Lífið

Clooney keyrði Bennett

George Clooney vann sem bílstjóri Tony Bennett í þrjár vikur á sínum yngri árum.
George Clooney vann sem bílstjóri Tony Bennett í þrjár vikur á sínum yngri árum.
„Ég var bílstjórinn hans þegar ég var 19 ára,“ sagði George Clooney við kærustu sína Stacy Keibler þegar hún kynnti hann fyrir Tony Bennett á Óskarsverðlaunahátíðinni síðastliðinn sunnudag.

Þegar kynnirinn Billy Bush óskaði eftir nánari útskýringu á þessum orðum Clooney kom í ljós að hann hafði unnið sem bílstjóri söngvarans í þrjár vikur á árum áður. Bennett varð að játa að hann myndi ekki eftir því þegar leikarinn keyrði hann um, en að Clooney hefði þó rifjað það upp fyrir honum nokkru áður. Clooney sagði söngvaranum að hann væri enn tilbúinn til að keyra hann hvert sem væri, hvenær sem væri.

Áður en leiðir þeirra skildi tjáði Bennett leikaranum vinsæla að hann væri einstaklega stoltur af honum. „Þú ert að gera allt rétt,“ sagði hann við Clooney áður en báðir héldu sína leið inn í kvöldið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.