Hús við Hringbraut - miðbæjarrómantík? Sigurður Guðmundsson skrifar 29. febrúar 2012 06:00 Áform um byggingu nýs húss yfir sameiginlega starfsemi Landspítala og Háskóla Íslands eiga sér langa sögu. Umræða hófst fyrir alvöru fyrir tæpum 15 árum í aðdraganda sameiningar sjúkrahúsanna í Reykjavík sem varð um mitt ár 2000. Um 2-3 árum síðar var hinni nýju spítalabyggingu valinn staður á Grænuborgartúni, á lóð Landspítala við Hringbraut. Af hverju var það gert? Var þetta einhver miðbæjarrómantík, fortíðarhyggja, virðing við gamla Landspítalann, stríðni við íbúa Þingholtanna? Nei, ekkert af þessu, auðvitað. Tvær ástæður vógu hins vegar þyngst. Sú fyrri er nálægð við háskólann. Meginrök fyrir sameiningu spítalanna á sínum tíma, að minnsta kosti í huga starfsmanna, voru efling starfsemi spítalans, að bæta þjónustu hans við sjúklinga og að styðja hann og styrkja sem vísindastofnun og kennslustofnun. Tilgangurinn var með öðrum orðum sá að efla spítalann sem háskólasjúkrahús og að gera stofnunum kleift að blanda saman starfsemi sinni enn frekar, styrkja samstarf og samvinnu til að efla þjónustu, rannsóknir og kennslu. Vel á annað hundrað starfsmanna spítalans eru jafnframt starfsmenn HÍ. Fleira en nálægð við heilbrigðisdeildir kemur hér til. Mikil og vaxandi samvinna er milli félagsvísindafólks og þeirra sem starfa að heilbrigðisþjónustu, enda eru félagslegir áhrifaþættir heilsu sífellt að verða mönnum ljósari. Framfarir í læknisfræði byggja í sívaxandi mæli á þróun þekkingar í verkfræði og tölvunarfræði. Fleiri greinar má nefna, t.d. sagnfræði og mannfræði. Hér skiptir því nálægð Landspítala við háskólann allan miklu máli. Hin ástæða staðarvalsins er sú að á Hringbrautarlóð er mun meira af byggingum sem nýta má áfram en hefði nýju húsi verið komið fyrir í Fossvogi. Bygging við Hringbraut er því mun ódýrari en bygging á öllum stöðum öðrum sem nefndir hafa verið. Það væri með ólíkindum ef fólki finnst það ekki skipta máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Áform um byggingu nýs húss yfir sameiginlega starfsemi Landspítala og Háskóla Íslands eiga sér langa sögu. Umræða hófst fyrir alvöru fyrir tæpum 15 árum í aðdraganda sameiningar sjúkrahúsanna í Reykjavík sem varð um mitt ár 2000. Um 2-3 árum síðar var hinni nýju spítalabyggingu valinn staður á Grænuborgartúni, á lóð Landspítala við Hringbraut. Af hverju var það gert? Var þetta einhver miðbæjarrómantík, fortíðarhyggja, virðing við gamla Landspítalann, stríðni við íbúa Þingholtanna? Nei, ekkert af þessu, auðvitað. Tvær ástæður vógu hins vegar þyngst. Sú fyrri er nálægð við háskólann. Meginrök fyrir sameiningu spítalanna á sínum tíma, að minnsta kosti í huga starfsmanna, voru efling starfsemi spítalans, að bæta þjónustu hans við sjúklinga og að styðja hann og styrkja sem vísindastofnun og kennslustofnun. Tilgangurinn var með öðrum orðum sá að efla spítalann sem háskólasjúkrahús og að gera stofnunum kleift að blanda saman starfsemi sinni enn frekar, styrkja samstarf og samvinnu til að efla þjónustu, rannsóknir og kennslu. Vel á annað hundrað starfsmanna spítalans eru jafnframt starfsmenn HÍ. Fleira en nálægð við heilbrigðisdeildir kemur hér til. Mikil og vaxandi samvinna er milli félagsvísindafólks og þeirra sem starfa að heilbrigðisþjónustu, enda eru félagslegir áhrifaþættir heilsu sífellt að verða mönnum ljósari. Framfarir í læknisfræði byggja í sívaxandi mæli á þróun þekkingar í verkfræði og tölvunarfræði. Fleiri greinar má nefna, t.d. sagnfræði og mannfræði. Hér skiptir því nálægð Landspítala við háskólann allan miklu máli. Hin ástæða staðarvalsins er sú að á Hringbrautarlóð er mun meira af byggingum sem nýta má áfram en hefði nýju húsi verið komið fyrir í Fossvogi. Bygging við Hringbraut er því mun ódýrari en bygging á öllum stöðum öðrum sem nefndir hafa verið. Það væri með ólíkindum ef fólki finnst það ekki skipta máli.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar