Nóg komið - hættið núna Leó Már Jóhannsson skrifar 1. mars 2012 06:00 Í Hamraskóla er sérdeild fyrir einhverf börn sem heitir Hamrasetur og var hún stofnuð haustið 1996. Þar eru átta nemendur sem fá mikinn stuðning og einstaklingsmiðaða kennslu. Hamrasetur er staðsett í hjarta Hamraskóla, á besta stað í skólanum. Viðkvæm starfssemiBörnin eru eins mismunandi og þau eru mörg. Grunnurinn að þeirra starfi er stöðugleiki og aftur stöðugleiki þar sem allar breytingar eru erfiðar og krefjast oft langrar aðlögunar. Það tekur einnig langan tíma að byggja upp farsælt og gott starf eins og búið er að gera hér í Hamrasetri. Mikinn skilning og sveigjanleika þarf hjá öllum sem að koma og oft er þetta erfitt. Börnin fara í sína bekki eins mikið og oft og þau þola. Þau taka þátt í íþróttum og hinu einstaklega góða tónlistarstarfi sem fram fer hér í Hamraskóla. Sérkennarar vinna með hverju barni og þau treysta á skilningsríkan skóla þar sem allir hjálpa til. Hámarksframför er tryggð með sérsniðinni námskrá og stöðugu umhverfi. ÁrangurinnHamrasetur er án efa hin tæra snilld íslensk menntakerfis. Hamraskóli hefur búið sérdeildinni frábært umhverfi og aðlagað skólastarfið að sérþörfum barnanna. Allir taka þátt, kennarar, starfsfólk og nemendur sem sýna mikinn skilning og hjálpsemi. Skólastjórinn hefur stutt sérstaklega vel við sérdeildina sem sést á góðum árangri. Svona uppbygging tekur nokkur ár og tekst aðeins ef skólinn er eins jákvæður og Hamraskóli er. Við erum að sjá árangur sem okkur hafði ekki dreymt um, skólagöngu sem er eins góð og við getum hugsað okkur. Nú er þetta umhverfi allt í hættu! SameininginTil stendur að flytja unglingadeildina í Foldaskóla og óljóst hvað gerist síðar með yngri bekki. Líklegast er að sérdeildin flytji þá öll í Foldaskóla þar sem fimm börn eru í 8-10 bekk og það hentar tæpast að ganga 2,2 km til að fara í bekkinn sinn, jafnvel oft á dag. Þá þurfa yngri börnin að fara í nýjan bekk og að auki er aldursdreifing í sérdeildinni mjög breytileg þar sem sum börn eru þar alla sína skólagöngu. Í raun verður sérdeild Hamraskóla lögð niður og ný stofnuð í Foldaskóla. Hefja þarf uppbyggingu sem örugglega tekur nokkur ár! Eftir að foreldrar fóru að andmæla var settur á stofn stýrihópur um sérdeildina. Þar má því miður eingöngu skoða fyrirkomulag og búnaðarmál en ekkert sem snýr að innri starfssemi s.s. velferð barnanna eða áhættu við flutning enda yrði þá snarlega hætt við þessa sameiningu. AfleiðingarÞað er ljóst að sérdeildin hefur gleymst þegar þessar sameiningartillögur urðu til. Lítið tillit er tekið til barnanna, margra mánaða aðlögun liggur fyrir hjá flestum, með öllum þeim erfiðleikum sem því fylgja. Áhættan er óásættanleg fyrir börnin sem náð hafa góðri fótfestu hér í Hamraskóla og taka miklum framförum. Nýr skóli, gjörbreytt umhverfi er ekki skref fram á við og hvað á svo að gera ef aðlögunin gengur illa, ef Foldaskóli er ekki tilbúinn, ef kennarar, starfsfólk og nemendur taka ekki tillit til sérdeildar? Er þetta áhættunnar virði? Vilja borgarfulltrúar leggja endalausar áhyggjur og erfiðleika á einhverf börn og foreldra þeirra? Þessi viðkvæmu mál hafa ekki verið skoðuð og blátt bann virðist vera innan borgarkerfisins að ræða þessi viðkvæmu mál þrátt endalaust hjal um samráð og „faglegt" starf. Látið Hamrasetur veraSérdeild Hamraskóla er aðdáunarverð, frábærir kennarar, mikill stöðugleiki og árangur barna eins og best verður á kosið. Það hefur valdið miklum vonbrigðum að fólk sem maður hefur talið fagfólk virðist komið í pólitík og pólitíkin eitthvert annað og lengra. Ef flutningur unglingadeildar verður einhvern tímann talin góð hugmynd og að Hamrasetur flytjist þá með, krefst það mikils undirbúnings. Aðdragandi þarf að vera langur, minnst 2-3 ár. Tryggja verður að slíkur flutningur henti bæði börnunum og foreldrum, að ekki sé verið að eyðileggja langa uppbyggingu og aðlögun. Því er hér þeirri eindreginni ósk beint til borgarfulltrúa um að draga þessa sameiningu til baka. Þetta er ekki góð hugmynd því hún mun hafa mikil og slæm áhrif á marga. Ef borgarfulltrúar geta ekki hætt við hana strax þá á a.m.k. að fresta henni, skipa starfshóp sem getur t.d. dundað sér við að telja stafina í símaskránni næstu árin á meðan sérdeildin hér í Hamraskóla blómstrar! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Í Hamraskóla er sérdeild fyrir einhverf börn sem heitir Hamrasetur og var hún stofnuð haustið 1996. Þar eru átta nemendur sem fá mikinn stuðning og einstaklingsmiðaða kennslu. Hamrasetur er staðsett í hjarta Hamraskóla, á besta stað í skólanum. Viðkvæm starfssemiBörnin eru eins mismunandi og þau eru mörg. Grunnurinn að þeirra starfi er stöðugleiki og aftur stöðugleiki þar sem allar breytingar eru erfiðar og krefjast oft langrar aðlögunar. Það tekur einnig langan tíma að byggja upp farsælt og gott starf eins og búið er að gera hér í Hamrasetri. Mikinn skilning og sveigjanleika þarf hjá öllum sem að koma og oft er þetta erfitt. Börnin fara í sína bekki eins mikið og oft og þau þola. Þau taka þátt í íþróttum og hinu einstaklega góða tónlistarstarfi sem fram fer hér í Hamraskóla. Sérkennarar vinna með hverju barni og þau treysta á skilningsríkan skóla þar sem allir hjálpa til. Hámarksframför er tryggð með sérsniðinni námskrá og stöðugu umhverfi. ÁrangurinnHamrasetur er án efa hin tæra snilld íslensk menntakerfis. Hamraskóli hefur búið sérdeildinni frábært umhverfi og aðlagað skólastarfið að sérþörfum barnanna. Allir taka þátt, kennarar, starfsfólk og nemendur sem sýna mikinn skilning og hjálpsemi. Skólastjórinn hefur stutt sérstaklega vel við sérdeildina sem sést á góðum árangri. Svona uppbygging tekur nokkur ár og tekst aðeins ef skólinn er eins jákvæður og Hamraskóli er. Við erum að sjá árangur sem okkur hafði ekki dreymt um, skólagöngu sem er eins góð og við getum hugsað okkur. Nú er þetta umhverfi allt í hættu! SameininginTil stendur að flytja unglingadeildina í Foldaskóla og óljóst hvað gerist síðar með yngri bekki. Líklegast er að sérdeildin flytji þá öll í Foldaskóla þar sem fimm börn eru í 8-10 bekk og það hentar tæpast að ganga 2,2 km til að fara í bekkinn sinn, jafnvel oft á dag. Þá þurfa yngri börnin að fara í nýjan bekk og að auki er aldursdreifing í sérdeildinni mjög breytileg þar sem sum börn eru þar alla sína skólagöngu. Í raun verður sérdeild Hamraskóla lögð niður og ný stofnuð í Foldaskóla. Hefja þarf uppbyggingu sem örugglega tekur nokkur ár! Eftir að foreldrar fóru að andmæla var settur á stofn stýrihópur um sérdeildina. Þar má því miður eingöngu skoða fyrirkomulag og búnaðarmál en ekkert sem snýr að innri starfssemi s.s. velferð barnanna eða áhættu við flutning enda yrði þá snarlega hætt við þessa sameiningu. AfleiðingarÞað er ljóst að sérdeildin hefur gleymst þegar þessar sameiningartillögur urðu til. Lítið tillit er tekið til barnanna, margra mánaða aðlögun liggur fyrir hjá flestum, með öllum þeim erfiðleikum sem því fylgja. Áhættan er óásættanleg fyrir börnin sem náð hafa góðri fótfestu hér í Hamraskóla og taka miklum framförum. Nýr skóli, gjörbreytt umhverfi er ekki skref fram á við og hvað á svo að gera ef aðlögunin gengur illa, ef Foldaskóli er ekki tilbúinn, ef kennarar, starfsfólk og nemendur taka ekki tillit til sérdeildar? Er þetta áhættunnar virði? Vilja borgarfulltrúar leggja endalausar áhyggjur og erfiðleika á einhverf börn og foreldra þeirra? Þessi viðkvæmu mál hafa ekki verið skoðuð og blátt bann virðist vera innan borgarkerfisins að ræða þessi viðkvæmu mál þrátt endalaust hjal um samráð og „faglegt" starf. Látið Hamrasetur veraSérdeild Hamraskóla er aðdáunarverð, frábærir kennarar, mikill stöðugleiki og árangur barna eins og best verður á kosið. Það hefur valdið miklum vonbrigðum að fólk sem maður hefur talið fagfólk virðist komið í pólitík og pólitíkin eitthvert annað og lengra. Ef flutningur unglingadeildar verður einhvern tímann talin góð hugmynd og að Hamrasetur flytjist þá með, krefst það mikils undirbúnings. Aðdragandi þarf að vera langur, minnst 2-3 ár. Tryggja verður að slíkur flutningur henti bæði börnunum og foreldrum, að ekki sé verið að eyðileggja langa uppbyggingu og aðlögun. Því er hér þeirri eindreginni ósk beint til borgarfulltrúa um að draga þessa sameiningu til baka. Þetta er ekki góð hugmynd því hún mun hafa mikil og slæm áhrif á marga. Ef borgarfulltrúar geta ekki hætt við hana strax þá á a.m.k. að fresta henni, skipa starfshóp sem getur t.d. dundað sér við að telja stafina í símaskránni næstu árin á meðan sérdeildin hér í Hamraskóla blómstrar!
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun