eindreginni ósk beint til borgarfulltrúa um að draga þessa sameiningu til baka. Þetta er ekki góð hugmynd því hún mun hafa mikil og slæm áhrif á marga. Ef borgarfulltrúar geta ekki hætt við hana strax þá á a.m.k. að fresta henni, skipa starfshóp sem getur t.d. dundað sér við að telja stafina í símaskránni næstu árin á meðan sérdeildin hér í Hamraskóla blómstrar!
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun